Rökkur - 01.10.1922, Side 80

Rökkur - 01.10.1922, Side 80
Er húmar1* Það húmar og himinn allur er hulinn skýjamergð og haustsins vindar harðir um hafið eru á ferð. Sem bjargfuglar baði vængi, er blæs í fiðrið hvítt — földunum öldurnar ypta um úthafið kalt og vítt. í sjómannsins kofakytru nú kveikt er lampanum á, hjá glugganum barnsandlit unir í eftirvænting og þrá. Svo þétt það að rúðunni þrýstist í þrá — sem að barnsaugun smá þar biðu hans, sem hálft lífið á heimili sjónum á. Og konuskuggi þar kemur og hverfur um stundarhlé; hann andartak lengdist til loftsins, svo lágt — sem hann félli á kné. Hvað heyrir þar blessað barnið í brimgnýnum sjónum frá? Hvað segir stormurinn stríði, er stynur hann glugganum á? Og hví er sem hverfi roðinn af hvítum vanganum fljóðs, er hjarta þess löngum lemur löður brimsins óðs? 1) Stæling. Sbr. „Twilight" eftir Longfellow. 80

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.