Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 29

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 29
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 29 .. Því ég er alls ekki að fara að hætta í Reynó. Mig langar að klára skólann og líka bara ég er mjög hrædd um að ef ég myndi hætta í skólanum og koma heim þá myndi fólk halda eitthvað hræðilegt um mig. Að ég væri algjör aumingi eða eitt- hvað. Það hefur líka verið gott spark, bara hvað öðrum finnst...Já en líka ég er líka mjög hrædd við heima sko að ef ég kem heim sko eins og í fríum og svona... þá er fólk að spyrja mig hvernig skólinn er.... allt er auðvitað frábært og svona segi ég. En ég er mjög hrædd um að segja að þetta sé erfitt eða krefjandi því þá fæ ég bara að heyra: „það er bara þitt val að þú hafir farið þangað, og þú getur bara ekkert kvartað ef þú nýtir þér ekki skólann sem er hér“. En þau skilja ekki... sérstaklega foreldrarnir, þau skilja þetta ekki og þau vilja ekki að börnin þeirra fari og þau vilja ekki breytingar held ég bara. Halda í eitthvað sem hefur alltaf verið og þau þekkja bara sko... (Ragný, Reynisskóli). Oft einkennist umbreyting veruháttar af mótsagnakenndri blöndu af stolti, skömm og ótta við að hafa ekki það sem til þarf, líkt og sést á orðum Ragnýjar hér að ofan. Bourdieu (1993) taldi að slíkar tilfinningar væru óumflýjanlegar þegar um er ræða tilraun til þess að ferðast upp í stigveldi samfélagsins. Þannig geti einstaklingurinn upplifað velgengni sína sem svik við upprunavettvang og tilheyrandi tengslanet en jafnframt ollið sjálfum sér og öðrum vonbrigðum ef ekki gengur sem skyldi að samsama sig nýjum vettvangi og færa sig upp í stigveldinu. Þannig er þetta ferli oftar en ekki uppfullt af mótsagnakenndum tilfinningum, sífelld togsteita nálgunar og hliðrunar, í tilraun til þess að finna sinn stað í hinum félagslega veruleika. Hér er um að ræða það sem Bourdieu kallaði klofinn veruhátt (fr. habitus clivé) (Bourdieu, 2004). Angistin er augljós í orðum Ragnýjar og eru slíkar tilfinningar einkennandi þegar fólk er í miðjum klíðum við að hífa sig upp um stétt. Nemendur hafa sig undir sífelldu eftirliti og ögun, í því augnamiði að fela hluta af sjálfinu og „leika“ hlutverk sem viðeigandi er á því leiksviði sem framhaldsskólinn er (Grandey og Gabriel, 2015). Hér er um sjálfsvinnu að ræða sem nemendur með millistéttarbakgrunn eru líklegri til að hafa þjálfað með sér í gegnum leiðandi uppeldisaðferðir (Blondal og Adalbjarnardottir, 2014). Hins vegar er það svo að ekki eru allir tilbúnir til að gangast undir þá ögun sem felst í því að laga sig að nýjum og kröfu- hörðum vettvangi. Sumir nemendur hafa borið sig saman við ríkjandi veruhátt í skólanum og komist að því að þeir passa þar illa inn og skipta um skóla eða hverfa frá námi. Samantekt og lokaorð Í greininni er skoðað hvernig val nemenda á rótgrónum „hátt skrifuðum“ menntaskóla á sinn þátt í að endurmóta veruhátt nemenda sem eiga sér bláflibbabakgrunn. Gefin hefur verið innsýn í athafnaáætl- anir og tilfinningaleg átök sem þau hafa átt við rótgróna menntaskólavettvanginn og sinn eigin upp- runavettvang. Af orðum nemendanna má sjá að þau gera sér far um að taka upp gildi og viðmið sem tíðkast á skólavettvangnum og verða á sama tíma mjög gagnrýnin á lífsmáta og hugmyndir á upprunavettvangi. Hjá einhverjum þeirra birtist þetta sem fremur örvæntingarfull endursköpun sjálfsmyndar þar sem þau hafa sig undir sífelldu eftirliti, sníða af sér þá vankanta sem þykja ekki virðingarverðir og gera sér þannig far um að tileinka sér veruhátt sem fellur vel að þeim vettvangi sem framhaldsskólinn er. Önnur hafa fundið hjá sér þörf til þess að endurskilgreina félagstengsl sín og finna sér nýja fjölskyldu á nýjum vettvangi, fjölskyldu sem styður betur við/endurspeglar betur þeirra verðandi sjálf. Ein af þátttakend- unum gerir sér far um að fjarlægja sig frá „hinum óæskilegu“ en til þess hóps teljast til að mynda þeir sem ganga í fjölbrautaskólann á svæðinu, skóla sem m.a. menntar verknámsnemendur sem stefna á líf og lífsmáta bláflibbastéttarinnar, sem og meðlimir eigin fjölskyldu sem hefur ekki tekist að skapa sér ásættanlegt fjölskyldulíf samkvæmt viðmiðum millistéttarinnar. Þannig felur umbreyting veruháttarins í sér tileinkun orðræðu millistéttarinnar sem miðar að því að innlima ákveðna gerð af fólki og útiloka aðra. Hjá flestum þátttakendum felur nýi veruhátturinn í sér áður óþekkta tilfinningu þess að búa yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.