Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Síða 13
rétti og bræSralagi allra vinnandi manna, í baráttunni fyrir áhrifum
og völdum verkalýðsstéttarinnar, í baráttunni fyrir fullu og óskoruðu
sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, í baráttunni gegn innlendu sem er-
lendu auðvaldi, í baráttunni fyrir lýðræði, en gegn hvers konar mis-
retti, sem enn viðgengst í þessu landi, í baráttunni gegn tilraunum
stéttarandstæÖinganna til að snúa hjóli tímanna afturábak, en fyrir
stöðugri og farsælli þróun til bættra lífskjara og velferðar allra, sem
kind okkar byggja.
Við munum ekki minnast 60 ára starfs ASl með neins konar of-
laeti, veisluhöldum eða skálaræðum. Við minnumst þess á þann eina
verðuga hátt, að treysta raðir okkar í glímunni við þau margvíslegu
vandamál, sem við er að etja í þeim málefnum, sem standa næst huga
°g hagsmunum íslenskrar alþýðu. Við munum reyna að minnast þess
nreð því að móta á þessu 33. þingi sambandsins stefnuskrá, sem geti
verið okkur nokkur leiðarvísir í starfi okkar um nokkurt skeið, og að
öðru leyti með því að skipuleggja baráttuna, sem framundan er fyrir
beill og hagsmunum stéttarinnar, með ályktunum og ákvörðunum á
þinginu, sem nú er að hefjast, og varða þau mál, sem nú eru efst á
baugi í verkalýÖshreyfingunni.
Þótt fáu einu sé saman að jafna um viðhorf þau, sem ríktu, er
stofnþing ASÍ var báð í Bárubúð árið 1916, svipar þó aðstæðum að
því leyti saman þá og nú, að bæði þingin eru háð við þau skilyrði,
að almenn lífskjör bafa farið versnandi, þótt þau séu að öðru ekki
sambærileg.
Mikilvægasta verkefni þessa Alþýðusambandsþings hlýtur að vera
það að fjalla um þá stórfelldu lífskjara- og launaskerðingu, sem orðið
hefur hjá íslensku verkafólki til sjós og lands á síðustu 2—3 árum, og
að undirbúa gagnsókn verkalýðshreyfingarinnar fyrir endurheimt
þess, sem af henni hefur verið hrifsað síðustu árin, og sem varnar-
barátta hreyfingarinnar hefur ekki megnaÖ að hindra á þessu tíma-
hili.
Oll þróun kjaramála hefur verið á þann veg síðustu árin, að í
næstu kjarasamningum er mikil hækkun á almennum launum óhjá-
kvæmileg, og kjörorð þings okkar, hvað þær snertir, hlýtur að vera
það, að tímabili varnarbaráttunnar sé nú lokið, og sókn hafin til ar)
retta hlut verkalýðsstéttarinnar allrar, en þó fyrst og fremst þeirra,
sem nú búa við skarðastan hlutinn. En sú sókn, sem nú þarf að
9