Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 100

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 100
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 100 .. Margir svarendur lýstu manneklu og tímaskorti sem helstu tálmum samstarfs. Engin ástæða er til að bera brigður á það en þó má spyrja hvernig þær bjargir sem þó eru til staðar eru nýttar; hvort tíma og kröftum sé best varið í fundi og teymisvinnu um einstaka nemendur undir klínískum formerkjum eða hvort hugsanlega væri hægt að verja honum betur í þágu allra nemenda með öflugri stuðningi við menntun fyrir alla. Benda má á svipaðar niðurstöður Steingerðar Ólafsdóttur og fleiri (2014) og hliðstæða gagnrýni í skýrslu um úttekt Evrópumiðstöðvarinnar (2017) á menntun fyrir alla á Íslandi á ráðstöfun fjármuna í íslenska skólakerfinu sem ekki styðji við framgang stefnunnar um menntun fyrir alla. Þrátt fyrir mikilvægi samstarfs framangreindra þjónustusviða verður að árétta mikilvægi þess að það sé á réttum forsendum og hafi skýr markmið þannig að sjálfstæðis hvers þjónustusviðs sé gætt og hlutverk starfsfólks séu skýr. Athygli vekur hversu ósammála svarendur spurningakönnunarinnar eru um þetta samstarf, hve miklu færri skólastjórar en forsvarsmenn skólaþjónustunnar telja sam- starf við önnur þjónustusvið vera til staðar og hversu margir svarenda telja sig ekki vita hvort svo er eða telja að spurning um það eigi ekki við. Þetta nærir grunsemdir um að ekki séu alltaf til staðar skýr markmið með samrekstri skóla- og félagsþjónustu um að efla þjónustu við börn, foreldra og starfsfólk skóla í anda stefnunnar um menntun fyrir alla. Sú niðurstaða í rannsókn Rúnars Sigþórs- sonar (2013) að skólaþjónusta verði oft lítt sýnileg og hafi óljósa stöðu í samþættingu hennar við aðra málaflokka, svo sem félagsþjónustu, rennir stoðum undir þetta, en telja verður líklegt að hún eigi enn við. Samantekt og ályktanir – skólaþjónusta sveitarfélaga og menntun fyrir alla Niðurstöður þessarar greinar eru byggðar á mjög víðtækri gagnasöfnun: Spurningakönnun, við- tölum og skjalagreiningu. Gögnum er fléttað saman í niðurstöðukafla og þeim ber í aðalatriðum vel saman. Það styrkir réttmæti niðurstaðnanna. Þó ber að hafa í huga að í spurningakönnuninni voru þátttakendur í forsvari fyrir skólaþjónustu mun færri en skólastjórar og lítill hluti þeirra (10%) starfaði í sveitarfélögum sem ekki áttu beina aðild að skólaþjónustu. Búast má við að þessir fáu svarendur séu laustengdari starfseminni en aðrir en þó verður að telja ólíklegt að það skýri þennan mikla mun sem víða kemur fram á svörum skólastjóra annars vegar og þeirra sem eru í forsvari fyrir skólaþjónustu hins vegar. Viðtöl sem tekin voru í tilviksrannsókninni styðja einnig þá niðurstöðu að þessi munur sé í raun og veru til staðar, þótt þau skýri hann ekki. Rannsóknir benda til þess að í íslenskum skólum sé mikið óöryggi gagnvart því hvernig hægt er að skipuleggja námskrá, kennslu og námsumhverfi þannig að það samrýmist stefnunni um menntun fyrir alla (Evrópumiðstöðin, 2017; Gretar L. Marinósson og Dóra S. Bjarnason, 2016; Helgi Gísla- son og Anna Kristín Sigurðardóttir, 2016; Rannveig Klara Matthíasdóttir o.fl., 2013). Það kallast á við niðurstöður erlendra rannsakenda (Haug, 2017; O‘Rourke, 2015; Woodcock og Wolfson, 2019). Í þessari grein höfum við beint sjónum að hlutverki skólaþjónustu sveitarfélaga við að breyta þeirri stöðu, einkum með því að nota kennslumiðaða ráðgjöf og samstarf innan skólans sem stuðning við nemendur og foreldra þannig að til verði þekking sem breytir starfsháttum til framtíðar og eflir skóla sem faglegar stofnanir (Gutkin og Curtis, 2009; Larney, 2003). Í þessum niðurlagskafla drögum við saman ályktanir okkar um þetta. Niðurstöður þessarar rannsóknar, og annarra sem vitnað er til í greininni, benda til þess að stefnu sveitarfélaga um hlutverk skólaþjónustu í framgangi stefnunnar um menntun fyrir alla þurfi að gera markvissari og ekki eru skýr merki um að hún móti starfshætti þjónustunnar. Fræðslustjórar og annað starfsfólk skólaþjónustu segist reiða sig á gildandi reglugerð en engu að síður virðist sem margt í starfsemi þjónustunnar og samstarfi hennar við önnur þjónustusvið þurfi að samræmast betur stefnunni um menntun fyrir alla. Þjónustan beinist að of stórum hluta að því að bregðast við ein- stökum nemendum fremur en námsaðstæðum. Það er gert með formlegum greiningum til að skil- greina vanda, sérþarfir eða frávik og leita að sértækum og aðgreinandi úrræðum til að bregðast við, og stundum fjárveitingum til að standa straum af þeim. Greiningarnar eru í höndum sérfræðinga sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.