Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 83

Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 83
niður á gólfið. En hann kom ekki léttilegar niður en það, að mamma hans hlaut að hafa heyrt skellinn. Þórunn opnaði hurð- ina inn í baðstofuna og sagði: „Nú fer ég niður að læk, Tumi. Það er bezt þú verðir með.“ Tumi gekk hægt til hennar, sagði ekki neitt. „Bara að hún gangi ekki út að glugganum,“ hugsaði hann, — en Þórunn þurfti ekki svo langt. Hún sá það á svip hans, að þar mundu liggja nokkrir dauðir flugnalíkamir. — En hún sagði ekki neitt um það. „Farðu fram í eldhús, taktu þvottafatið og berðu það niður eftir. En týndu ekki blákkudósinni." Tumi hljóp fram. — Þórunn beið á hlaðinu, við bæjardyrnar. Sólin glóði á lækinn. Hann var vatnsmikill, enda ekki komið langt fram á vorið. En þó hlýindi. Dagarnir voru yndislegir. Túnið óðum að grænka. Sóleyj- ar og fíflar komnir í hlaðvarpann. Geldingahnappar í holtin. Og lambajarmur og folaldahnegg kvað við úti í högunum annað veifið. Það var fallegt á Urriðalæk, því var ekki að neita. Sérstaklega seinni hluta dags, þegar sólin var farin að færast niður undir Múl- ann, þegar komið var undir sólarlag og geislar kvöldsólarinnar léku sér um allt, á læknum, á firðinum — og í úðanum yfir litla foss- inum. Þó var næstum fallegra þar um fjöruna. Eða það fannst Þór- unni. Þá stóð hún oft aðgerðarlaus stundarkorn og horfði út á fjörðinn. Álarnir hvísluðust um leiruna og leiruhryggirnir á milli þeirra voru eins og bök á stórum hvölum, stórum, sofandi hvölum. En hún stóð aldrei lengi aðgerðarlaus til þess eins að horfa á himinblámann. Hún varð að vinna, vinna fyrir sér og drengnum sínum. Og þó kom það fyrir — stundum — þá er hún stóð við orfið og kvölda tók og hún var orðin þreytt, að hugurinn flaug yfir Múlann og dvaldi um stund í kotinu, sem við hann er kennt. Það var aldrei lengi í einu. En það kom þó fyrir. Helzt þó á kvöldin, þegar hún gekk heim dauðlúin með hrífuna á öxlinni — eða á vorkvöldum, þegar hún kom heim úr svarðargryfjunni. Því hún varð að gera allt ein. Hún var einyrki. Og drengurinn henn- ar var eini sólargeislinn í myrkri endurminninganna.--------Þau gengu vestur túnið, vestur að læknum. Hann rann í boga fram með því, að vestan og sunnan við það. Tumi lagði þvottafatið niður hjá stokknum. Svo hljóp hann upp á túnið. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.