Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023
í Bretlandi til að taka ferðavagna
í geymslu gegn gjaldi (ekki undir
þaki en á vöktuðu svæði). Auk þess
hefur hann sett upp sólarsellur til að
afla rafmagns, borað fyrir vatni, selt
veiðileyfi í manngerðum tjörnum,
plantað trjám og safnað hunangi
sem hann selur í afgreiðslunni fyrir
ferðavagnageymsluna. Þar selur
hann líka kjöt beint frá býli.
David hefur ræktað mörg
sauðfjárkyn í gegnum tíðina en
það kyn sem hann ræktar núna
er Charmoise, franskt kyn sem
hentar til ræktunar á hálendari
svæðum Bretlands, t.d. í Wales þar
sem stærstu viðskiptavinir hans
eru. Ræktunin byrjaði 1995 með
tveimur ám og hefur hann svo keypt
reglulega gripi frá Frakklandi til
að byggja upp ræktunina. Hjörðin
telur um 300 ær og ræktunin byggð
á kynbótamatsútreikningum,
hrútakaupum og frosnu sæði.
Fyrstu hrútarnir sem hann notar til
framræktunar úr eigin ræktun eru
nú 4-5 vetra gamlir.
Charmoise-fé er smátt miðað
við kjötkyn og því léttara á fóðrum
en með ákaflega góða gerð og flest
sláturlömb í blendingsrækt undan
slíkum hrútum í E og U. David er að
selja um 70 lambhrúta á ári og töluvert
af gimbrum líka. Meðalverð hrútanna
er um 75.000 kr. Ærnar eru góðar
mæður og verða gamlar en leggja
lítið á sig þar sem meðalfrjósemi við
fósturtalningu er ekki meiri en um eitt
lamb á kind. Ærnar eru á beit allt árið
nema á sauðburði. Það eru lömbin
mest líka en fá viðbótarkjarnfóður í
kössum sem ærnar komast ekki inn í.
Lömbin eru þó tekin inn ef veður eru
ekki hagstæð og eins reglulega yfir
eldistímann til að fara yfir framfarir
og þá eru seld, til áframhaldandi
slátureldis, þau sem ekki henta til
framræktunar eða líflambasölu.
David lagði áherslu á fjölbreytni
í rekstri og tekjumöguleikum og
eins að vera tilbúinn að aðlaga
sauðfjárræktina að þeim kröfum sem
viðskiptavinir á hverjum tíma gera. Í
heimsókninni til Davids vorum við
keyrð um á kerru aftan í buggy-bíl í
hellirigningu til þess að skoða féð og
ferðavagnagarðinn. Það var nokkuð
spaugileg og alveg einstök upplifun.
Heimsóknirnar til þessara tveggja
sauðfjárbænda drógu vel fram hversu
fjölbreytt bresk sauðfjárrækt getur
verið. Einnig er umhirða á þessum
tveimur bæjum greinilega eins og
svart og hvítt. Þó nokkuð er um
illgresi í beitilandi á seinni bænum
og mikið bitið land sem sást ekki á
þeim fyrri. Einnig sáum við margar
haltar ær á seinni bænum og skítuga
afturenda sem lítið var um á þeim
fyrri. Heimsóknir sem þessar eru
einkar áhugaverðar og alltaf eitthvað
nýtt sem má læra og taka með sér
heim. Það er því þakkarvert að fá
tækifæri til að taka þátt í slíku í
gegnum sitt starf.
Guðfinna Harpa Árnadóttir,
ráðunautur hjá RML.
Aðrir ferðafélagar voru
Ívar Ragnarsson, Kristján Óttar
Eymundsson, María Svanþrúður
Jónsdóttir, Eyjólfur Ingvi Bjarnason
og Sigríður Ólafsdóttir.
Landsliðið
í dælum
Eldsneytis- og efnadælur,
tunnudælur, mælar,
slöngur og fylgihlutir.
LANDVÉLAR | SMIÐJUVEGI 66 | 580 5800 | LANDVELAR.IS
LAUSNIR Á LAGER
Vinnueftirlitið leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi einstaklingi
með mikla þekkingu og áhuga á vinnuvélum og tækjum til að ganga til liðs við
teymi sérfræðinga á vinnuverndarsviði.
Viðkomandi mun koma til með að sinna vinnuvélaskoðunum ásamt því að veita
leiðbeiningar á sviði vinnuverndar og vinna að sérverkefnum.
Um er að ræða 100% starfshlutfall og er starfsstöð annars vegar á Selfossi
með skoðunarsvæði frá Þorlákshöfn til Kirkjubæjarklausturs sem skiptist á milli
fjögurra eftirlitsmanna og hins vegar á Egilsstöðum með skoðunarsvæði
frá Höfn í Hornaf i rði að Vopnaf i rði sem skiptist á milli tveggja eftirlitsmanna.
Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar næstkomandi. Sótt er um á alfred.is.
Allar nánari upplýsingar; meðal annars um helstu verkefni, ábyrgð,
menntunar- og hæfniskröfum er að f i nna á vinnueftirlitid.is
Hljóma vinnuvernd, vélar og tæki vel?
Ungir Charmoise hrútar í inni-
aðstöðunni.
Ræktunarær af Charmoise kyni á býli David Eglin.