Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 47

Bændablaðið - 12.01.2023, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 12. janúar 2023 byggist upp aukin frjósemi jarðvegs, ekki síst ef um er að ræða árlega eða nær árlega notkun á búfjáráburði. Með tímanum ætti því áburðarþörf þeirra að minnka. Hafa þarf í huga að uppsöfnun næringarefna í jarðvegi er mest í efstu u.þ.b. 5 sm jarðvegsins svo að þegar tún eru plægð verður þessi forði ekki aðgengilegur sáðgresinu í nýræktum fyrstu árin nema að litlu leiti. Áburðaráætlanir ættu að taka mið af notkun búfjáráburðar og annarra lífrænna áburðargjafa. Til að það sé hægt þarf að vera ljóst hve mikið var borið á af honum, en einnig þarf að taka mið af dreifingartíma til að meta nýtingu einstakra næringarefna. Nýting á köfnunarefni í búfjáráburði er mjög háð dreifingartíma og aðstæðum við dreifingu og nýting á kalí einnig en þó minna. Notkun á töflugildum um efnainnihald búfjáráburðar getur gefið ranga mynd af því hvað er borið á því efnagreiningar á búfjáráburði sýna ólíkar niðurstöður milli búa um magn og hlutföll af N, P og K. Einnig er mikilvægt að vita hvert þurrefni búfjáráburðarins er við dreifingu, einkum þó þegar um mykju er að ræða. Niðurstöður jarðvegs- og heysýna hjálpa til við að meta áburðarþarfir. Jarðvegssýni segja til um aðgengilegt magn næringarefna í jarðvegi en heysýnaniðurstöður hvernig áburðargjöfin hefur skilað sér í heyin. Lágt innihald einstakra efna í heyjum getur gefið til kynna að viðkomandi næringarefni takmarki magn uppskeru. Það getur gerst þó svo að plönturnar sýni ekki einkenni um skort. Að sama skapi geta heysýni sýnt óhóf í notkun einstakra næringarefna í áburði. Með óbeinum hætti má segja að dreifing áburðar hafi áhrif á áburðarþörfina því góð dreifing gerir það að verkum að áburðurinn nýtist betur. Að áburðardreifarinn sé í lagi og rétt stilltur, skörun dreififerða sé rétt og veðurskilyrði við dreifingu hagstæð eru þættir sem skipta máli. Einnig ætti að nýta jaðardreifingu á áburðardreifurum sem bjóða upp á þann möguleika og gps búnaður hefur sannað gildi sitt til að bil milli ferða á túninu verði sem jafnast. Árferði og veðurfar hefur áhrif á sprettu og nýtingu áburðar, en einnig og stundum ekki síður þættir er varða ástand jarðvegs. Þar má nefna of blautan jarðveg t.d. þegar viðhaldi framræslu er áfátt eða þurrlend tún sem skortir vatn og eru gjörn á að spretta lítið eða ekki í þurrkatíð. Sýrustig jarðvegs hefur einnig áhrif á nýtingu næringarefna og kölkun jarðvegs því mikilvæg þar sem sýrustig hans er of lágt. Til að ná sem bestri nýtingu helstu næringarefna þarf sýrustig jarðvegs (pH-gildi mælt i vatni) að vera 6-7. Til að hækka sýrustig (pH-gildi) sem er of lágt þarf að kalka. Kalkgjafar sem notaðir hafa verið í þessu skyni eru ólíkir að gerð og efnainnihaldi og virkni þeirra hraðari þegar kornastærðin er lítil s.s. duft eða kornað kalk. Eftir því sem við höfum meiri og betri upplýsingar um þá þætti sem hér hafa verið nefndir að ofan því betur erum við í stakk búin að setja réttar áburðaþarfir fyrir einstök tún. Bændur sem hafa hug á að fá áburðaráætlun gerða hjá RML eru hvattir til að hafa samband sem fyrst. Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt hjá RML. Varahlu�r í Bobcat Úrval af þægilegum og endingagóðum sokkum. Erum með 50 sölustaði um allt land. info@socks2go.eu s.831-8400 www.socks2go.is Sokka Kompaníið ehf. Kíktu á heimasíðuna okkar eða hafðu samband við okkur með upplýsingar um sölustað í þínu nágrenni. TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.