Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 96

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 96
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 96 .. Tafla 9. Hversu mikið eða lítið samstarf er á milli skólaþjónustu og félagsþjónustu sveitar- félagsins? Svör – allir þátttakendur Fjöldi Hlutfall % 95% öryggisbil Mjög mikið 39 19,4 14,4–25,3 Frekar mikið 88 43,8 37,1–50,7 Frekar lítið 25 12,4 8,4–17,5 Mjög lítið 4 2,0 0,7–4,7 Veit ekki 36 17,9 13,1–23,6 Á ekki við 9 4,5 2,2–8,0 Alls svör 201 100 Svöruðu ekki 67 Þátttakendur alls 268 Svör eftir starfsvettvangi (p = .014) Fjöldi svara Mjög mikið Frekar mikið Frekar lítið Mjög lítið Veit ekki Á ekki við Grunnskólastjórar 70 10,0% 51,4% 15,7% 2,9% 15,7% 4,3% Leikskólastjórar 99 20,2% 36,4% 12,1% 2,0% 24,2% 5,1% Í forsvari fyrir skólaþj. 32 37,5% 50,0% 6,3% 0,0% 3,1% 3,1% Þegar spurt var nánar út í samstarf við félagsþjónustuna í opinni spurningu mátti sjá að samstarf við félagsþjónustuna er oft til komið vegna stjórnskipulags, það er að segja einhvers konar samrekstrar sveitarfélags á félags- og skólaþjónustu sem hafa jafnvel sama yfirmann, deila starfsaðstöðu eða að starfsfólk sinnir hlutverkum í báðum kerfunum. Þetta er þó víðast hvar mjög ógagnsætt á vefsíðum sveitarfélaganna sem kannaðar voru í skjalagreiningunni, erfitt að átta sig á starfssviði einstakra starfsmanna og starfslýsingar var ekki að finna á neinni þeirra. Svör svarendahópanna um inntak starfsins voru keimlík. Þau lýstu samráði, fundum og teymis- vinnu (s.s. starfi nemendaverndarráðs) um málefni einstakra nemenda. Þau hugtök sem mest voru áberandi í svörunum voru „(nemenda)vandi … erfiðleikar … málefni nemenda … greiningar/ greiningarteymi/greiningarúrræði … leita að úrræðum … ferlar og viðbrögð … sérkennsla … sál- fræðiþjónusta [og] … viðtöl“. Einungis fjögur svör af 126 lutu að einhverju sem tengja mætti við starfs- eða skólaþróun og enginn setti fyrirvara við þessa sterku klínísku áherslu. Mun færri svör (48 talsins að frátöldum „nei“ eða „veit ekki“) bárust við spurningu um hvað hindraði þetta samstarf en langflest þeirra vísuðu annað hvort til tímaskorts og manneklu eða þá einhvers konar ytra skipulag (s.s. skipurit sveitarfélags eða staðsetning þjónustunnar og starfsmanna hennar). Af svörum við opinni spurningu í spurningakönnuninni um samstarf skólaþjónustu og heilbrigð- isþjónustu að dæma er samstarf milli þessara kerfa mun fátíðara en samstarf við félagsþjónustu. Aftur voru svarendahóparnir þó marktækt ósammála. Fimmtungur grunnskólastjóra og rúmlega þriðjungur leikskólastjóra taldi samstarf við heilbrigðisþjónustuna mikið en helmingur forsvarsaðila skólaþjónustu taldi svo vera og um 30% svarendahópsins töldu sig annað hvort ekki vita þetta eða töldu spurninguna ekki eiga við (tafla 10).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.