Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 57

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 57
Ragný Þóra Guðjohnsen og Telma Tórshamar 57 .. Ég var búinn að stífla æðina mína og læknirinn bókstaflega sagði við mig að hún hati sprautufíkla ... setti bara hendina á æðina og sagði ... láttu hana eiga sig og notaðu bara aðra æð ... og ég er ekki búinn að leita mér aðstoðar útaf einhverju sprautuveseni síðan ... þess vegna ber ég svo mikla virðingu fyrir Frú Ragnheiði. Það er enginn að dæma þar ... er ógeðslega ánægður að fá að vita að það er ekkert öllum sama! Umræður Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að viðmælendur upplifði vímuefnaneyslu sína sem bjargráð í upphafi, til að flýja raunveruleikann, erfiðar fjölskylduaðstæður, vanlíðan, vantrú á eigin getu og áföll. Ákall þeirra var um aukinn stuðning við velferð barna sem búa við erfiðleika í æsku og höfðu þau skýra sýn á hvað það felur í sér. Auka þarf stuðning við börn sem búa við erfiðar uppeldisaðstæður Uppeldisaðstæður ungmennanna ýttu undir vanlíðan þeirra. Vímuefna- og geðheilsuvandi var tíður á heimilum þeirra sem rannsóknir hafa sýnt að sé algengt hjá þeim sem glíma við vímuefnavanda (Roscoe o.fl., 2018). Viðvarandi skortur á stöðugleika og öryggi á heimilum þeirra meðal annars vegna mikilla fjarvista foreldra (Stenius, 2019), erfið fjárhagsstaða fjölskyldu (Merrick o.fl., 2018), óörugg tengsl (Meredith o.fl., 2020) og slæm samskipti á heimilinu (Moore o.fl., 2018) settu þau í áhættuhóp fyrir að þróa með sér vímuefnavanda. Þá einkenndust uppeldishættir umönnunaraðila af vanrækslu og skorti á að komið væri til móts við sálrænar þarfir um ást, umhyggju og hvatningu. Rannsóknir Sigrúnar Aðalbjarnardóttir (2019) hafa gefið til kynna að slíkar aðstæður raski þroskaferli unglingsáranna eins og viðmælendur lýstu en þau höfðu veika sjálfsmynd, skorti hæfni í samskiptum og til að ná tökum á verkefnum daglegs lífs; námi, starfi og foreldrahlutverkinu. Viðmælendur upplifðu hjálparleysi í æsku og að fá ekki stuðning í erfiðum aðstæðum og sóttu því í vímuefni sem bjargráð þó neyslan hafi síðar orðið óhjálpleg. Mikilvægt er að stjórnvöld missi aldrei sjónar af grundvallarréttindum barna til velferðarþjónustu (UNICEF, 2021). Bent hefur verið á (Sigrún Harðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir, 2019) að brýnt sé að rýna í ferla sem snúa að barna- verndarmálum og auka samstarf fagaðila og stofnana til að stuðla að öryggi barna og aðgengi að velferðarkerfum. Þá sé brýnt að skimað sé fyrir áföllum barna (Petruccelli o.fl., 2019) svo hægt sé að grípa inn í fyrr og styðja við börn og ungmenni á fyrirbyggjandi hátt. Vitað er að snemmbær inngrip geta vegið á móti áhættuþáttum í lífi barna (Uchida o.fl., 2018). Vanlíðan barna og áskoranir í skólagöngu kalla á aðgengi að sérfræðiþjónustu Viðmælendur lýstu ýmsum persónuþáttum í lífi sínu sem rannsóknir hafa gefið til kynna að séu áhættuþættir fyrir að þróa með sér vímuefnavanda. Kvíði og þunglyndi háði þeim í æsku og að hafa ekki fengið viðeigandi aðstoð (Conway, 2016; Ragný Þóra Guðjohnsen og Ársæll Arnarsson, 2021). Jafnframt lýstu þau mörg að hafa verið með ADHD greiningu og að hegðunarvandi og erfiðleikar í samskiptum hafi verið þeim fjötur um fót (Heradstveit o.fl., 2018). Mörg höfðu því leitað í slæman félagsskap þar sem þau kynntust vímuefnum (del Palacio-Gonzalez og Pedersen, 2022). Vanlíðan unga fólksins kom ekki síst fram í skólanum og tengdist áskorunum námslega og fé- lagslega enda hafa rannsóknir gefið til kynna að skörun sé milli áhættuþátta svo sem erfiðra fjöl- skylduaðstæðna og persónuþátta eins og námserfiðleika, vanlíðunar, hegðunarerfiðleika, skólaforð- unar og þess að ungmenni þrói með sér vímuefnavanda (Bachman o.fl., 2008). Hér á landi hefur líðan ungmenna farið hrakandi og í rannsókninni Ungt fólk 2022 (Rannsóknir og greining, 2022) kom fram að einungis 26,5% ungmenna meta andlega heilsu sína mjög góða. Svipaðar vísbendingar hafa komið fram á Norðurlöndum og í hinum vestræna heimi (Collishaw, 2015). Mikilvægt er því að hlúa að betri líðan barna í skólasamfélaginu, bæði almennt en jafnframt að börnum sem glíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.