Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Page 26
og gleðilegt mannlíf sé grundvöllur varanlegs friðar í heiminum.
Og við erum öll á þessari skoðun.
Ef við til frambúðar viljum stuðla að varanlegum friði í Evrópu
og í öllum heiminum, þá getum við ekki til lengdar reitt okkur á
pólitísk bandalög, eins og Sovétríkin, Bandaríkin og Efnahagsbanda-
lag Evrópu.
Sömuleiðis mun það ekki nægja, að þessar stórveldasamsteypur
komi sér saman um efnahagslega og fjármálalega stefnu.
Því verðum við að koma til leiðar að þau breyti þannig stefnu
sinni, að tillitsleysi og þjáningum verði útrýmt í heiminum.
Að lokum, þá verðum við ennþá einu sinni að undirstrika það,
að ríku löndin verða að fórna tíma, orku og fjármagni til aðstoðar
hinum fátækari.
Samt sem áður verður að gæta þess, til þess að árangri verði
náð við að bæta lífskjör þessara þjóða, að færðar fórnir verði til
þess að hjálpa verkamönnum í þessum löndum að ráða örlögum
sínum.
Kæru samherjar! Sem fulltrúi 37 milljón félaga í 31 sambandi í
18 evrópulöndum, færi ég ykkur, sambandi ykkar og þingi, bestu
árnaðaróskir.
22