Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 19

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 19
Berglind Rós Magnúsdóttir og Unnur Edda Garðarsdóttir 19 .. fyrra samhengi sínu; vera fyrst og fremst skuldbundinn sjálfum sér (Beck o.fl., 1994). Þannig snýst ríkjandi sjálfsvera í nútímanum um óháða sjálfstjáningu (e. expressive independence) andstætt sjálfi sem mótast fyrst og fremst út frá þeim félagstengslum sem það á hlutdeild í (e. interdependence) en slíkur veruháttur er frekar einkennandi fyrir þá sem tilheyra bláflibbum og/eða búa í fámenni. Hjá þeim er veruleikinn oftar en ekki ótryggari og félagsnetið ein mikilvægasta auðlindin (Stephens o.fl., 2014). Það að vera skuldbundinn sjálfum sér felur í sér viðvarandi sjálfsskoðun og áherslu á sjálfsávöxtun sem miðar að því að efla samkeppnisstöðu á markaðstorgi hins félagslega veru- leika. Veruhátturinn er þannig markmiðadrifinn og að miklu leyti bundinn framtíðinni (Dilts, 2011). Hins vegar hafa ekki allir jöfn tækifæri til að skapa sjálfa sig sem „verðmæta félagslega gerendur“ (Skeggs, 2004). Fræðimenn hafa fjallað um þessa nýju sjálfsveru sem millistéttarsjálf sem skír- skotar fyrst og fremst beint til hvítflibba enda er það yfirleitt á valdi þeirra að skilgreina ákjósanlega lífshætti og viðhorf. Eitt af grunnstefjum greinarinnar er að varpa ljósi á hvernig hinar efnahagslegu og félagslegu aðstæður móta, skilyrða og hefta möguleika fólks til sjálfssköpunar, jafnvel þegar það velur „rétt“ í skilningi markaðarins. Nú á tímum þarf þorri ungmenna að koma sér upp skýrum athafnaáætlunum (e. strategies) til þess að koma ár sinni vel fyrir borð hvað varðar félagslega stöðu, fjárhagslega afkomu og almenn lífsgæði. Framhaldsskólinn er mikilvægur viðkomustaður á þeirri vegferð og nauðsynlegt þykir því að velja skólann vel. Því kemur ekki á óvart að fyrstu skrefin í framhaldsskólanum geti valdið tilfinningalegu umróti. Kröfurnar eru miklar og nemendur misjafnlega í stakk búnir að mæta þeim. Framhaldsskólagangan hefur misjöfn áhrif á sjálfsmynd og tilfinningar ungmenna, og mótast það ekki síst af stéttarstöðu og magni þess auðmagns sem þau hafa yfir að ráða. Eins og Archer (2010) bendir á sköpum við okkur sjálf en í kringumstæðum sem við völdum ekki. Það á sérstaklega við um ungt fólk sem býr enn heima eða hefur nýlega flust brott úr foreldrahúsum. Keppt er um ólíkar gerðir auðmagns á ólíkum vettvöngum hins félagslega veruleika en vettvang- ur (e. field) er eitt af lykilhugtökum kenningaramma Bourdieu, ásamt auði (e. capital) og veruhætti (e. habitus). Dæmi um ólíka vettvanga samfélagsins eru framhaldsskólar, háskólar, starfsgreinar og stjórnmál. Vettvang má skilgreina sem afmarkað félagslegt rými þar sem ákveðnar leikreglur gilda. Allir meðlimir þurfa að vera sammála um markmið þess leiks er einkennir rýmið og virði þeirra gæða sem sóst er eftir. Hver vettvangur er sérhæfður. Hann lýtur eigin lögmálum, hefur eigið tungumál og eigin hagsmuni. Þannig er hann afmarkaður af táknrænum mærum sem innlima þá sem „kunna leikinn“ og búa yfir þeim gæðum sem gera þátttöku mögulega og útiloka að sama skapi þá sem ekki þekkja reglurnar eða skortir viðeigandi auðmagn (Bourdieu, 1993). Auðmagn getur verið af ólíkum toga; ekki er aðeins um fjárhagslegan auð að ræða heldur einnig menningarlegan, tákn- rænan, pólitískan o.s.frv. Dæmi um menningarauð er talsmáti og orðnotkun sem jafnframt getur verið mjög afgerandi stéttvísir. Þá má geta þess að ólíkir vettvangar samfélagsins raðast upp í stig- veldi og að þátttaka á einum vettvangi getur greitt fyrir aðgengi að öðrum. Þó veruháttur sé nokkuð kyrrstæður fullyrðir Bourdieu að umbreyting veruháttar sé möguleg enda sé einstaklingurinn ekki fullkomlega ofurseldur formgerðinni. Iðkun (e. practice) miðlar þarna á milli og þannig er veruhátturinn í viðvarandi skapandi samspili við vettvanginn. Við ákveðnar að- stæður, segir Bourdieu, er hægt að beita sjálfsrýni á tilhneigingar (e. dispositions) sínar og þannig getur veruhátturinn orðið að meðvituðu, persónulegu verkefni (Bourdieu, 2000). Slíkt gerist einmitt helst fyrir tilstilli einhvers konar truflunar á veruhættinum, til að mynda ef misgengi verður á milli veruháttar og þess vettvangs sem einstaklingurinn stígur inn á. Slíkt ástand kölluðu Bourdieu og Passeron (1977) hystereisis. Við það skapast ákveðin „krísa“ á vettvangi sjálfsmyndarinnar þar sem einstaklingurinn fer að bera sig saman við þá sem ráða lögum og lofum á vettvangi og áttar sig á því að hann stenst ekki samanburð. Hann mun alltaf lúta í lægra haldi ef fram heldur sem horfir. Þá tekur við ferli þar sem einstaklingurinn reynir að móta sig til samræmis við þann veruhátt sem samþykkt- ur er innan vettvangs (Bourdieu, 1977) og verður það ferli fyrirferðarmikill hluti af sjálfsmyndar- sköpun (e. identity formation) einstaklingsins. Slík breyting á sér stað við félagslega uppsveiflu (e.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.