Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 90

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 90
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 90 .. Við skjalagreiningu fundust aftur á móti takmarkaðar upplýsingar um stefnu sveitarfélaga eða þjón- ustustefnu skólaskrifstofa. Í einu tilvikanna fimm var sæmilega skýr lýsing á viðfangsefnum skóla- þjónustu á vef sveitarfélagsins og í skólastefnu þess. Í hinum fjórum tilvikunum voru upplýsingar takmarkaðar eða jafnvel engar eða endurspegluðu ekki reglugerðina um skólaþjónustu að því leyti að meiri áhersla var á greiningar og sérúrræði en aðra þætti þjónustunnar. Í viðtölunum sögðust fræðslustjórar meðvitaðir um ákvæði reglugerðarinnar og nota hana til leiðsagnar við skipulagningu þjónustunnar. Niðurstöður sýndu að ekki leggja allir sama skilning í hugtakið skólaþjónusta eða meta viðfangs- efni hennar eins. Þannig töldu á bilinu 66–91% allra svarenda að skólaþjónustan leggi mjög mikla eða frekar mikla áherslu á að veita nemendum og foreldrum stuðning með ráðgjöf vegna a) náms- vanda, b) félagslegra aðstæðna, c) sálræns vanda, d) hegðunarvanda e) með greiningum á námsstöðu nemenda og f) skilafundum með foreldrum í kjölfar greiningar. Fæstir í hópi grunnskólastjóra töldu áhersluna mikla (47–69%) en um og yfir 90% forsvarsmanna skólaþjónustu. Mat leikskólastjóra lá þarna á milli. Munurinn milli svarendahópanna var marktækur með einni undantekningu og hlið- stætt munstur í dreifingu svaranna (tafla 3a og töflur 3b–3f í viðauka). Tafla 3a. Hversu mikla eða litla áherslu leggur skólaþjónustan á að veita nemendum og foreldrum stuðning með ráðgjöf vegna námsvanda Svör – allir þátttakendur Fjöldi Hlutfall % 95% öryggisbil Mjög mikla 59 12,1 8,2–17,1 Frekar mikla 129 53,9 47,1–60,6 Fremur litla 41 18,0 13,2–23,6 Mjög litla/enga 18 5,8 3,2–9,7 Veit ekki 3 10,2 6,6–14,9 Alls svör 206 100 Svöruðu ekki 62 Þátttakendur alls 268 Svör eftir starfsvettvangi (p < .001) Fjöldi svara Mjög mikla Fremur mikla Fremur litla Mjög litla/ enga Veit ekki Grunnskólastjórar 73 4,1% 42,5% 37,0% 12,3% 4,1% Leikskólastjórar 100 13,0% 59,0% 9,0% 2,0% 17,0% Í forsvari fyrir skólaþj. 33 27,3% 63,7% 3,0% 3,0% 3,0% Spurningakönnunin sýnir einnig að helmingur þeirra svöruðu spurningu um hlutfall tilgreindra starfsþátta af viðfangsefnum skólaþjónustunnar taldi að á bilinu 0–40% af viðfangsefnum hennar felist í stuðningi við nemendur og 47% til viðbótar töldu slíkan stuðning á bilinu 40–79%. Mark- tækur munur var á svörum eftir starfsvettvangi svarenda: Um 35% grunnskólastjóra á móti 57% leikskólastjóra töldu að stuðningur við nemendur sé 40–79% af viðfangsefnum skólaþjónustunnar en um 45% forsvarsaðila skólaskrifstofa voru þessa sinnis (tafla 4). Viðtalsrannsóknin gefur sam- bærilegar vísbendingar um að þjónustan við foreldra og börn sé að mestu tengd greiningum og úrræðum í kjölfar þeirra og rímar það við lýsingar á heimasíðum sveitarfélaganna um þjónustuna. Langflestir viðmælendur álitu að hugtakið skólaþjónusta nái yfir vítt svið en að innan skólanna sé tilhneiging til að líta þrengra á hugtakið, með áherslu á greiningar á nemendum. Í öllum tilvikunum sögðu viðmælendur að skólastjórar og foreldrar kölluðu mikið eftir greiningum og sálfræðingur á einni skólaskrifstofunni sagði að eftir því sem skrifstofan annaði fleiri greiningum þeim mun meiri yrði eftirspurnin:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.