Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 99

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 99
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 99 .. Niðurstöðurnar benda til þess að hvorki stefna sveitarfélaga né reglugerðin um skólaþjónustu móti í raun og veru starfshætti skólaþjónustunnar heldur menntun, reynsla og sýn starfsfólks hennar. Þessu til stuðnings má nefna dæmi sem fram kom í viðtalsrannsókninni um að starfshættir mis- munandi starfsstöðva innan sama sveitarfélags hefðu þróast í ólíkar áttir í samræmi við þetta. Ráðgjöf og eftirfylgd Gögnin sýna nokkuð afdráttarlaust mismunandi skilning á eðli og tilgangi ráðgjafar, ekki síst þegar talað er um kennslufræðilega ráðgjöf. Flestir virðast tengja hana við fræðslufundi og ráðgjöf við einstaka kennara og kennarahópa og stuðning við ýmis viðfangsefni í daglegu starfi. Þar má nefna bekkjarstjórnun og snemmtæka íhlutun sem ætlað er að vera fyrirbyggjandi og draga úr þörf fyrir greiningar og íhlutun sérfræðinga utan skólans í málefni nemenda. Þrátt fyrir þennan skilning og ummæli margra viðmælenda í viðtalsrannsókninni um að ráðgjöf af þessu tagi hafi verið efld virðist ekki draga úr eftirspurn frá foreldrum og kennurum eftir greiningum. Af stöðugum fréttum af bið- listum og langri bið barna eftir greiningum (Anna Lilja Þórisdóttir, 2021; Hildur Margrét Jóhanns- dóttir, 2020) er heldur ekki hægt að draga aðra ályktun en að eftirspurn eftir greiningum fari frekar vaxandi en hitt og sé komin langt fram úr afkastagetu þeirra stofnana sem eiga að sinna þeim. Hvað sem líður fyrirbyggjandi ráðgjöf og eflingu hennar er ljóst að áfram verður þörf fyrir ráð- gjöf í málefnum einstakra nemenda hvort sem formleg greining kemur þar við sögu eða ekki. Hins vegar er óljóst að hvaða marki þátttakendur í rannsókninni setja kennslufræðilega ráðgjöf í sam- band við þetta og margt er á huldu um skilvirkni þess ferlis sem tekur við að loknum greiningum. Ýmislegt bendir til þess að ferlið sé víða brotakennt, að hugmyndir um hlutverk og ábyrgð aðila í því séu ekki skýrar og að ferlinu svipi til lýsingar Gutkin og Curtis (2009, bls. 592) á því sem þeir kalla „þverstæðu skólasálfræðinnar“ (e. paradox of school psychology). Þá gætir tilhneigingar til að líta svo á að þegar sá sem annast greiningu skilar niðurstöðum hennar með tillögum um áfram- hald, sé viðkomandi þar með kominn í hlutverk sérfræðings. Þetta sjónarmið er byggt á því að slíkur sérfræðingur hafi öll ráð í hendi sér og beri þannig ábyrgð á því að þau dugi í stað þess að nálgast íhlutunina sem kennslumiðaða ráðgjöf (Gutkin og Curtis, 2009; Larney, 2003) sem gagnast bæði nemendum og kennurum betur. Hér þarf þó að halda því til haga að sjónarhorn á ráðgjöf er mismunandi innan leikskóla og grunn- skóla og að í leikskólum sé einhverra hluta vegna frjórri jarðvegur fyrir gagnvirkni og sameiginlega lausnaleit milli ráðgjafa og kennara, dýpri skilningur á sameiginlegri ábyrgð þeirra og nálægð ráð- gjafa við starfsvettvang kennaranna meiri. Engu að síður virðist vera þörf fyrir að skilgreina betur bæði ráðgjafarhugtakið sjálft og ekki síður ráðgjafarhlutverk sálfræðinga og annarra sem vinna með skólum að málefnum einstakra nemenda. Samstarf þjónustukerfa Í tilviksrannsókninni lýstu viðmælendur bæði vilja og viðleitni til aukins samstarfs skólaþjónustu við önnur þjónustusvið. Í tveimur tilvikanna var þessi viðleitni þó lengra komin en annars staðar en að því frátöldu ber gögnum úr viðtalsrannsókninni og spurningakönnuninni saman um að sam- starfið nái mun síður til heilbrigðisþjónustunnar en félagsþjónustunnar. Að forminu til snýst sam- starf skólaþjónustu og félagsþjónustu oftast um sameiginlegan rekstur, samnýtingu húsnæðis og að þjónustusviðin deili starfsmönnum að einhverju leyti eða hafi jafnvel sameiginlegan yfirmann. Svör um inntak samstarfsins í spurningakönnun lýsa samráði, fundum og teymisvinnu um málefni einstakra nemenda sem þungamiðju þess. Þannig virðist klínískt sjónarhorn á „vanda“ og „erfið- leika“ nemenda meira áberandi en samhæfð lausnaleit sérfræðinga innan skóla og þjónustukerfa utan hans (Skoglund, 2014). Við innleiðingu nýrra laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/2021) mun samstarf þjónustukerfa verða þróað áfram. Í þeirri þróun er mikilvægt að skólaþjónustu sveitarfélaga verði markað skýrt hlutverk og teymisvinna innan skólanna verði efld (Rúnar Sigþórsson o.fl. 2022).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.