Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 21

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 21
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 21 .. að jöfnuði og að því að allir séu undirbúnir til að vera þátttakendur í mótun og viðhaldi öflugs sam- félags er áherslan lögð á „möguleika allra til þess að verða hluti af framafólkinu í hvítflibbastétt“ þar sem verðleikar eru fyrst og fremst skilgreindir út frá störfum í þekkingarhagkerfinu og möguleikum á framgangi. Því er í greininni hugtakið millistétt vísun til þess. Með auknu aðgengi að námi og ákveðinni mettun í aðgengi að hvítflibbastörfum í millistétt hafa áhyggjur foreldra aukist af framtíð barna sinna (Reay o.fl., 2011; Vincent, 2017). Það er erfiðara en áður að njóta virðingar og velmegunar í verka-, umönnunar- og þjónustustörfum sem ekki krefjast mikillar menntunar (Auðardóttir og Magnúsdóttir, 2020; Berglind Rós Magnúsdóttir og Helga Haf- dís Gísladóttir, 2017). Eins hefur atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra aukist og með stækkandi hópi háskólamenntaðra hefur samkeppnin aukist um þau millistéttarstörf sem bjóðast. Meira bil hefur myndast milli háskólamenntaðra og annarra en áður og ekki síður milli menntaðra og „vel menntaðra“ (P. Brown o.fl., 2013; Power og Whitty, 2006; Vincent, 2017). Mat á menntun og góðri menntun felst þá ekki síst í skólavalinu, þ.e. að hafa gengið í hátt skrifaða skóla. Rétt er að árétta að stéttaskipting er í grunninn flokkun á fólki eftir virði í víðum skilningi orðsins. Það sem samfélagið skilgreinir sem velgengni virðist þannig ávallt utan seilingar fyrir þá sem ekki búa yfir nauðsynlegum björgum (e. resources). Einstaklingnum er neitað um virðingu af hálfu sam- ferðamanna og verundin einkennist jafnvel af mistakakennd og viðvarandi hættu á auðmýkingu (Reay, 2005). Ljóst er að slíkar tilfinningar hafa áhrif á upplifun einstaklinga af eigin atbeina (e. agency) en atbeina má skilgreina sem getuna til þess að „vilja, áforma og athafna sig á skapandi hátt“ (Ortner, 2006, 136). Það veldur einnig innri átökum að sjá og skilja það óréttlæti sem felst í kerfislægri mismunun á sama tíma og hin alltumlykjandi orðræða um einstaklingsábyrgð, þ.e. að hver sé sinnar gæfusmiður, smýgur óhjákvæmilega inn í sjálfsveruna og getur kynnt undir skömm og öðrum neikvæðum tilfinningum. Skeggs (1997) telur að stéttaraðgreining snúist að miklu leyti um að skilgreina lífsmáta bláflibba og lægri stétta (eins og hann er skapaður í gegnum staðalmyndir) sem sjúklegt ástand (e. pathologization) eða skammarlegt frávik frá því sem telst „eðlilegt og gott“. Það ætti því ekki að koma á óvart að ungmenni í dag finni fyrir þrýstingi til þess að klifra upp í stig- veldi samfélagsins og/eða staðsetja sig kyrfilega í millistétt. Félagslegri uppsveiflu fylgir, samkvæmt Baxter og Britton (2001), persónuleg umbreyting þar sem sjálfsmyndin er þróuð í andstöðu við upp- runavettvang og litið er á tiltekna þætti veruháttarins sem hindrun að aukinni virðingu og völdum. Félagslegur hreyfanleiki felur ekki aðeins í sér breytta sjálfsmynd heldur einnig umbreytingu félags- tengsla (Mallman, 2017). Aðferðafræði Rannsóknin er eigindleg tilviksrannsókn um framhaldsskólaval og byggir á margs konar gögnum, en tilviksrannsóknir eru vel til þess fallnar að rannsaka þá ólíku þætti sem móta samfélagsform- gerðina (Bourdieu, 1993). Gögnin sem undirbyggja þennan hluta rannsóknarinnar eru djúpviðtöl við stúdentsefni úr hátt skrifuðum menntaskólum. Til að velja þátttökuskólana voru nýtt lýsandi tölfræðigögn um höfnunarhlutfall skóla og meðaleinkunnir nemenda úr grunnskóla. Annars vegar voru valdir fimm skólar með hátt höfnunarhlutfall og hins vegar fimm skólar með lágt höfnunarhlut- fall hvaðanæva af landinu. Fjórir til fimm nemendur úr hverjum þessara framhaldsskóla voru svo valdir af handahófi úr efsta árangursfjórðungi síns árgangs miðað við einkunnir við inntöku. Um er að ræða nemendur sem miðað við reglur um inntöku teljast góðir nemendur í samanburði við aðra nemendur skólans. Gögnin sem notuð eru í þessari grein einskorðast við þessa fimm skóla með hátt höfnunarhlutfall og þá 24 nemendur sem teknir voru í viðtal. Almennt var reynt að tryggja eðlilega kynjaskiptingu í úrtakinu og tókst það nokkurn veginn en stelpur eru örlítið fleiri, sem er í samræmi við kynjahlutföll í framhaldsskólum. Viðtalsramminn var þróaður út frá hugtakalíkani Bourdieu og leitast við að fanga veruhátt hvers einstaklings á sem dýpstan máta. Djúpviðtalið byggir á a) skólasögu nemanda, búsetu og uppeldisað- stæðum, b) lífsstíl og leiðum að skólavali, c) viðbrögðum fjölskyldu og vina gagnvart skólavali, d)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.