Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 12

Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 FRÉTTIR VEIÐISVÆÐI ÓSKAST Vegna mikilla eftirspurna þá köllum við eftir nýjum veiðisvæðum í flóru félagsins. Bæði stöðuvötn og rennandi vatn. Skoðum einnig veiðisvæði á afskektum stöðum. Veiðifélagið Fish Partner er í stöðugum vexti og leitast eftir fleiri samstarfsaðilum um land allt óháð fisktegund og tegund vatnasvæðis. Vinsamlegast hafið samband við Kristján í síma 898 3946 eða á netfangið kristjan@fishpartner.com. Fuglaflensa: Smitvarnir áréttaðar Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna (ERL) ástæðu til að senda á félagsmenn sína tilkynningu um að huga sér- staklega að smitvörnum. Í henni kemur m.a. fram að hænsnaeigendur skuli varast að ganga um í kringum hænur sínar í sömu skóm og notast var við í nýlegri utanlandsferð. Einnig að gæta þess að villtir fuglar komist ekki í fóður eða vatn í hænsnahúsunum og ekki síst að taka ekki óþarfa áhættu með flutningi á eggjum eða öðrum búnaði milli landa. Varúðarráðstafanir fyrst og fremst „Undanfarin ár hafa reglulega komið upp varúðarráðstafanir vegna fuglaflensu, erlendis og hér heima. Því fylgja gjarnan ákveðnar takmarkanir eða varúðarráðstafanir, sem eru gefnar út af opinberum aðilum eins og Matvælastofnun. Við hjá ERL vitum mjög vel að eigendur hænsna í smáum hópum eiga oft erfitt með að framfylgja slíkum reglum í öllum smáatriðum, enda miðast slíkar reglur við aðbúnað og aðstæður í alifuglahúsum stórra alifuglabænda. Það breytir því þó ekki að alltaf er gott að staldra við og horfa gagnrýnum augum á eigið verklag og aðstöðu. Það er akkúrat það sem við erum að hvetja eigendur landnámshænsna til að gera. Horfa til hvaða atriða þeir geti bætt sig varðandi smitvarnir og aðbúnað,“ segir Magnús Ingimarsson, ritari í stjórn ERL. Sjúkdómastaðan er almennt mjög góð Magnús segir að sjúkdómastaða í alifuglarækt sé almennt mjög góð á Íslandi. Hér séu fáir sjúkdómar í samanburði við það sem gerist í mörgum löndum í kringum okkur. „Vegna þessarar góðu stöðu á Íslandi er því til mikils að vinna fyrir heilbrigði hænsnanna sem við eigum hér á landi að halda þessum sjúkdómum í lágmarki. Bæði fyrir heilbrigði hænsnanna og okkar sjálfra. Hvort sem um er að ræða landnámshænur eða stóru framleiðslustofnana hér á landi. Það er líka rétt að minnast á að fuglaflensan hefur lítil áhrif á fólk. Engin hætta er á neyslu afurða hænsna (egg/kjöt). Fyrst og fremst hefur hún áhrif á heilbrigði dýrsins,“ segir Magnús. ERL var stofnað í nóvember 2003. Félagið er fyrir alla þá sem áhuga hafa á varðveislu íslensku landnámshænunnar og hænsnahaldi yfirleitt. Félagsskapurinn er góður vettvangur fyrir þá sem áhuga hafa á varðveislu íslensku búfjárkynjanna eða varðveislu gamalla norrænna búfjárstofna. Félagsmenn eru um 200 talsins. /mhh Magnús segir að ERL hvetji félagsmenn sína og aðra sem halda hænsni að vera sérstaklega meðvitaða um klæðnað sinn eftir utanlandsferðir. Þá sé handþvottur mikilvægur. Mynd / Aðsend Coda Terminal: Byggja kolefnismóttöku- og förgunarstöð í Straumsvík Carbfix, Coda Terminal, Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto á Íslandi undirrituðu fyrir skömmu viljayfirlýsingu um uppbyggingu kolefnismóttöku- og förgunarstöðvar í Straumsvík undir heitinu Coda Terminal. Edda Aradóttir, framkvæmdastjóri Carbfix, segir að með verkefninu sé lagður grunnur að nýrri atvinnugrein hérlendis, sem byggir á íslensku hugviti sem geti með tímanum orðið að útflutningsgrein. „Ráðgert er að fyrsti áfangi stöðvarinnar taki til starfa 2026 og að hún nái fullum afköstum árið 2031. Fullbyggð mun stöðin geta tekið á móti og bundið um þremur milljónir tonna af CO2 árlega, sem samsvarar meira en helmingi af árlegri losun Íslands,“ segir Edda. Eitt vænlegasta stóra loftslagsverkefni Evrópu Edda segir að markmiðið um að hemja hlýnun jarðar við 1,5 gráður munu vart nást án umfangsmikillar föngunar og förgunar á CO2. „Carbfix hefur þróað tækni sem hermir eftir og flýtir náttúrulegum ferlum til bindingar á CO2 í jarðlögum, sem felur í sér að því er blandað í vatn og kolsýrðu vatninu dælt niður í basaltberglög, þar sem CO2 gengur í efnasamband við málma í berginu og breytist varanlega í steindir. Aðferðinni hefur verið beitt með góðum árangri á Hellisheiði allt frá árinu 2012 og hefur hún vakið heimsathygli.“ 16 milljarða styrkur Coda Terminal stöðin verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og verkefnið hlaut fyrr á árinu viðurkenningu sem eitt vænlegasta stóra loftslagsverkefni í Evrópu með úthlutun á um 16 milljarða króna styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópu, eftir ítarlega rýni á vegum sjóðsins. Það er tæplega þriðjungur af áætluðum heildarkostnaði við verkefnið. „Í verkefninu felst að þróa skilvirkar flutningsleiðir fyrir CO2 allt frá föngun í Evrópu til niðurdælingar í Straumsvík. Á Íslandi eru kjöraðstæður til varanlegrar, umhverfisvænnar, hagkvæmrar og öruggrar kolefnisförgunar með aðferðinni, en helstu forsendur hennar eru að til staðar séu CO2, vatn og hentug jarðlög.“ Hagkvæm leið til að minnka kolefnisfótspor Að sögn Eddu verður stöðin hagkvæm leið fyrir íslenska aðila til að minnka kolefnisfótspor sitt. Rio Tinto á Íslandi er í þessum hópi og mun vinna að því að fanga CO2 frá álverinu til förgunar á staðnum. „Yrði það í fyrsta skipti sem tækist að farga varanlega CO2 frá álveri og yrði það mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi 2040. Carbfix hóf í nóvember rann­ sóknar boranir á lóð álversins við Straumsvík með það fyrir augum að auka þekkingu á jarðlögum á svæðinu og fá nákvæmari upplýsingar um aðstæður til varanlegrar bindingar á CO2 í jarðlögum. Matsáætlun vegna umhverfismats framkvæmdarinnar var nýlega skilað inn til Skipulags­ stofnunar.“ /VH Viljayfirlýsing var undirrituð í Ráðhúsi Hafnarfjarðar. Rannveig Rist, Rósa Guðbjartsdóttir, Grettir Haraldsson og Edda Aradóttir. Mynd / Aðsend Sauðfjárrækt: Möguleikar á að auka árstekjur sínar Forsíða bæklings um sviðsmynd framleiðslukerfis sauðamjalta samhliða kjötframleiðslu. Nýlega lauk formlega verkefni Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins (RML) sem heitir Fundið fé og gengur út á að skoða möguleikana á því að koma á nýju framleiðslukerfi í sauðfjárrækt, meðal annars með fjölgun burða yfir árið og nýtingu sauðamjólkur. Verkefnið hófst fyrir tæpum tveimur árum og var stutt af Matvælasjóði. Markmið þess var að skoða möguleika sauðfjárbænda á að auka árstekjur sínar eftir hverja vetrarfóðraða kind, meðal annars með skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og bættari nýtingu aðfanga. Tilefnið er lágt afurðaverð og erfiðleikar á markaði, meðal annars vegna einhæfrar framleiðslu þar sem slátrað er nær eingöngu að hausti og stærstur hluti kjötsins frystur. Það er síðan selt þannig næstu 11 mánuðina í samkeppni við aðrar ferskar kjötafurðir. Þrjár sviðsmyndir að nýjum framleiðslukerfum Í niðurstöðum skýrslu sem gefin var út eftir að verkefninu lauk, kemur fram að möguleikar séu til staðar til að auka fjölbreytni í íslenskri sauðfjárframleiðslu, með vöruframboði á ferskum afurðum í mun lengri tíma en úr hefðbundinni haustslátrun. Þessi aukna fjölbreytni getur stuðlað að aukinni heimavinnslu, bæði á kjöti og sauðamjólk. Ýmsir óvissuþættir séu þó til staðar, einkum varðandi mögulega verðlagningu afurðanna. Til að meta möguleikana á að breyta að hluta um framleiðsluaðferð voru settar upp þrjár mögulegar sviðsmyndir til hliðar við núverandi ráðandi framleiðsluaðferð. Síðan var reynt að bera þær saman við niðurstöður úr afkomuverkefni sauðfjárbænda sem RML hefur staðið fyrir undanfarin ár. Í fyrstu sviðsmyndinni er miðað við að láta ær bera á átta mánaða fresti, þrisvar á tveimur árum. Í annarri sviðsmyndinni var gert ráð fyrir sauðamjöltum samhliða kjötframleiðslunni. Í þeirri þriðju var dreifður burðartími skoðaður, með því að nýta eðlislægan fengitíma eins og kostur er. Bú með 500 fullorðnar kindur og 500 ærgilda greiðslumark var notað sem grunnviðmið. Niðurstöður benda til þess að fyrstu tvær sviðsmyndirnar gefi hagstæðustu framleiðslukerfin, með rekstrarafgangi nálægt 24 prósentum. Verulegir möguleikar til fjármögnunar Í skýrslunni kemur enn fremur fram, í umfjöllun um aðgengi að fjármagni fyrir sauðfjárbændur til að breyta sínum framleiðslukerfum, að verulegir möguleikar séu til staðar í að sækja fjármagn til nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar á lands­ byggðinni. Samhliða útgáfu RML á skýrslu um verkefnið voru útbúnir rafrænir bæklingar um þær þrjár sviðsmyndir sem skoðaðar voru. /smh Bændablaðið kemur næst út 26. janúar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.