Rökkur - 01.10.1922, Page 86

Rökkur - 01.10.1922, Page 86
„Ég er faðir þinn.“ Þú átt engan föður. Nema guð. Hann er þér nálægur. Flugsaðu um hann og þér mun aldrei líða illa. Þá muntu ekki gráta. Því trúin á hann er bundin við gleði, djúpa og innilega gleði, sem bægir öilu því illa frá hjörtum mannanna.“ Hún þagnaði. Því talaði hún um guð við drenginn sinn? Því hræsnaði hún. Hún, sem efaði, var ekki glöð í trúnni. Ekki enn þá. En hún vildi þó verða það. Bað guð þess, að hún mætti verða það, að drengurinn hennar æti látið hana verða það. „Tumi minn. Elsku drengurinn minn. Hugsaðu ekki um þetta allt saman. Leiktu þér við fíflana og sóleyjarnar. Og í kvöld skal ég segja þér ævintýri, ef þú verður góður drengur.“ „Strax, mamma?" „Ekki strax, elsku drengurinn minn. Mamma verður að vinna.“ „Má ég þá kasta steinum?“ „Leiktu þér á túninu, barnið mitt.“ „Má ég þá ekki kasta?“ „Þú mátt ekki fæla frá netinu.“ Með þetta fór hann upp á túnið. Löngunin til þess að kasta steinum var alveg horfin. Hann hafði rekið annan fótinn í hrossa- brest, sem hafði týnzt fyrr um vorið. Svo þaut hann upp á Grástein, hóandi og sigandi og sneri hrossabrestinum. — Það var komið undir kvöld. Sólin komin alllágt á vesturloft. — Þau voru búin að breiða þvottinn. Hann hafði hjálpað mömmu sinni. Og hún hafði klappað á kollinn á honum og sagt að hann væri elskulegur.----- Hann sat á hestasteininum með hendurnar í vösunum. Eitt orð þaut án afláts eftir öllum þráðum heila hans, orðið: ævintýri, ævintýri! Mamma hans tók hann í fang sér, settist á hestasteininn og horfði á kvöldroðann um stund. Svo hóf hún ævintýrið: „Einu sinni, endur fyrir löngu, bjuggu ung hjón hérna á Urriða- læk. Þau sáu ekki sólina hvort fyrir öðru, því guð hafði snortið hjörtu þeirra beggja og sagt: Þar sem er líf, þar er ást. Þar sem rósin breiðir út krónu sína, þar er ást. Þar sem tár sprettur fram í auga, þar er ást. Þar sem hjarta slær, þar er ást. Frá því þið lítið í augu hvors annars í fyrsta sinni skuluð þið 86

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.