Rökkur - 01.10.1922, Blaðsíða 94
áfram eftir að heim kom til íslands það ár. í þessum fyrsta árgangi
ritsins voru ljóð, frumsamdar sögur, erindið Silfurhærur, sögur
eftir tvo heimskunna erlenda höfunda (Henryk Sienkiewics og
Jack London) o. fl. Upplag var 1000 og kom ég heim með leifar
þess, 270 eintök. Ýmsir, sem gerðust áskrifendur að Rökkri eftir
heimkomuna, og tóku tryggð við það, hafa fyrr og síðar óskað
eftir því, að ég endurprentaði I. árg. og hefi ég nú ráðizt í að
gefa hann út að nýju, breyttan. Ég hefi t. d. sleppt þremur smá-
sögum, frumsömdum, frá tíma síðari heimsstyrjaldar, er hafa komið
annars staðar, og eru þær nú síðast í heildarsmásagnasafni mínu
frá þeim tíma, sem er nýkomið út, og er það 4. útgáfa smásagnanna,
og þeim því verið vel tekið, þótt þær séu kannske „fremur fátæk-
legar“. Erindið Silfurhærur vildi ég þó ekki niður fella, þótt það
hafi komið annars staðar síðar, svo sem nánara verður getið. Verði
þessari breyttu útgáfu I. árg. vel tekið, hefi ég í huga að gefa út
í einni bók Rökkur II—VI, með nokkrum breytingum, en þessir
árgangar komu í minna broti og minna upplagi en ritið, eftir að
það var stækkað (frá VII. árg.), en síðasti árgangurinn af því kom
út 1952.
í sögu Vestur-íslendinga, V. bindi, höfundur Tryggvi J. Oleson,
útgefinni af Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1953, fellir höfundurinn
eftirfarandi dóm um I. árgang Rökkurs, í yfirliti um blöð og tíma-
rit gefin út vestra: Fremur var það fátœklegt.
Ekki hafði ég veitt þessum dómi athygli fyrr en fyrir 1—2 árum,
er ég gluggaði í bókina, staddur á sveitabæ austur í Hrunamanna-
hreppi. Þar sem þessi dómur er upp kveðinn í safnriti, sem merkt
útgáfufyrirtæki stóð að, vona ég, að mér verði ekki láð, þótt ég
taki fram eftirfarandi:
Dómurinn er algerlega órökstuddur og hvort höfundurinn var
þarna að túlka einvörðungu sína eigin skoðun eða taldi sig vera
að túlka skoðun manna almennt vestra, skal ósagt látið, en vart
mun hægt að líta öðruvísi á en svo, að orð hans séu til þess fallin
að varpa rýrð á ritið. Ég hefi að sjálfsögðu ekkert við það að athuga,
þótt höfundinum hafi þótt lítið til ritsins koma, en get ekki unað
því, ef menn ætla, að annað álit hafi ekki komið fram vestra á
ritinu en hjá þessum höfundi, og leyfi mér því að benda á skýringar
aftast í ritinu varðandi sumt efni þess. Auk þess vil ég geta þess,
að meðan ég dvaldist í Winnipeg sendi Björgvin Guðmundsson
tónskáld mér lag við ljóðið Bœn, sem í því birtist, en ljóð það sem
94