Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 30

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 30
Mótun verðuga sjálfsins í menntaskólanum 30 .. atbeina og valdi til þess að taka þátt í merkingarsköpun samfélagsins (s.s. akademískan veruhátt), en þeirri tilfinningu er misskipt í upphafi framhaldsskólagöngunnar ef sá nemendahópur sem hér er í brennidepli er borinn saman við þann nemendahóp sem telst til millistéttar. Allt þetta ferli getur verið sársaukafullt og markast bæði af skömm og stolti. Sjálfsmyndin getur orðið nokkuð brota- og mótsagnakennd þar sem félagslegur hreyfanleiki skapar misgengi milli fyrri veruháttar og þess veruháttar sem er í mótun. Afleiðingarnar geta verið þær að einstaklingar upplifa sjálfið sem margbrotið og að hin ólíku brot raðist upp í nokkurs konar stigveldi; sumar hliðar sjálfsins þarf að draga fram en aðrar þarf að fela, sumar hliðar sjálfsins fá rými á einum stað en aðrar má tjá ann- ars staðar. Þar spilar inn í tilfinning um skömm sem er afleiðing þess að uppfylla ekki með fullnægjandi hætti þau viðmið sem einkennir millistétt hvítflibbanna, en einnig stolt yfir því að vera í óðaönn að koma sér fyrir meðal þeirra sem njóta frekar virðingar og velsældar í samfélaginu. Í raun má segja að hver vettvangur þröngvi sínum viðmiðum upp á hvern þann sem inn í hann stígur enda ná þeir bestum árangri sem best geta samsamað sig þessum sömu viðmiðum. Þau sem af einhverri ástæðu stíga inn á sviðið án þess að „hafa það sem til þarf“ þurfa ekki aðeins að læra reglurnar hratt og örugglega og reyna að virkja og auka við auðmagn sitt eins og hægt er, heldur þurfa þau einnig að losa sig við þá félagslegu, menningarlegu og/eða persónulegu eiginleika sem stinga í stúf við vettvanginn. Einstaklingar þurfa m.ö.o. að tileinka sér þann veruhátt sem samþykktur er innan vettvangsins og fjarlægja sig fyrri veruhætti. Á yfirborðinu virðast allir mæta jafnir til leiks. Allir komast nú inn í framhaldsskóla, sem lítur út fyrir að vera mikil breyting, en stigveldið nú er milli framhaldsskólanna en áður lágu stéttaskilin neðar í kerfinu, þ.e. aðeins þeir sem luku landsprófi höfðu aðgengi að mennta- skólunum. Munurinn var því aðallega milli þeirra sem fóru í framhaldsskóla og þeirra sem fóru ekki eða hurfu brott frá slíku námi. Það ríkti meiri sátt meðal þeirra sem völdu sér annað en akademíska leið. Þá var ekki búið að straumlínulaga hugmyndir um hið farsæla líf út frá lífsstíl hvítflibbans. Þessi rannsókn snertir nútímann sem byggir á þeirri hugmynd að stéttaruppruni skipti ekki máli og að við búum í blönduðu skólakerfi. Hins vegar er ýmislegt sem bendir til að við séum enn að kljást við skóla sem nokkuð aflokaða stéttavettvanga og að torvelt geti reynst fyrir nemendur með annan bak- grunn að stíga inn á þann vettvang og finna sér stað þar. Skörp aðgreining ýtir undir forréttindablindu efri stétta og möguleikar lægri stétta verða enn takmarkaðri. Í um hálfa öld hefur verið rætt um sífellt minnkandi áhuga á verknámi og sífellt meiri áhuga á bóknámi meðal ungmenna (Jón Torfi Jónasson, 1995; Kristjana Stella Blöndal og Jón Torfi Jónasson, 2003), en það hefur verið gert án þess að setja það í samhengi við stéttisma (e. classism) og aukna þörf einstaklinga í áhættusamari heimi að skapa sér sérstöðu og frama (e. career). Það er ósk höfunda að þessi grein hafi skýringargildi inn í umræðu um þessi mál. Þegar rætt er um kvíða hjá ungu fólki gleymist hversu mikil tilfinningavinna felst í því að umbreytast og skapa sér að- gengi inn í annars konar stétt en foreldrar og nærsamfélag æskunnar einkenndist af. Þegar hagsmunirnir eru jafnvel orðnir ennþá meiri en áður að rata menntaveginn, þ.e. að auðnast þokkalegt sæti í þekk- ingarhagkerfinu, ýkjast þessar tilfinningar enn frekar. Það er jafnframt umhugsunarefni að mennta- kerfið eigi þátt í að skapa neikvæðar tilfinningar og skömm ungs fólks gagnvart sínu fyrra hlutskipti. Námið er ekki síður félagslegt en um þetta er sjaldan rætt í skólakerfinu. Mótun sjálfsmyndar á sér ekki síst stað á þessum árum og beint og óbeint eru gildi og lífshættir bókaormsins og hvítflibbans gerð að viðmiði um virðingarvert og farsælt líf. Aftanmálsgreinar i Hugtakið menntaskóli vísar í titli til þeirra bóknámsskóla sem upphaflega höfðu það hlutverk að mennta „æðri“ stéttir, en hér er þó einnig fjallað um yngri stofnanir sem hafa náð sams konar stöðu í nútímanum. ii Bændur eru t.d. bláflibbar sem eru með sjálfstæðan atvinnurekstur og mannaforráð. iii Margir bláflibbar hafa mun hærri og stöðugri tekjur en t.d. margar af hámenntuðu kvennamillistéttunum. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að ákvarða stéttarstöðu einnig með hliðsjón af ríkjandi hugmyndum um karlmennsku og kvenleika þar sem svokallaðar kvennastéttir sitja ávallt skör lægra bæði táknrænt og efnahagslega (Bourdieu, 2001).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.