Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Page 9
Setning þingsins
33. þing AlþýSusambands íslands hófst með hátíðarfundi í Há-
skólabíói, í tilefni 60 ára afmælis sambandsins, mánudaginn 29.
nóvember 1976, kl. 14.00.
Fyrir fundinn lék lúðrasveit verkalýðsins nokkur gamalkunn
mnlend og erlend lög úr verkalýðsbaráttunni.
Síðan setti forseti Alþýðusambandsins, Björn Jónsson, þingið með
ræðu, og fer hún hér á eftir:
Kæru félagar, heiðruðu þingfulltrúar og gestir.
33. þing AlþýÖusambands Islands hefst hér í þessum salarkynnum
mnan stundar, en verður síðan fram haldið í Súlnasal Hótel Sögu að
loknum setningarfundi, og leyfi ég mér að bjóða ykkur öll hjartan-
^ega velkomin, bæði kjörna fulltrúa aðildarsamtakanna og ágæta
gesti.
Alveg sérstaklega býð ég velkomna erlenda gesti okkar, sem nú
eru fleiri en áður hefur verið, svo og fulltrúa innlendra samtaka
íslensks launafólks, sem utan Alþýðusambandsins standa, þ. e. a. s.
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Iðnnemasambands Islands,
Farmanna- og fiskimannasambands íslands, Bandalags háskólamanna
°g Sambands bankamanna.
Erlendir gestir okkar á þessu þingi eru:
Frá: Alþjóðasambandi Frjálsra Verkalýðsfélaga: Steen Silleman
— Alþýðusambandi Evrópu: Mathias Hinterscheid
— Sambandi norrænna verkalýðssamtaka: Richard Traelnes
— Alþýðusambandi Danmerkur: Finn Thorgrimsson
5