Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 7

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Blaðsíða 7
Sveinn Guðmundsson 7 .. Ekki eru nein dæmi um að slíkar stefnur hafi verið innleiddar á heilbrigðisstofnunum hérlendis. Ein tilraun var gerð en Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Nanna Friðriksdóttir og Agnes Smáradóttir mót- uðu stefnu um viðbótarmeðferðir á Lyflækningasviði II á Landspítalanum 2008 (sem var krabba- meinsdeild á þeim tíma) en stefnunni var ekki fylgt eftir. Samt sem áður hefur hluti heilbrigðisstarfs- manna, með hjúkrunarfræðinga í farabroddi, leitað sér upplýsinga um og jafnvel aflað sér menntunar í ýmsum óhefðbundnum eða viðbótarmeðferðum. Björg Helgadóttir, Rúnar Vilhjálmsson og Þóra Jenný Gunnarsdóttir (2010) halda því fram að hjúkr- unarfræðingar á Íslandi hafi lengi verið jákvæðir gagnvart óhefðbundnum meðferðum og notkun þeirra og að heildræn sýn meðferðanna rími vel við hugmyndafræði hjúkrunar (sjá einnig Lovísa Baldurs- dóttir, Nanna Friðriksdóttir, Cecilie Björgvinsdóttir, Hanna Karen Kristjánsdóttir og Lilja Jónsdóttir, 2002, og Kristín Björnsdóttir, 2005). Björg, Rúnar og Þóra Jenný (2010) bæta því svo við að hjúkrunar- fræðingar noti nú þegar ákveðnar gagnreyndar viðbótarmeðferðir á heilbrigðisstofnunum. Hvort sem það er vegna hvatningar landlæknis í úttekt Anderson frá 2000, skýrslu heilbrigðisráð- herra frá 2005, heildrænnar hugmyndafræði hjúkrunar, áhrifa nýaldarhreyfingarinnar eða af öðrum ástæðum þá vinnur hluti hjúkrunarfræðinga með þessar meðferðir á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna að Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun var stofnuð 23. september 2010 og þar voru haldnir voru fræðslufundir um óhefðbundnar og viðbótarmeðferðir. Í maí 2018 var nafni fagdeildar- innar breytt í Fagdeild um samþætta hjúkrun (e. integrative nursing) í samræmi við alþjóðlega um- ræðu (Sigrún Sigurðardóttir, 2019). Hjúkrunarfræðingar hafa enn fremur gert rannsóknir á ýmsum meðferðarformum (t.d. Hólmfríður Margrét Bjarnadóttir og Árún K. Sigurðardóttir, 2011; Kolbrún Þórðardóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Helga Zoëga, Unnur A.Valdimarsdóttir og Berglind Guð- mundsdóttir, 2014; Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Lilja Jónasdóttir og Nanna Friðriksdóttir, 2011) til að meta gagnsemi þeirra. Námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða hafa verið haldin á vegum Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem viðbótarmeð- ferðir eru kynntar og hvernig megi nýta þær í starfi (Viðskiptablaðið, 2008). Einnig má nefna að í rannsókn á notkun viðbótarmeðferða í hjúkrun á Landspítalanum greindu 30 deildarstjórar frá því að sjúklingum á deildum þeirra væri boðin viðbótarmeðferð í einhverju formi (Þóra Jenný Gunn- arsdóttir, Guðrún Elka Róbertsdóttir og Salóme H. Gunnarsdóttir, 2016). Helstu meðferðirnar sem voru veittar eru nudd og slökun en einnig var boðið upp á ilmolíur, heilun, nálastungur, dáleiðslu, núvitund, heita bakstra, tónlist og fleira. Deildarstjórarnir töldu að meðferðirnar bæti almenna líðan og dragi úr einkennum eins og t.d. kvíða. Læknar hafa ekki sýnt þessum málaflokki nærri eins mikla athygli opinberlega og hjúkrunarfræðingar nema þá helst til þess að vara við skottulækningum og kukli (t.d. Karl Anderson, 2006; Svanur Sigurbjörnsson, 2012. Eins og sýnt hefur verið hér að framan er sambandið á milli opinberrar og óhefðbundinnar heil- brigðisþjónustu flókið og tengist félagslegum breytingum á Íslandi og víðar. Heilbrigðisyfirvöld annars vegar og einstakir læknar hins vegar hafa ólíka sýn á málaflokkinn. Í sumum tilfellum er mælt með samvinnu á milli kerfanna en í öðrum er einstaka meðferðum eða jafnvel óhefðbundinni heil- brigðisþjónustu í heild lýst sem óvísindalegu kukli. Hluti hjúkrunarfræðinga hefur hins vegar sýnt málaflokknum talsverða fræðilega athygli með stofnun fagfélaga, rannsóknum og ýmsu námskeiða- haldi er tengist óhefðbundnum eða viðbótarmeðferðum. Einnig eru dæmi um að hjúkrunarfræðingar hafi gert tilraunir til að móta stefnur um notun viðbótarmeðferða. Hjúkrunarfræðingar eru því í afar áhugaverðri stöðu á milli opinberrar og óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu. Með heildræna hug- myndafræði fagsins í huga mætti líta á hjúkrunarfræðinga sem brú á milli ólíkra hugmyndafræða. Hér á eftir verður greint frá niðurstöðum viðtals- og þátttökurannsóknar á reynslu og upplifun hjúkr- unarfræðinga af því að takast á við þessi tvö kerfi í starfi sínu sem heilbrigðsstarfsmenn og utan þess. Aðferðafræði Rannsóknin er etnógrafísk og hefur það markmið að skilja merkingu og skynjun hópsins sem verið er að rannsaka í tengslum við menningu hans, þ.e. hvernig hópurinn lítur á heiminn út frá stöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.