Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 12

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 12
Óhefðbundin heilbrigðisþjónusta: „að læðast inn bakdyramegin“ 12 .. hjá hjúkrunarfræðingunum; þeir vinna að því að innlima óhefðbundnar meðferðir í kerfið og útvíkka það um leið. Í þessu sambandi má líta á hvernig íslensk heilbrigðisyfirvöld hafi innleitt hluta hug- myndafræði ákveðinna óhefðbundinna meðferða á borð við nálastungur, nudd og hnykklækningar (Anderson, 2000; Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018; Umboðsmaður Alþingis, 2000, mál nr. 3133/2000; Þskj. 731-477/2005. Skýrsla heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Ís- landi). Varðandi nálastungur þá er hluti af hugmyndafræði þeirra samþykktur, þ.e. er kemur að með- ferð við verkjum og ógleði, og heilbrigðisstarfsmönnum hefur staðið til boða að taka stutt námskeið í nálastungum sem gefur þeim leyfi til að nota þær í starfi sínu. Á sama tíma mega „óhefðbundnir“ meðferðaraðilar sem hafa lært hefðbundnar kínverskar meðferðir strangt til tekið ekki gera það því skýr krafa er um bakgrunn í heilbrigðisvísindum (Magnús Ólason, 1988; Morgunblaðið, 2000; Um- boðsmaður Alþingis, 2000, mál nr. 3133/2000; Þskj. 731-477/2005. Skýrsla heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi). Þó að hugmyndafræði hjúkrunar sé heildræn upp að vissu marki vinnur hún samt sem áður innan ríkjandi hugmyndafræði læknavísinda, sem getur veitt hjúkrunarfræðingum rými til að vinna með meðferðir sem aðrir geta síður notað og þannig haft áhrif á ríkjandi hugmyndafræði með þeirri óhefðbundnu. Skortur á stefnu og samstarfi Þó nokkrir hjúkrunarfræðinganna minntust á skort á opinberri stefnu varðandi notkun óhefðbund- inna meðferða og að þangað til að tekið væri á málunum myndi lítið breytast. Einn hjúkrunarfræð- inganna, Lára, gagnrýnir ástandið harðlega: Innan heilbrigðiskerfisins er ekki tekin afstaða og ekki búið að taka afstöðu og þetta er svona að læðast inn bakdyramegin, þeir sem hafa áhuga þeir koma, pota þessu inn en það er hvorki búið að segja já né nei með þessa hluti. Lára bætir við að „meðan að ekkert er tekið á þessu og enginn er að hugsa um þetta og enginn er að sinna þessum þætti að þá held ég að þetta sé bara svona einhvers staðar þarna á sveimi yfir og í kring.“ Sem sagt, á meðan það vantar skýra stefnu í þessum málum stunda hjúkrunarfræðingarnir sína vinnu og nota meðferðirnar á þann hátt sem þeir geta og vinna þannig að því að koma þeim inn í opinberu heilbrigðisþjónustuna. Svana vill meina að í lögum um heilbrigðisþjónustu sé í raun verið að lofa landsmönnum heild- rænni heilsuþjónustu en þar segir „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði í sam- ræmi við ákvæði laga þessara“ (Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007). Hún segir að andlegi og félagslegi þátturinn þurfi að fá meira vægi innan heilbrigðiskerfisins. Margir hjúkrunarfræðinganna bentu einnig á að það þurfi einhvers konar samstarf milli opinberu og óhefðbundnu heilbrigðisþjónustunnar. Sigrún lagði mikla áherslu á að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að vita af öllum úrræðum sem sjúklingar þeirra noti því „það er svo mikið af milliverkunum á milli lyfja og náttúrulyfja sem við vitum ekki um.“ Hún hefur áhyggjur af því að „það koma sjúklingar inn á krabbameinslækningadeildina með fullan poka af jurtum og hómópatalyfjum og öllu mögulegu og þetta er sett í hrærigraut.“ Svana minntist einnig á hættuna á milliverkun og tók fram að það „eru mjög mörg vítamín til dæmis sem geta aukið á virkni eða eyðilagt virkni krabbameinslyfja.“ Af slíkum ástæðum þarf að vera opið flæði upplýsinga og samræður á milli allra aðila, viðeigandi heilbrigðisstarfsmanns, sjúkl- ings og óhefðbundins meðferðaraðila, og notkun allra meðferða skráð í sjúkraskrá. Hjúkrunarfræðingarnir leggja áherslu á að það þurfi að takast á við aukna ásókn í óhefðbundna heilbrigðisþjónustu og setja skýra stefnu varðandi hvað má og hvað ekki því fólk noti úrræði beggja kerfa. Á sama tíma og það geti gagnast fólki að nota alls konar meðferðir verði að gera það skipulega svo notkun þeirra valdi ekki skaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.