Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 114

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 114
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 114 .. gerði við allt, var mjög handlaginn og þreif alveg heima án þess að vera beðinn um það“ (Marta). Að alast upp við kynjaða verkaskiptingu, á heimili þar sem álagið hvílir fyrst og fremst á móður, leggur grunn að væntingum þátttakenda til móðurhlutverksins. Katrín lýsir upplifun af móður sinni, sem reyndi að halda öllum boltum á lofti: Af því að ég man eftir henni bara alltaf útbrunninni á þú veist, vinna ógeðslega mikið og koma svo heim og ætla að vera fullkomin mamma og eitthvað svona, og þá varð hún bara grumpy og hafði ekki tíma, af því að hún var svo mikið að reyna að vera fullkomin (Katrín) Viðmælendur okkar sjá móðurhlutverkið sem þvingandi þar sem kröfur og ábyrgð deilast ekki jafnt á foreldra. Þær telja móðurhlutverkið einkennast af fórnum og erfiðleikum sem geri það lítt aðlaðandi. Ungu konurnar sjá síðan foreldrahlutverkin endurskapast á milli kynslóða meðal vinkvenna sinna, sem að þeirra mati taka á sig meira en sanngjarnan skerf af vinnu á heimilum sínum, líkt og þeirra eigin mæður gerðu þegar þær voru ungar. Embla lýsir þessari algengu upplifun sem vonbrigðum: Mér finnst aðallega bara vonbrigði að sjá, eins og núna eru vinkonur mínar að eignast börn, og mér finnst við allar og þær vera allar mjög jafnréttisþenkjandi en samt er ég að sjá svo mikið, þú veist, þær eru flestar í fæðingarorlofi og enn með lítil börn svo það er kannski ekki endilega hægt að segja, en mér finnst þetta samt vera að þróast rosalega mikið í að; já, hann ætlar ekkert að vera að taka fæðingarorlof því hann ætlar bara að vera að vinna og hann er náttúrulega á hærri launum en ég svo það borgar sig ekkert fyrir hann að taka orlofið (Embla) Viðmælendum er tíðrætt um ábyrgðina sem lögð er á herðar mæðra fremur en feðra og samfélags- kerfin sem geri ráð fyrir því. Í því samhengi vísa konurnar oft í hugtakið um þriðju vaktina sem inniheldur þá hugrænu ábyrgð sem felst í skipulagningu, yfirsýn og ábyrgð á fjölskyldulífinu. Í nærumhverfi viðmælenda eru það mæður en ekki feður sem standa þessa vakt. Konurnar lýsa para- samböndum og foreldrasamböndum í sínu nánasta umhverfi og furða sig á hve stutt samfélagið er komið á leið þegar kemur að jafnrétti á þessu sviði. Í því samhengi kallar Anna eftir afgerandi um- bótum á þátttöku karla innan heimilis: Og það er alveg í kringum mig, þar sem að feður eru mjög virkir þátttakendur í uppeldi og heimilishaldi, en á meðan það er enn þá samt svona undantekningin á mínum aldri frekar en reglan, þá er þetta ekki brjálæðislega aðlaðandi sko (Anna) Konurnar standa frammi fyrir því verkefni að samrýma femínísk gildi og væntingar um kynjajafn- rétti við uppeldi sem einkenndist af kynjaðri verkaskiptingu og samtíma sem einkennist af kynj- uðum kröfum og væntingum. Ljónin í veginum – „rétti“ tíminn Áherslan hjá mörgum viðmælenda er á mikilvægi þess að „koma sér fyrir“ og ná ákveðnum starfs- frama og fjárhagslegu öryggi áður en barneignir koma til sögunnar og flækja veruleikann enn frekar. Karítas lýsir samfélagi og vinnumarkaði sem einkennist af harðri samkeppni og upplifir „[mikinn] keppnisand[a] í fólki á mínum aldri finnst mér, til að ná bestu vinnunum, bestu stöðunum, bestu menntuninni, bestu heimilunum.“ Félagslegur samanburður og lífsgæðamarkmið móta þannig ákvarðanatöku viðmælenda en hluti þátttakenda hafði einnig áhyggjur af því að eiga ekki nógu gott bakland ef eitthvað kæmi upp á og að festast í fátæktargildru sem myndi hindra framfærslu barna. Áhersla á fjárhagslega óhagkvæmni barneigna var áberandi í orðræðu þátttakenda, sérstaklega hjá þeim sem fæddust inn í verkamannastétt eða mátu félags- og/eða efnahagslegar aðstæður sínar í æsku sem bágbornar. Á heildina litið voru væntingar um að barneignum fylgi veruleg skerðing á veraldlegum gæðum, en ekki síður persónulegu frelsi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.