Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 101

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 101
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 101 .. greina nemandann og gefa ráð í kjölfarið í krafti sérþekkingar sinnar en fulltrúar skólans eru ráð- þegar. Skólinn og starfsfólk hans getur vissulega notið góðs af ráðum sérfræðinganna en ekki virðist þó alltaf ljóst hver ber í raun og veru ábyrgðina. Hvorki starfshæfni kennara né samanlögð hæfni skólans til að fyrirbyggja vandamál og bregðast við þeim af eigin rammleik þróast, og ekki er á vísan að róa með árangur eða raunverulegar umbætur sem koma nemandanum til góða. Í þessari grein höfum við leitast við að rökstyðja þá niðurstöðu að til þess að efla hlutdeild skólaþjónustu sveitarfélaga í framgangi stefnu um menntun fyrir alla þurfi að hún að nálgast við- fangsefni sín í auknum mæli frá félagslegu sjónarhorni og með skólamiðaðri ráðgjöf (Gutkin og Curtis, 2009; Larney, 2003) og markvissari samhæfingu sérfræðinga innan skólans og þjónustukerfa utan hans (Skoglund, 2014). Þá er stuðningur við nemendur settur í samhengi við námsumhverfi og námsaðstæður þeirra, litið á sterkar hliðar frekar en að einblína á þær veiku, sérfræðingar innan og utan skóla leita sameiginlega lausna á jafnréttisgrundvelli, ábyrgðin á því að vinna með einstökum nemendum hvílir á starfsfólki skólans og það eflist sem fagfólk af því að taka þátt í ráðgjafarferlinu. Þrátt fyrir margvíslega viðleitni og yfirlýstan vilja innan skólaþjónustunnar til að sveigja starfsemi hennar í þessa átt virðist enn nokkuð í land. Skortur virðist vera á starfsfólki með menntun sem hentar kennsluráðgjöfum og starf sálfræðinga virðist skilgreint undir hinum klínísku formerkjum fremur þeim formerkjum skólasálfræði sem felast í hinni skólamiðuðu nálgun. Hlutverk skólaþjónustu eru margvísleg og krefjandi. Fyrsta markmið hennar er að styðja skóla til að fyrirbyggja vandamál og efla hæfni þeirra til að bregðast markvisst við þeim sem óhjákvæmilega koma upp áður en til eru kallaðir utanaðkomandi sérfræðingar. Þegar það gerist getur niðurstaðan vitaskuld orðið sú að til þurfi að koma formleg greining á vanda nemenda í skóla eða utan hans og jafnvel meðferð. Til þess hafa þeir nemendur sem á því þurfa að halda, og fjölskyldur þeirra, ský- lausan rétt. En ef greining á nemandanum sjálfum, fremur en námsaðstæðum hans, er alltaf fyrsti kosturinn er hætt við að þeim nemendum sem rekast á veggi í skólakerfinu haldi áfram að fjölga og greiningarþörfin vaxi öllum yfir höfuð, hversu vel sem skólaþjónusta er mönnuð og hversu mikið sem aðrar greiningarstofnanir eru efldar. Til lengri tíma litið verður afleiðingin af því bjargarskortur og áframhaldandi óöryggi gagnvart stefnunni um menntun fyrir alla. Heimildaskrá Anastasov, B. og Ristevska, M. (2019). The role of the counselor in the pedagogical counseling process. International Journal of Education Thatcher, 9(18), 54-59. https://doi.org/10.20544/teacher.18.06 Anna Lilja Þórisdóttir. (26. janúar 2021). 343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu. https://www.ruv.is/frett/2021/01/26/ 343-born-bida-i-allt-ad-tvo-ar-eftir-greiningu?itm_source=parsely-api Birna María Svanbjörnsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir, Jórunn Elídóttir, Rúnar Sigþórsson og Sigríður Margrét Sigurðar- dóttir. (2020a). Skólaþjónusta sveitarfélaga við leik og grunnskóla. Niðurstöður spurningakönnunar til leikskólastjóra, grunnskólastjóra og forsvarsaðila skólaþjónustu https://www.unak.is/is/rannsoknir/rannsoknir-vid-ha/skolathjonusta- sveitarfelaga-vid-leik-og-grunnskola-stefna-umgjord-fjarmognun-og-starfshaettir Birna María Svanbjörnsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir, Jórunn Elídóttir, Rúnar Sigþórsson, Sigríður Margrét Sigurðardótt- ir og Trausti Þorsteinsson. (2020b). Skólaþjónusta sveitarfélaga við leik- og grunnskóla. Niðurstöður tilviksrannsóknar. https://www.unak.is/is/rannsoknir/rannsoknir-vid-ha/skolathjonusta-sveitarfelaga-vid-leik-og-grunnskola-stefna-um- gjord-fjarmognun-og-starfshaettir Birna María Svanbjörnsdóttir, Sigríður Margrét Sigurðardóttir, Trausti Þorsteinsson, Hermína Gunnþórsdóttir, Jórunn Elídóttir. (2021). Skólaþjónusta sveitarfélaga: starfsþróun og skólar sem faglegar stofnanir. Tímarit um uppeldi og menntun 30(2), 3–27. https://doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.5 Berghs, M. J., Atkin, K. M., Graham, H. M., Hatton, C. og Thomas, C. (2016). Implications for public health research Aftanmálsgreinar i Niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa verið kynntar í tveimur skýrslum (Birna Svanbjörnsdóttir o. fl. 2020a, 2020b) og tímaritsgreinum (Birna María Svanbjörnsdóttir o. fl., 2021; Rúnar Sigþórsson o. fl. 2022; Sigríður Margrét Sigurðar- dóttir o. fl. 2022) og rannsóknarhópurinn hefur kynnt þær á ráðstefnum og málþingum. ii Grunnskýrslan er aðgengileg sem viðauki við skýrslu um niðurstöður spurningakönnunarinnar (Birna María Svan- björnsdóttir o. fl., 2020) á slóðinni: https://www.unak.is/static/files/pdf-skjol/2020/rannsoknir/grunnskyrsla.pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.