Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 25

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 25
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 25 .. runa sinn utan að landi en upplifa sig á skjön varðandi búsetu- og skólaval í borginni og ýmis gildi meðal vinnufélaga og annarra í svipaðri stéttarstöðu (Auðardóttir og Magnúsdóttir, 2020). Krakkarnir með rótgróinn millistéttarbakgrunn (Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir, 2018) eru vissulega einnig á vegferð sjálfsuppgötvunar en tilfinningaleg svörun (e. af- fect) virðist vera með öðru móti, vegna þess að meiri samfella virðist vera á milli upprunaveruháttar og framtíðarsýnar (Magnúsdóttir og Kosunen, væntanleg). Flest minnast á tiltekna áfanga í náminu sem hafi haft áhrif á þau, svo sem fornmálafræði, kenningalega stærðfræði, kynjafræði og hljóð- fræði. Þau einbeita sér að því að þróa akademískan veruhátt sinn í hátt skrifuðu menntaskólunum en síður er vísað í djúpar breytingar er varðar aðgreiningu frá upprunavettvangi. Þau upplifa síður þessa þörf fyrir algera endurskilgreiningu á sjálfinu, jafnvel þótt þau takist vissulega á hendur það verkefni að koma ár sinni vel fyrir borð og tryggja sér áframhaldandi stöðu innan millistéttarinnar því enginn er í raun tryggður fyrir slíkri stéttartengdri endursköpun (e. class reproduction) í sam- félagi sem á að flokka fólk eftir verðleikum (með hjálp menntakerfisins). Hver kynslóð þarf að sanna sig; endurskapa sig. Þess í stað tala þau um að það séu fleiri nemendur eins og þau sjálf í mennta- skólanum samanborið við grunnskólann. Guðbjörg (Víðisskóla) orðar sín markmið þannig: „… mér líður eiginlega eins og ég vilji vera bara eins og ég er áfram.“ Auður (Greniskóla) lýsir öryggi sínu með þessum hætti: „Ég geri bara það sem ég vil.“ Helga (Víðisskóla) fjallar um breytta sjálfsmynd sína í því samhengi að námið hafi verið auðvelt í grunnskólanum og einkunnir því oft himinháar en þegar í framhaldsskólann er komið hafi kröfur aukist og hún fundið fyrir meiri samkeppni á milli nemenda með svipaða námsgetu og þannig hafi hugmyndir hennar um sig sem námsmann breyst nokkuð: „...þannig að maður var með svaka sjálfstraust og svo þegar maður fór smám saman að fara í eitthvað erfiðara þá finnst mér eins og ég sé ekki jafn dugleg og ég var þegar ég byrjaði í mennta- skóla.“ Páll (Víðisskóla) og Ingólfur (Hlynsskóla) tala um að breytingin felist fyrst og fremst í nýjum samböndum sem þeir hafa myndað enda virðist félagsauður í hátt skrifuðu skólunum á Íslandi mjög afgerandi (Magnúsdóttir og Kosunen, væntanleg). Verund og valdavettvangur – að leita að samhljómi og finna (stundum) Málflutningur Ragnýjar ber vott um markvissa sjálfssköpun af hennar hálfu, til þess að breyta veru- hætti sínum fyrir tilstilli virkrar sjálfsvinnu (e. work on the self) (Sayer, 2005). Sjálfsvinnan gengur að miklu leyti út á að bera sig í sífellu saman við vini á nýjum vettvangi og sníða af sér þá vankanta sem falla illa að þeim. Það birtist m.a. í upplifun hennar af því að byrja í skólanum í upphafi: „Vá ég verð að vera eins og allir aðrir og alltaf bara á tánum...“ en með tímanum lærði hún af nýjum skóla- félögum hvernig best væri að haga sér: Bara að vera í kringum allt þetta fólk sem er hér.... og bara að eignast vini og sjá hvernig þau gera og hvernig þau haga sér. Þarna í sjávarþorpinu eru bara allir í einhverri sömu kúlunni og læra ekki beint... þetta var alveg erfitt fyrir mig en ég er líka alveg rosalega þakklát fyrir þetta (Ragný, Reynisskóli). Ragný upplifir þessa endursköpun sjálfsins sem „erfitt“ verkefni en finnst hún jafnframt heppin að hafa fengið það í hendur. Það samræmist kenningum Bourdieu (1998; 2000) sem sýndi fram á með gögnum sínum og greiningum að skólamenningin, sérstaklega í „virtum skólum“, endurspeglaði menningu millistéttarinnar. Þar þurfi nemendur af lægri stéttum að vinna hörðum höndum að því að tileinka sér það sem millistéttin fær næstum í vöggugjöf, t.d. viðeigandi stíl, smekk, klæðnað, tals- máta og húmor. Þetta umbreytingarferli hefur einkennst nokkuð af tilfinningalegu umróti, ekki síst tilfinningu fyrir skömm og samræmist það kenningum Sayer (2014) um það hve merkingarbær tilfinningaleg upplifun fólks er af táknrænni stöðu sinni í samfélaginu (Sayer, 2005; Skeggs, 2004). Þegar Ragný byrjaði fyrst í framhaldsskólanum fann hún fyrir því að veruháttur hennar passaði illa inn í skólaum- hverfið: „ [...] ég var rosa mikið þannig og var svo bara „shit hvað var ég að segja þegar ég kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.