Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 97

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 97
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 97 .. Tafla 10. Hversu mikið eða lítið samstarf er á milli skólaþjónustu og heilbrigðisþjónustu? Svör – allir þátttakendur Fjöldi Hlutfall % 95% öryggisbil Mjög mikið 3 1,5 14,4–25,3 Frekar mikið 62 31,6 37,1–50,7 Frekar lítið 52 26,5 8,4–17,5 Mjög lítið 21 10,7 0,7–4,7 Veit ekki 53 27,0 13,1–23,6 Á ekki við 5 2,6 2,2–8,0 Alls svör 196 100 Svöruðu ekki 72 Þátttakendur alls 268 Svör eftir starfsvettvangi (p = .020) Fjöldi svara Mjög mikið Frekar mikið Frekar lítið Mjög lítið Veit ekki Á ekki við Grunnskólastjórar 67 0,0% 20,9% 34,3% 13,4% 28,4% 3,0% Leikskólastjórar 97 1,0% 35,1% 19,6% 9,3% 32,0% 3,1% Í forsvari fyrir skólaþj. 32 6,3% 43,8% 31,3% 9,4% 9,4% 0,0% Mun færri svör bárust um form og inntak þessa samstarfs. Formið er að því leyti ólíkt að ekki er um það að ræða að þessi þjónustukerfi séu staðsett á sama stað eða hafi sameiginlegt starfsfólk. Þó virðast skólahjúkrunarfræðingar víða hafa fasta viðveru í grunnskólum og sitja fundi nemenda- verndarráðs og þar með má segja að um sé að ræða beint samstarf milli skóla (frekar en skóla- þjónustu) og heilsugæslu. Svör um inntakið voru næsta keimlík svörum um samstarf við félags- þjónustuna; þau fjölluðu um samráð, fundi og teymisvinnu (einkum voru nemendaverndarráð nefnd) og málefni nemenda eru kölluð „(einstök) mál … (heilsufars)vandi … erfiðleikar nemenda [og] … frávik“. Hindranir sem nefndar voru lúta að manneklu og skorti á hjúkrunarfræðingum en einnig voru áberandi svör sem tengjast ólíkum forsendum þessara þjónustukerfa, til dæmis með tilliti til trúnaðarupplýsinga sem ekki fylgja börnum milli sveitarfélaga eða berast milli stofnana, til dæmis vegna persónuverndarlaga. Þrátt fyrir þá stöðu sem lýst er hér að framan kom fram í viðtölum sterkur vilji til að auka sam- starfið. Viðmælendur töluðu gjarnan um múra sem þyrfti að brjóta niður á milli félags- og skóla- þjónustunnar og að efla þyrfti samstarfið við heilbrigðisþjónustu til að ná heildarsýn á stöðu nem- enda. Viðmælendur töldu að tálmarnir í samstarfi milli ofangreindra þjónustukerfa tengdust ekki síst trúnaðarskyldu við börn og að aðilar (s.s. sálfræðingar og barnaverndarnefndir) líti svo á að fagaðilar annarra þjónustukerfa eigi ekki að hafa aðgang að trúnaðarupplýsingum (t.d. um einstök börn). Við- mælendur töldu lykilatriði að geta treyst á trúnað milli opinberra aðila sem sinna hagsmunum barna, þrátt fyrir að aðilar starfi í mismunandi þjónustukerfum. Um þetta sagði einn fræðslustjóranna: Með því að hafa félagsþjónustuna við borðið hjá okkur og ekki með gardínum á milli, af því við megum ekki tala saman af því að hjá okkur ríkir svona trúnaður og hjá ykkur einhvern veginn öðruvísi trúnaður. Ég hef aldrei skilið það – að það sé ekki, að trúnaður sé ekki bara trúnaður. Í því tilviki hafði verið unnið markvisst að því að efla samstarf félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu í sérstöku þjónustulíkani. Samkvæmt því vinna aðilar þessara þriggja þjónustukerfa saman sem teymi að málum nemenda og leggja áherslu á samstarf á vettvangi skóla eins og kostur er. Í þjónustu- líkaninu er stýrihópur sem samanstendur af fulltrúum allra þriggja þjónustukerfanna en teymið sem vinnur á vettvangi tekur breytingum eftir málefnum hverju sinni. Viðmælendur bundu vonir við að nýju áherslurnar muni skila markvissari og heildrænni þjónustu við nemendur. Í öðru tilviki voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.