Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 67

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 67
Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Bjarnason 67 .. og leikskólum alfarið (Blum og Dobrotić, 2021). Frá 16. mars 2020 giltu þó ákveðnar fjöldatak- markanir. Leikskólar máttu vera opnir eins og venjulega sem og grunnskólar nema hvað þar giltu þær takmarkanir að ekki máttu vera fleiri en 20 nemendur í hverri stofu og séð yrði til þess að stórir hópar hittust ekki t.d. í matsal eða á leiksvæði (Guðný Björk Eydal og Ingólfur V. Gíslason, 2021). Það raskaði starfi skólanna að einhverju leyti. Áhrif faraldursins á umönnunarábyrgð foreldra voru því væntanlega minni en í þeim þjóðfélögum þar sem leik- og grunnskólum var lokað. Í öðru lagi teljast Íslendingar vera mjög framarlega meðal þjóða veraldar þegar kemur að kynja- jafnrétti og hafa vermt fyrsta sæti í alþjóðasamanburði World Economic Forum frá 2009. Könnunin International Social Survey (ISSP) árið 2012 sýndi afar lítinn stuðning við kynbundna verkaskipt- ingu og 84% svarenda hérlendis voru ósammála þeirri fullyrðingu að hlutverk karla væri að sinna launavinnu en hlutverk kvenna að sinna heimilinu (Kolbeinn Stefánsson o.fl., 2020). Stuðningur við jafna skiptingu fæðingarorlofs milli mæðra og feðra er einna mestur hér á landi, ásamt Norðurlöndunum, Þýskalandi og Frakklandi, af 30 löndum sem mæld voru í ISSP árið 2012 (Adema o.fl., 2017). Fleiri athuganir benda til þess að stuðningur við kynbundna verkaskiptingu sé ekki útbreiddur á Íslandi frekar en í öðrum norrænum löndum (Þorgerður Þorvaldsdóttir, 2011). Þetta ætti að þýða að líklegt sé að innan íslenskra fjölskyldna sé það samningsatriði, frekar en fyrir fram gefið, hvort foreldra eigi að vera heima ef þörf er á slíku vegna barns eða barna, svo sem þegar röskun verður á starfi leik- eða grunnskóla. Í þriðja lagi, og þessu tengt, þá er atvinnuþátttaka íslenskra kvenna mjög mikil. Árið 2019 var 91% karla á aldrinum 25–64 ára á vinnumarkaði og 83% kvenna (Hagstofa.is,e.d. b). Þá hefur dregið úr kynbundnum launamun hérlendis á síðustu árum. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands var óleiðréttur launamunur kynjanna 20,5% árið 2008 en 13,9% árið 2019 (Hagstofa .is, e.d. d). Hvort tveggja ætti að ýta undir jafna stöðu karla og kvenna þegar kemur að því að ákveða hvort foreldrið á að vera heima með barni eða börnum ef þörf er á því. Þó farsóttin hafi almennt haft mikil áhrif á atvinnustöðu fólks, og einnig hvar vinnan var fram- kvæmd, voru afleiðingar hvað þetta tvennt varðar ekki mjög kynbundnar hérlendis. Milli annars árs- fjórðungs 2019 og 2020 dró úr atvinnuþátttöku bæði karla og kvenna (25–64 ára) en þó aðeins lítil- lega meira meðal kvenna (-4%) en karla (-2%). Atvinnuleysi jókst einnig milli ára, en sú aukning var áþekk hjá körlum og konum. Atvinnuleysi kynjanna var þannig svipað á öðrum ársfjórðungi 2020, 6% hjá körlum og tæp 7% hjá konum (Hagstofa.is, e.d. a). Samanburður á árstölum 2020 og 2019 sýna einnig að breytingar á atvinnuþátttöku, hlutfalli starfandi og atvinnuleysi voru mjög áþekkar hjá kynjunum (Hagstofa.is, e.d. b). Tölur Hagstofu sýna að fjöldi stunda sem unnar voru í fjarvinnu heima jukust mikið milli annars ársfjórðungs 2019 og 2020. Hjá 25-64 ára körlum um tæpar 12 stundir á viku og rúmar 11 stundir hjá konum (Hagstofa.is, e.d. b). Fjarvinnna jókst mun meira í hópi langskólamenntaðra en annarra, enda störf þeirra oftar með þeim hætti að þau má vinna óháð staðsetningu (Hagstofa.is, e.d. c). Í fjórða lagi hefur verið unnið að því hérlendis að auka möguleika karla til þátttöku í heimilis- lífi og umönnun barna sinna. Á nokkrum árum færðist íslenskt samfélag frá „veikri“ stöðu feðra í umönnun barna til nokkuð sterkrar, svo notuð séu hugtök Hobson og Morgan (2002). Sameiginleg forsjá barna við skilnað var leidd í lög 1992 og var lögfest sem meginregla árið 2006. Á vordögum árið 2000 voru síðan sett lög um fæðingar- og foreldraorlof þar sem feður fengu þrjá óframseljan- lega mánuði fæðingarorlofs. Á einni nóttu jókst fæðingarorlofstaka íslenskra feðra úr 0,3% í tæp 90%. Feður sem hafa nýtt sér réttinn eru mun virkari í barnaumönnun en áður hefur þekkst (Ásdís A. Arnalds o.fl., 2019; 2022) og í betri tengslum við afkvæmi sín en gengur og gerist í öðrum löndum (Ársæll Már Arnarsson og Hermína Gunnþórsdóttir, 2016). Eigindleg athugun bendir til þess að ungir íslenskir barnlausir karlar líti á nána umönnun eigin barna sem hluta karlmennsku (Ásta Jóhannsdóttir og Ingólfur V. Gíslason, 2018). Þó er mæðra- hyggja enn rík í íslensku samfélagi og töluverður þrýstingur á mæður að haga sér í samræmi við það (Gyða M. Pétursdóttir, 2009; Sunna Símonardóttir, 2016). Það sést til dæmis á því að mæður eru lík-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.