Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 19
lngs hefur verið háð í lotum. Þar hafa skipst á skin og skúrir —
sókn og vörn.
Undanfarið hefur verið tímabil varnarbaráttu.
Ytri skilyrði á efnahagssviðinu versnuðu fyrir þremur árum.
Þcssu olli tímabundið kreppuástand í heiminum, sem hafði sín
ahrif hér á landi sem víðast annars staðar. Hinni tímabundnu
Þreppu er að ljúka og sóknin upp úr öldudal efnahagsvandræða
að hefjast.
Kjaraskerðing launafólks er orðin gífurleg. Það er viðurkennt
at öllum, að launakjör íslenskrar alþýðu eru nú orðin með því
versta, sem þekkist í VesturJEvrópu.
Fulhrúar atvinnurekenda eru samt við sama heygarðshornið.
Þeir halda því fram, að efnahagsbatinn sé ekki nægilega tryggur.
Ekki sé vogandi að bæta kjör launafólks. Afstaða atvinnurekenda
sem heildar er enn hin sama og hún var um síðustu aldamót:
Að halda niðri kjörum starfsmanna við atvinnureksturinn til þess
'ið meira af afrakstrinum komi í hlut atvinnurekandans.
Það er orðið of algengt, að þeir sigrar, sem sarntök launafólks
'uma 1 kjarasamningum — oft eftir dýrkeyptar vinnustöðvanir —
seu að engu gerðar af ríkisstjórn, Alþingi og bankavaldi.
Það er augljóst, að í nútímaþjóðfélagi eru það ekki launin ein,
sem ráða afkomu launafólks.
Það verður æ algengara, að stjórnvöld breyti með einu penna-
striki kjörum fólks, jafnvel eftir nýgerða kjarasamninga.
Kjaramál launafólks og aðrir þættir efnahagsmála eru óaðskilj-
anleg.
Alþingi, ríkisstjórn og ríkisbankastjórnir fara með það vald, sem
styrkt getur eða eyðilagt þá stefnu í kjaramálum, sem samið er um
V1ð atvinnurekendur og ríkisvald.
Hagsmunir alls fjöldans af launafólki fara saman. Þetta sama
aunatólk er meginþorri íslensku þjóðarinnar.
Því ber launþegasamtökunum ekki aðeins réttur, heldur einnig
skylda til þess að beita áhrifamætti sínum á öllum sviðum efna-
hagsmálanna.
Forgangsverkefnið er, að hefja launakjörin upp af því láglauna-
stigi, sem þau eru komin á.
Síðasta þing BSRB samþykkti einróma að fela forustu samtak-
15