Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 48

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 48
„Límdu saman heiminn minn“: Ábyrgð stjórnvalda á að tryggja börnum og ungmennum velferðarþjónustu 48 .. Hér á landi er í Áfengislögum nr. 75/1998 lagt bann við markaðssetningu áfengis og tiltekið að eftirlit skuli hafa með aldurstakmörkum áfengiskaupa. Forvarnir skuli jafnframt miða að því að fækka einstaklingum sem þróa með sér skaðlegt neyslumynstur vímuefna. Í stefnumótun Heil- brigðisráðuneytis (2016) kemur fram sú áhersla að draga skuli úr skaðlegum afleiðingum og hliðar- verkunum vímuefnaneyslu með hag neytenda, aðstandenda og samfélagsins í huga. Áhersla er á snemmtæka íhlutun, aðgengi að samfelldri þjónustu fyrir þá sem eiga í vanda og að inngrip byggi á gagnreyndri þekkingu og hugmyndafræði skaðaminnkunar. Samhliða hefur verið bent á að laga- ramma og stefnumótun í málefnum barna þurfi að fylgja nauðsynleg úrræði og fjármagn (Purcell, 2020). Við stöðumat á innleiðingu Barnasáttmálans (Stjórnarráð Íslands, 2018b) kom til dæmis fram að ekki hefur nægilega verið hugað að réttindum og þjónustuþörfum barna með vímuefna- vanda. Stefna Norðurlandanna í vímuefnamálefnum hefur einkum einskorðast við forvarnastarf og refsiramma vegna vörslu og sölu vímuefna. Á síðustu árum hefur áhersla á velferð neytandans þó aukist og að dregið sé úr skaðlegum þáttum vímuefnaneyslu með stuðningi við félagslega þætti og heilbrigði (Tham, 2021). Vegna mikillar viðveru barna í skólastofnunum er mikilvægt að þar sé boðið upp á fjölbreytta velferðarþjónustu í samræmi við markmið grunnskólalaga nr. 66/1995 og reglugerð nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Reynslan hefur þó sýnt að töluvert vantar upp á framboð velferðarþjónustu í skólum landsins (Birna Svanbjörnsdóttir o.fl., 2019) og að vel- ferðarkerfi vinni saman (Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir, 2019). Greiningar- og ráðgjafar- stöð ríkisins hefur því skorað á stjórnvöld að stórauka skóla- og velferðarþjónustu innan sérdeilda og almennu grunnskólanna (Solveig Sigurðardóttir, 2021). Með lögum nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (farsældarlögunum) kveður hins vegar við nýjan tón en þar stíga íslensk stjórnvöld skref í átt að því að bæta aðgengi barna og foreldra „að samþættri þjónustu“ til að styðja þroska barna og heilsu. Útbúa skal farsældar- stefnu í samvinnu við sveitarfélög þar sem starfrækt verða farsældarráð. Hlutverk nýstofnaðrar Barna- og fjölskyldustofu (l. nr. 87/2021) verður að vinna að velferð barna, meðal annars sam- hæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og uppbyggingu og yfirstjórn sérhæfðra úrræða, þar með talið meðferðarstofnana. Þróun vímuefnaneyslu Áfengis- og vímuefnaneysla er fimmti stærsti áhættuþáttur skertra lífsgæða og sjúkdóma fólks (Ga- kidou o.fl., 2017). Heildarvímuefnaneysla fólks 15–64 ára hefur aukist á heimsvísu og sá hópur stækkað sem glímir við vanda tengdum vímuefnum (Elflein, 2021). Árið 2019 var talið að 7,5% 18 til 25 ára einstaklinga í Bandaríkjunum hafi glímt við áfengis- og vímuefnavanda (Substance Abuse and Mental Health Service Administration, 2019). Í Evrópu sýna nýlegar tölur að 16,9% ein- staklinga á aldrinum 15–34 ára noti ólögleg vímuefni og er kannabis algengast en því næst örvandi efni (European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, 2021). Lögleiðing kannabisefna víða um heim hefur gert efnin aðgengilegri ungu fólki (Wilson o.fl., 2019). Á Íslandi hefur heildaráfengisneysla 15 ára og eldri aukist jafnt og þétt síðustu áratugi, farið úr 4,3 alkóhóllítrum á íbúa árið 1980 í 7,4 lítra árið 2020 (Hagstofa Íslands, 2022). Hjá Embætti land- læknis (2020) kemur fram að um 25% karla og 22% kvenna stundi áhættudrykkju og er hún mest á aldrinum 18–34 ára. Þá hefur kannabisneysla á fullorðinsárum fara vaxandi hér á landi, einkum hjá 18 til 44 ára (Gunnlaugsson, 2018). Hér á landi hefur þó dregið mjög úr vímuefnaneyslu barna á grunnskólaaldri á síðastliðnum 30 árum (Kristjansson o.fl. 2020). Árið 1990 var árstíðni ölvunar hjá 15 ára ungmennum 56% á Íslandi og 52% í Evrópu og kannabisnotkunar 15% á Íslandi, svipað og annars staðar í Evrópu. Þessi staða leiddi til samfélagslegs átaks þar sem forvarnastarf var eflt og foreldrar og aðilar sem koma að starfi með börnum tóku höndum saman. Á tímabilinu 1995 til 2015, stækkaði sá hópur 15 ára ungmenna sem aldrei hafði neytt áfengis úr 20,8% í 65,5% (Arnarsson o.fl., 2017).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.