AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.1995, Side 28
HARALDUR SIGURÐSSON, SKIPULAGSFRÆÐINGUR
EINKABILLINN OG BORGARSKIPULAG
Hugleiðingar um stefnu Reykjavíkurborgar í umferðarmálum
„Vei, vei yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti,
þínir turnar,
og Ijóshafið, yndi næturinnar?"
(Úr Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson)
firbragð borga og bæja í hinum vest-
ræna heimi hefur tekið algjörum stakka-
skiptum á undanförnum áratugum.
Aukin bifreiðaeign og bifreiðanotkun eru
aóalorsakir þessara breytinga. Borgir einkennast
ekki lengur af þéttri byggð, þröngum skjólsælum
götum, fjölbreyttum athöfnum og iðandi mannlífi. Þær
eru nú dreifðar yfir stærri landsvæðí, þéttleiki byggð-
ar er minni, borgarhverfi eru aðskilin með umferðar-
þungum hraðbrautum og órafjarlægðir eru milli fbúð-
arsvæða og athafnasvæða. Stræti og torg gömlu
miðborgarinnar fyrirfinnast ekki í nýju borgarhverf-
unum. Hin skjólgóða randbyggð, sem er svo víða
innan Hringbrautar í Reykjavík, er horfin en í staðinn
eru við götuna flatneskjuleg bílastæði, berskjaldaðir
grasblettir, ýmis umferðartákn og klunnaleg auglýs-
ingaskilti. Og í fjarska, handan bílastæðanna, sér
síðan glitta í rislitla stakstæða steinsteypukumbalda
eða skemmur. Gatan er ekki lengur vettvangur fjöl-
breyttra athafna og mannlífs heldur fyrst og fremst
samgönguæð, farvegur hraðskreiðra einkabíla.
Sumir myndu segja að borgarskipulag einkabílsins
væri ekki eins aðlaðandi og skipulag gömlu borgar-
hlutanna, en aðrir myndu segja að hér væri um eðli-
lega og óhjákvæmilega þróun að ræða. Skipulag
borga breytist eftir því sem þarfir einstaklinga breyt-
ast og það borgarskipulag sem við höfum í dag er
nákvæmlega það sem fólk vili. Fólk vill ferðast á
einkabíkþurfa aðeins að taka nokkur skref út fyrir eig-
ið hús, út í bíl og aka síðan og leggja bílnum helst
beint fyrir utan inngang vinnustaðarins eða verslun-
arinnar sem verið er að sækja.
En er þetta hinn raunverulegi vilji fólks? Eða er þetta
einungis vilji fólks vegna þess að ekki er mögulegt
með góðu móti að ferðast innan borga með öðrum
hætti? Einkabílinn er vissulega dásamlegt tæki sem
eykur frelsi einstaklingsins til að ferðast hvenær sem
er og nærri hvert sem er; til að fara í sunnudagsbíltúr
út fyrir borgina, heimsækja vini og ættingja í öðrum
landshlutum eða til að ferðast um landið og njóta
óspilltrar náttúru. Þar með er hins vegar ekki sagt að
fólk kjósi að nota bílinn til allra sinna ferða, sérstak-
lega ef um styttri ferðir er að ræða innan borgar-
marka. Eflaust myndu flestir óska þess að þeirra íbúð
væri í göngufæri frá stórmarkaði, heilsugæslu, skóla,
veitingastöðum og margs konar annarri verslun og
þjónustu og þeir þyrftu þvl ekki að nota bílinn til allra
hluta. Hlutunum hefur hins vegar verið þannig hagað
í nútímaborgarskipulagi að fæstir íbúanna eru í
göngufæri við fjölbreytta verslun og þjónustu. Þar af
leiðandi verður einkabíllinn óhjákvæmilega fyrsti val-
kostur fólks þegar velja á samgöngumáta.
STEFNA REYKJAVÍKURBORGAR í UMFERÐAR-
MÁLUM
Umferðarvandamál einkabílsins hafa verið helsta
viðfangsefni skipulagsyfirvalda í Reykjavík frá því í
kringum 1960. Einkabílum tók þá mjög að fjölga og
fljótlega sköpuðust gífurleg vandamál og umferðar-
tappar víða um borgina enda var hún ekki skipulögð
26