Bændablaðið - 12.01.2023, Page 38

Bændablaðið - 12.01.2023, Page 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Ásgeir Unnar Sæmundsson, sérlegur áhugamaður um Ford Bronco, hefur á undanförnum árum sett saman gagnagrunn um jeppa af þessari tegund sem fluttir voru til landsins. Ásgeir heldur einnig úti heima- síðunni Bronco.is, þar sem áhuga- menn geta skoðað myndir og nálgast ýmsar upplýsingar. Þegar þetta er ritað eru 1.898 bílar af árgerðum 1966–1977 skráðir, en Ásgeir veit að enn vantar upp á. Áhuginn á Bronco myndaðist eftir að hann eignaðist svona bíl 17 ára gamall. Hann hefur alltaf verið með mikla bíladellu og átt fjölmarga bíla í gegnum tíðina, þ.á m. fjóra Bronco jeppa. Þegar Ásgeir fór að eldast áttaði hann sig á því að hann hafði oft hlaupið á sig þegar hann seldi suma bílana sem hann hafði átt. Því fór hann í rannsóknarvinnu til að geta fundið gömlu góðu Bronco-ana. Á Facebook er hópur Ford Bronco áhugafólks með mjög virkum umræðum. Reglulega setur fólk inn myndir af gömlum bílum í þeirri von að einhver þekki sögu viðkomandi jeppa. „Þetta kveikti einhvern blossa í mér um að það væri rosagaman að geta haldið utan um söguna fyrir menn og veitt einhverjar upplýsingar,“ segir Ásgeir. Fyrst byrjaði verkefnið sem myndasöfnun. Allar ljósmyndir af Bronco sem Ásgeir komst yfir vistaði hann hjá sér og skráði um leið upplýsingar um viðkomandi bíl. Ef einhver setti mynd af Bronco inn í áðurnefndan Facebook- hóp, þá herjaði Ásgeir á eiganda ljósmyndarinnar til að fá sögu hvers bíls. Í gegnum heimasíðu Samgöngustofu er einnig hægt að fá talsverð gögn um bifreiðar ef flett er upp eftir bílnúmeri. Eins og áður segir eru skráðir í gagnagrunninn 1.898 Bronco-ar af fyrstu kynslóð þessara bíla. Líklegast voru innflutningstölur hærri á þessu tímabili og viðurkennir Ásgeir að enn vanti bíla í gagnagrunninn hans. Það er m.a. vegna þess að gagnagrunnur Samgöngustofu inniheldur takmarkaðar upplýsingar fyrir 1980. Ef bílar voru afskráðir fyrir þann tíma er oft engar heimildir um þá í stafræna gagnabankanum. Það sama á við um eigendasögu jeppanna fyrir áðurnefnt ártal. Því segir Ásgeir eitt af næstu skrefunum að leita fanga á Þjóðskjalasafninu. „Það hljóta að vera til innflutningsskýrslur og pappírar um alla þessa bíla.“ Gagnagrunnurinn hans Ásgeirs gefur möguleika á að leita að bílum eftir eigendum, skoða númeraferil og margt fleira. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið, því meðfram því sem Ásgeir skráir þessar grunnupplýsingar er hann stöðugt að bæta við fleiri atriðum. Nú styðst hann t.a.m við ljósmyndir til að skrá hvern og einn bíl eftir lit, búnaði og hvort þeim hafi verið breytt. Áður en hvítu bílnúmerin, sem fylgja hverjum bíl, voru kynnt til sögunnar, var notast við svörtu númerin, sem oft eru kölluð steðjaplötur. Þau númer fylgdu yfirleitt einstaklingum, ekki bílum, og því gátu jafnvel þrír mismunandi Bronco-ar verið með sömu steðjaplötuna á einhverju tímabili. Ásgeir segir þetta atriði flækja alla rakningu. Aðspurður segir Ásgeir erfitt að átta sig á því hversu margir bílar séu til enn í dag. Oft eru afskráðir Bronco-ar í geymslum hingað og þangað um landið án þess að hann hafi haft spurnir af þeim. Þeir bílar sem Ásgeir veit að eru ekki ónýtir eru sérstaklega merktir í gagnagrunninum. Við einfalda uppflettingu sér hann að í hans gögnum séu minnst 200 Bronco-ar skráðir heilir eða heillegir. Af persónuverndarástæðum er gagnagrunnurinn ekki opinn almenningi. Ef fólk hefur leitað til hans með spurningar um sögu einstakra bíla, þá segist Ásgeir yfirleitt vera mjög fljótur að svara. Á vefnum Bronco.is, sem Ásgeir heldur úti, er viðamikið myndasafn þar sem allir geta flett upp bílum eftir bílnúmeri eða árgerð. Ásgeir hefur ekki unnið einn að gagnagrunninum. Hann þakkar því öllum sem hafa lagt honum lið í gegnum tíðina og hvetur alla sem eiga myndir af gömlum Bronco til að senda sér afrit af þeim á netfangið bronco@bronco.is eða hlaða þeim upp á Bronco.is. /ÁL Ásgeir Unnar Sæmundsson vinnur að því að safna saman upplýsingum um alla Ford Bronco sem fluttir voru til landsins. Hér stendur hann við sinn eigin jeppa sem, þrátt fyrir sjúskað útlit, er í mjög góðu ástandi og daglegri notkun. Mynd / Aðsend Allir Ford Bronco í gagnagrunni – Upplýsingum safnað saman á einn stað Þórunn Wolfram tók við stöðu framkvæmdastjóra Loftslags- ráðs um áramótin en síðustu 20 ár hefur hún unnið hjá Landgræðslunni. Þar gegndi hún ýmsum störfum, bæði rannsóknum og öðrum sérfræðistörfum, en frá árinu 2019 var hún sviðsstjóri og staðgengill forstjóra. Þórunn brennur fyrir öllu sem snýr að umhverfis- og loftslagsmálum, ekki síst hvernig megi ná aftur jafnvægi í samspili manns og náttúru. „Staðan í dag er þannig að mannkynið hefur gengið alvarlega á auðlindir jarðar, til dæmis með gegndarlausri vinnslu og bruna á jarðefnaeldsneyti, skógareyðingu, hnignun náttúrulegra vistkerfa og gríðarlegri jarðvegseyðingu svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki höfum við mengað bæði haf, ferskvatn og land og gengið freklega á líffræðilega fjölbreytni, eina af meginundirstöðum tilveru okkar og annars lífs. Loftslagsváin hangir yfir, að mestu vegna ofnýtingar okkar á jarðefnaeldsneyti og öðrum mannlegum gjörðum sem auka á magn gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti, langt umfram það sem jörðin ræður við að halda í jafnvægi innan sinna hringrása,“ segir Þórunn. Veitir stjórnvöldum aðhald Þórunn segir að Loftslagsráð sinni fjölbreyttum verkefnum sem öll miða að því að fjalla um loftslagsvána á heildrænan hátt og veita stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um áætlanir þeirra og framkvæmdir sem miða að því að draga úr, en einnig aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga. Þá er hlutverk ráðsins einnig að hafa yfirsýn yfir fræðslu og miðlun upplýsinga um loftslagsmál til almennings. Í ráðinu, sem var stofnað 2018, sitja 15 manns, fulltrúar atvinnulífsins, háskólasam- félagsins, sveitarfélaga, neytenda- samtaka og umhverfisverndar- samtaka, auk annarra fulltrúa sem nauðsynlegt er talið að eigi sæti í ráðinu á hverjum tíma. Ráðherra skipar auk þess formann og varaformann Loftslagsráðs, auk fulltrúa unga fólksins. Hugsum stórt Þegar Þórunn er innt eftir því hvað almenningur, fyrirtæki og stofnanir á Íslandi geti gert til að sporna við áhrifum loftslagsbreytinga er hún fljót til svars. „Við bæði getum og verðum að temja okkur breytt viðhorf og nýja hegðun til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Engin getur gert allt en allir geta gert eitthvað á vel við í þessu samhengi. Í okkar íslenska veruleika er staðan sú að ég ber ábyrgð á minni kauphegðun, til að mynda hvað ég borða, hverju ég klæðist, hvernig ég ferðast, hvort ég kaupi notaða hluti eða nýja, umhverfisvænni vörur og hvort ég fylgist með kolefnis- eða vistspori mínu og reyni að lágmarka það af fremsta megni. Það sama á við um þig og alla aðra hérlendis, bæði einstaklinga, fyrirtæki og stjórnvöld. Við þurfum að hugsa stórt, stjórnvöld þurfa að vera hugrökk og ráðast hratt í allar þær samfélagslegu og hagrænu kerfisbreytingar sem þarf að fara í til að fasa út notkun jarðefnaeldsneytis en samhliða vernda og efla líffræðilega fjölbreytni vistkerfa Íslands,“ segir Þórunn. Skilgreinir sig sem Vestur- Skaftfelling Þórunn er fædd og uppalin í Garðabænum en sem barn dvaldi hún öll sumur og alla páska í sveitinni hjá ömmusystkinum sínum í Mörtungu á Síðu og hefur því alltaf skilgreint sig sem Vestur-Skaftfelling. Þórunn býr í dag á Gömlu Borg í Grímsnesi ásamt Mumma sínum, kettinum Dimmalimm og yngsta syninum, sem stundar nám við Menntaskólann á Laugarvatni. Þórunn og Mummi eiga samtals 10 börn og 12 afkomendur og eru alsæl með lífið og tilveruna frá degi til dags. Þórunn er eini starfsmaður ráðsins en ráðið er til húsa hjá Umhverfisstofnun að Suður- landsbraut 24 í Reykjavík. /MHH Loftslagsráð: Verðum að temja okkur breytt viðhorf Þórunn Wolfram, nýr framkvæmdastjóri Loftslagsráðs. Áður starfaði hún í um 20 ár hjá Landgræðslunni. Mynd / Aðsend ...Loftslagsráð sinni fjölbreyttum verkefnum sem öll miða að því að fjalla um loftslagsvána á heild- rænan hátt ...“ LÍF&STARF

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.