Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 66

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 66
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 66 .. að segja hvenær og hvar þeir vinna (Correll o.fl., 2014). Fjarvinna getur þó einnig ýtt undir hefðbundna verkaskiptingu umönnunar og heimilisstarfa. Ef faðirinn gegnir starfi utan heimilis og móðirin vinnur fjarvinnu heima eru mæður líklegri til að sinna heimilisstörfum og umönnun í meira mæli en feður gera í sömu sporum. Mæður hafa einnig meiri tilhneigingu til að nýta þann tíma sem sparast við fjarvinnu í að hugsa um heimilið en feður, sem nýta tíma sem sparast frekar í aukna vinnu eða í eigin frítíma. Þá er vinnutími mæðra í fjarvinnu oftar rofinn af heimilisverkum og umönnun en hjá feðrum í fjarvinnu, sem eykur streitu og ójafnvægi milli vinnu og einkalífs meira hjá mæðrum en feðrum (Lyttelton o.fl., 2020). Líkt og á Íslandi, varð mikill vöxtur í fjarvinnu í Bandaríkjunum vegna COVID-19. Rannsókn á kynbundinni verkaskiptingu foreldra þar, fyrir og á meðan farsóttin stóð yfir, sýnir að það hvort foreldrar unnu heima eða á vinnustaðnum í farsóttinni hefur áhrif á hvernig þeir skipta með sér umönnun barna og heimilisstörfum en með ólíkum hætti. Mæður og feður sem unnu bæði alfarið heima vörðu meiri tíma í heimilisstörf en foreldrar sem unnu á vinnustaðnum eða að hluta til heima. Í fyrri hópnum, sem vann alfarið heima, var skipting heimilisstarfa ójafnari milli feðra og mæðra en meðal foreldra sem unnu að hluta til á vinnustaðnum. Á hinn bóginn kom í ljós að umönnun barna var jafnari meðal fjarvinnufólks en hópsins sem vann að hluta til á vinnustaðnum. Samkvæmt niður- stöðunum verja feður í fjarvinnu þannig meiri tíma í umönnun barna borið saman við feður sem vinna á vinnustað, en fjarvinnufeðurnir verja ekki meiri tíma í heimilisstörf en feður sem ekki vinna fjarvinnu (Lyttelton o.fl., 2020). Niðurstöður annarrar könnunar, sem framkvæmd var í Bandaríkjunum í apríl 2020 meðal tæp- lega 500 sambúandi foreldra og ríflega 150 einstæðra foreldra, sýndi að lokun skóla og dagvistunar í farsóttinni jók álag á starfandi foreldra. Niðurstöður sýndu einnig að þetta viðbótarálag var kyn- bundið, líkt og umönnun og heimilisstörf almennt. Þannig sögðust ríflega sex af hverjum tíu starf- andi mæðrum og fimm af tíu starfandi feðrum hafa aukið tíma við heimilisstörf eftir að farsóttin skall á. Tæplega helmingur mæðra en ríflega þriðjungur feðra sagðist hafa varið meiri tíma í um- önnun eftir að farsóttin skall á (Dunatchik o.fl., 2021). Þá kom einnig fram að breyting á heimilisstörfum og umönnun var ólík eftir því hvort foreldrar unnu alfarið fjarvinnu eða unnu á vinnustaðnum. Þar sem báðir foreldrar unnu á vinnustaðnum var auknu umönnunarálagi og heimilisstörfum svarað með jafnara framlagi beggja foreldra. Á heimilum þar sem báðir foreldrar unnu fjarvinnu báru mæður stærri hluta aukins álags vegna farsóttarinnar. Þegar mæður unnu fjarvinnu en faðirinn ekki voru þær mun líklegri til að hafa aukið vinnu við heim- ilishald en mæður þar sem báðir foreldrar unnu fjarvinnu. Þegar feður unnu fjarvinnu en móðirin vann á vinnustaðnum lögðu feður minna til heimilisstarfa og umönnunar borið saman við heimili þar sem mæður unnu fjarvinnu en faðirinn vann á vinnustaðnum (Dunatchik o.fl., 2021). Niðurstöður ofangreindra rannsókna eru því ekki einhlítar. Annars vegar má sjá vísbendingar um að fjarvinna ýti undir kynbundna verkaskiptingu, þ.e. að mæður axli stærri hluta byrðanna sem farsóttin veldur í takt við þá verkaskiptingu sem var fyrir hana. Hins vegar má finna rannsóknir sem sýna hið gagnstæða; að í hópi fjarvinnufólks taki feður á sig aukinn hluta þeirra byrða sem farsóttin skapaði, einkum hvað varðar umönnun barna. Raunar virðast rannsóknarniðurstöður frekar sýna að afleiðingar faraldursins hafi verið þær að feður hafi aukið þátttöku sína í umönnun barna sinna en hitt (Barker o.fl., 2021; Del Boca o.fl., 2020; Herzberg-Druker o.fl., 2020; Mangiavacchi o.fl., 2020; Shafer o.fl., 2020; Zamberlan o.fl., 2021). Þetta gæti þýtt að faraldurinn dragi úr kynbundnum mun á umönnun og heimilisstörfum og að hugsanlega muni feður sem auka þátttöku sína í heimilisstörfum og barnaumönnun ekki draga aftur úr framlagi sínu eftir að farsóttinni lýkur (Farré og González, 2019; Patnaik, 2019; Tamm, 2019). Ísland Ísland er áhugavert í þessu sambandi af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi kom aldrei til útgöngubanns eða allsherjar lokunar skóla og eru Ísland og Svíþjóð einu Evrópulöndin sem aldrei lokuðu skólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.