Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 49

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 49
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 49 .. Hafa skal þó í huga að þegar ungmenni koma á framhaldsskólaaldur tvöfaldast vímuefnaneysla þeirra (Margrét Lilja Guðmundsdóttir o.fl., 2020) sem eykur líkur á brotthvarfi úr námi og starfi (Bachman o.fl., 2008; Ragna Kristín Guðbrandsdóttir og Oddur Ingimarsson, 2022). Þá er vímu- efnaneysla ungmenna sem hætta námi, eru aðallega í vinnu eða atvinnulaus, tvöfalt meiri en þeirra sem halda áfram námi (Hrefna Pálsdóttir o.fl., 2010). Í rannsókn Arnarsson o.fl. (2017) var jafnframt bent á að þrátt fyrir að kannabisneysla ungmenna hafi minnkað lítillega á tímabilinu 1995–2015, hafi neysla þeirra aukist sem neytt höfðu kannabis 40 sinnum eða oftar. Misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur jafnframt vaxið hér á landi og sér í lagi notkun ópíóða og tauga- og geðlyfja (Gunnlaugsson, 2021) en árið 2020 mátti rekja 75% ofskömmtunarandláta hér á landi til neyslu þeirra (European Monitoring Centre for Drugs and Drug Addiction, 2022). Áhættuþættir í lífi barna og ungmenna Unglingsárin eru áhættutími fyrir ýmis konar frávikshegðun og þekktir eru áhættuþættir og vernd- andi þættir sem spá fyrir um hvernig börnum og ungmennum farnast í lífinu og hversu líkleg þau eru til að stunda áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu (Luthar o.fl., 2015). Persónuþættir eins og þunglyndi og kvíði (Conway, 2016; Ragný Þóra Guðjohnsen og Ársæll Arnarsson, 2021), lítil sam- skiptahæfni (Heradstveit o.fl., 2018) og ADHD greining, mótþróaþrjóskuröskun og hegðunarvandi eru taldir auka áhættu á vímuefnavanda (Groenman o.fl., 2017). Hið sama á við ef börn og ungmenni glíma við námserfiðleika eða áskoranir í skólagöngu svo sem skólaforðun og hegðunarvanda, en þau eru talin líklegri til að þróa með sér vímuefnavanda fyrir 16 ára aldur (Bachman o.fl., 2008). Snemmbært inngrip vegna framangreindra þátta er þó talið geta vegið á móti þeim áhættuþáttum sem til staðar eru í lífi barns og dregið úr áhættuhegðun (Uchida o.fl., 2018). Áhættuþættir í umhverfi barna geta jafnframt aukið líkur á vímuefnaneyslu og dregið úr geðheil- brigði og almennri velferð. Sem dæmi má nefna slæm samskipti á heimili (Moore o.fl., 2018) og óörugg tengsl við uppeldisaðila (Meredith o.fl., 2020). Hið sama á við um vanrækslu uppeldisaðila, þar sem skortir ást, umhyggju, stuðning og hvatningu og það að gera kröfur um þroskaða hegðun og skýra af hverju (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2019). Við slíkar uppeldisaðstæður skortir að koma til móts við sálrænar þarfir barns sem er grunnur þess að þau móti heilsteypta sjálfsmynd, þroski sam- skiptafærni, fylgi leiðbeiningum um hegðun og geti tekist á við verkefni daglegs lífs eins og nám og starf (Soenens o.fl., 2017). Það að alast upp hjá öðru foreldri og við verri félags- og efnahagslega stöðu er jafnframt áhættu- þáttur fyrir vímuefnaneyslu (Merrick, 2018) og hið sama á við ef ungmenni eiga vini sem nota ólögleg vímuefni (del Palacio-Gonzalez og Pedersen, 2022). Þá hefur vitund aukist um mikilvægi þess að skoða tengsl áfalla í æsku og heilsufarsvanda á fullorðinsárum (Felitti og félagar, 1998). Eftir því sem fjöldi áfalla einstaklinga (andleg og líkamleg vanræksla; andlegt, líkamlegt og kynferðisleg ofbeldi og að verða vitni að ofbeldi gagnvart móður; vímuefnaneysla, geðraskanir og fangelsisvist heimilisfólks; skilnaður foreldra, foreldramissir) er meiri því meira hætta er á að einstaklingurinn þrói með sér geðrænan vanda, líkamlega sjúkdóma, vímuefnavanda eða áhættuhegðun (Petruccelli o.fl., 2019). Bent hefur verið á mikilvægi þess að skima fyrir áföllum barna svo hægt sé að setja inn snemmbær barnaverndar- og velferðarúrræði (Roscoe o.fl., 2018). Velferðarúrræði fyrir börn og ungmenni í vanda Velferðarúrræði sem bjóðast börnum sem glíma við vímuefnavanda og fjölþættan vanda hér á landi, taka reglulega nokkrum breytingum. Úrræðin eru ýmist á vegum ríkis og sveitarfélaga, einkarekin eða sprottin úr grasrótarstarfi. Vegna þess að vímuefnavandi er langvarandi þurfa flestir endurtekna meðferð og langtímameðferð til að ná bata. Í rannsókn Fadus o.fl. (2019) er fjallað um gagnreyndar aðferðir í vímuefnameðferðum ung- menna og má þar nefna hugræna atferlismeðferð, fjölskyldumeðferð og fjölkerfa inngrip (e. multis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.