Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 43

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 43
Margrét Einarsdóttir, Kolbeinn Hólmar Stefánsson og Kristín Heba Gísladóttir 43 .. skortur komi í veg fyrir að viðkomandi geti veitt sér efnislega þætti sem hafa verndandi áhrif á heilsu, þar með talið lyf og lækniskostnað (Butterworth o.fl., 2012; Frankham o.fl., 2020; Kiely o.fl., 2015). Félagssálfræðileg skýring gerir á hinn bóginn ráð fyrir að það að vera lágt settur félagslega valdi andlegu álagi sem aftur leiði til geðraskana (Butterworth o.fl., 2012; Frankham o.fl., 2020). Rannsóknir sem hafa skoðað verndandi áhrif góðs sjálfsálits og þeirrar kenndar að hafa vald á eigin lífi á geðheilsu styðja við þá skýringu. Þær gefa vísbendingar um að fjárhagsþrengingar hafi skaðleg áhrif á sjálfsálit og dragi úr þeirri tilfinningu að hafa vald á eigin lífi sem aftur leiði til meiri hættu á geðrænum erfiðleikum (Frankham o.fl., 2020). Á hinn bóginn hefur verið bent á að fólki sem er við slæma geðheilsu sé hættara við atvinnuleysi og að verða öryrkjar en þeim sem eru við betri heilsu. Atvinnuleysi og örorku fylgja síðan oft lágar tekjur og hætta á fjárhagsþrengingum (Blázquez o.fl., 2014; Frankham o.fl., 2020). Kiely o.fl. (2015) draga þær ályktanir af rannsókn sinni meðal fullorðinna Ástrala að fjárhags- þrengingar séu undanfari geðraskana þegar til skamms tíma er litið og því sé þörf á efnahagslegum og pólitískum aðgerðum sem koma í veg fyrir fjárhagsþrengingar. Þau vara þó við því að einblínt sé á aðgerðir í formi matargjafa og fátæktarhjálpar þar sem slíkar aðgerðir geti leitt til félagslegar stimplunar og útilokunar. McCarthy, Carter, Jansson, Benoit og Finnigan (2018) taka í svipaðan streng þegar þau álykta að niðurstöður þeirra um tengsl fjárhagsþrenginga og geðrænnar vanlíð- anar meðal láglaunafólks í Bandaríkjunum kalli á skattatilfærslur til handa þeim efnaminni, trygg- ingu lágmarkslauna og sanngjarnar atvinnuleysis- og örorkubætur. Niðurstöðurnar um að efnislegur skortur sé öflugasti áhættuþáttur þunglyndiseinkenna íslensks launafólks á tímum kórónuveirunnar kalla á sambærilegar aðgerðir til að draga úr líkum á að sóttvarnaraðgerðir vegna faraldursins og efnahagssamdrátturinn sem þeim hefur fylgt muni til lengri tíma verða að geðlýðheilsuvandamáli. Meira gæti þó þurft til. Í Noregi hafa verið gerðar tilraunir með að skima fyrir fjárhagsþrengingum meðal þeirra sem leita á heilsugæslustöðvar og auka samstarf á milli heilsugæslunnar og félags- þjónustunnar (Ose o.fl., 2020). Sambærilegar aðgerðir hérlendis gætu meðal annars hjálpað þeim hópi sem hefur lent í, eða er við það að lenda í, fjárhagsþrengingum í tengslum við geðraskanir. Rannsóknin hefur ákveðnar takmarkanir. Hún er þversniðsrannsókn sem einungis mældi stöðuna á þunglyndiseinkennum á einum tímapunkti. Niðurstöður rannsóknarinnar segja því ekki til um or- sakasamhengið á milli þunglyndiseinkenna og þeirra áhættuþátta sem skoðaðir voru (Field, 2009). Það takmarkar einnig rannsóknina að ákveðnu marki að um þýðisrannsókn var að ræða. Sé svarhlut- fall ekki þeim mun hærra kalla þýðisrannsóknir á að gögn séu vigtuð eftir svarhlutfalli meðal hópa sem þekkt er að gætu skekkt niðurstöður, til dæmis eftir aldurshópum og kyni (Groves o.fl., 2011). Svarhlutfall í rannsókninni var lágt, eða 7%. Upplýsingar skorti hins vegar um hlutfall í öðrum hópum en starfsflokkum í þýðinu sjálfu. Gögnin voru því einungis vigtuð eftir svarhlutfalli í starfs- flokkunum. Það gæti hafa skekkt niðurstöður en þó er erfitt að segja til um á hvaða hátt. Þær ályktanir eru dregnar af rannsókninni að verulegan félags- og efnahagslegan ójöfnuð sé að finna í þunglyndiseinkennum íslensks launafólks á tímum COVID-19 á Íslandi og að efnislegur skortur sé sá þáttur sem vegi þyngst í þeirri áhættu. Niðurstöðurnar benda til þess að aðgerðir stjórn- valda til að tryggja afkomu og lífkjör fólks í COVID-kreppunni hafi gengið of skammt. Það að skortur á efnislegum gæðum sé það atriði sem hafi mest áhrif á heilsu fólks dregur fram að aðrir hópar báru þyngstu byrðarnar af COVID-kreppunni en af hruninu. Millitekju- og hátekjufólk varð ekki síður fyrir skakkaföllum í hruninu en lágtekjufólk. Í COVID-kreppunni bar lágtekjufólk og fólk í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði á hinn bóginn auknar byrðar af kreppunni umfram þau sem voru betur sett. Lágar tekjur til lengri tíma spá betur fyrir um skort en tekjur á tilteknum tímapunkti. Það þýðir að það er ekki nóg að huga að lífskjörum hinna verst settu þegar kreppa er brostin á heldur verður að tryggja fólki þannig lífskjör almennt að það búi hvorki við fjárhagsþrengingar né líði efnislegan skort.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.