Rökkur - 01.10.1922, Page 95

Rökkur - 01.10.1922, Page 95
skáldið Þorskabitur (Thor Bjarnason) sendi mér og hér birtist, talar sínu máli. Ég veit, að ég hefi ekki til þess lofs unnið, sem þar er á mig borið, en það sýnir vissulega annan og betri hug en þann, sem er að baki ofannefnds dóms. Bréf Þorskabíts með kvæðinu er dagsett 19. febrúar 1923: Kveð þig vinarkveðju, skáldið unga, kærustu þakkir fyrir ljóð og sögur. Guðum vígða vor gamla móðurtunga göfug þar birtist, hrein og snjöll og fögur. Gott er að héðan getur þú nú svifið gálausum burt frá nautnatrylltum þjóðum. Margt þó að bratt og krappt sé íslands klifið kvikari er fótur heima á íslands ströndum. Vona’ ég að orð þín, efld af krafti hins sanna aðvari fólkið, svo það láti ei ginnast hingað, af skrumi hreyknu ættleranna hér, sem að enn þá langt of margir finnast. Móti þér, ísland, móðurfaðminn breiði. Menntandi lýsi þér sólin æðstu fræða, stefnuna vísi, og lífs um, braut þig leiði listanna dís, til andans sigurhæða. Þorskabitur. Skýringar Silfurhcerur. Áður birt: Rökkur 1922, Winnipeg. — Steingrímur Thorsteinson: Ljóðmæli, 1958, að ósk útgefanda. — Eimreiðin 1965, að ósk ritstjórans. — Flutt í útvarp tvívegis 1965, hið síðara skiptið í þættinum „Endurtekið efni“. Svalan mín. Ensk þýðing á þessu ljóði, gerð af dr. Watson Kirkconnell, kom í bók hans: The North American Book of Icelandic Verse. Skógareldur. Fyrsta smásaga höfundar, skrifuð að Lö, Þrændalögum, Noregi, í júlí 1914. — Birt í Eimreiðinni XXII. árg. 1. h. — Ljóð og sögur, 1916. Gaska. Höf. dvaldist hausttíma 1914 á Langö við Sjáland. Þar voru pólskar stúlkur við uppskerustörf og á sagan rætur að rekja til minningar um eina þeirra. Birt í Eimreiðinni XXIII. árg. 1. h. — Sex sögur 1917. Lögberg og islenzkir bandur. — Þessi grein er ein af mörgum, sem ég skrifaði eftir að Lögberg fór að flytja mikinn greinaflokk undir fyrirsögninni: Astað- urnar fyrir þvi, að hugur islenzkra bœnda hneigist til Kanada, og voru þessar 95

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.