Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Síða 68
Þegar lögð var fram tillaga um Auði Torfadóttur sem 2. vara-
forseta þingsins, tók Björgvin Sigurðsson til máls og lagði fram til-
lögu um Herdísi Ólafsdóttur sem annan varaforseta. Pétur Sigurðs-
son óskaði eftir allsherjaratkvæðagreiðslu. Björn Jónsson óskaði eftir
því að Pétur Sigurðsson drægi tillögu sína til baka. Eðvarð Sigurðs-
son fór fram á, að Pétur félli frá ósk um allsherjaratkvæðagreiðslu
og féllist á skriflega atkvæðagreiðslu. Féllst Pétur Sigurðsson á það.
Urslit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að Auður Torfadóttir hlaut
202 atkvæði, Herdís Ólafsdóttir hlaut 154. Auðir seðlar voru 13.
Fundi var fram haldið kl. 20.40 að afloknu matarhléi.
Framsögumaður kjörbréfanefndar lagði fram ný kjörbréf tveggja
fulltrúa, og voru þau samþykkt samhljóða.
Þá voru þingskjöl númeruð og reyndust fram komin skjöl vera 55.
Þingforseti tók fram, að ekki mætti dreifa neinum plöggum um
þingsalinn, nema að fengnu leyfi þingforseta.
Einnig benti þingforseti á, að tillögur einstaklinga, sem ekki féllu
undir framlögð mál, nema breytingartillögur, yrðu að leggjast fyrir
þingstjórn.
Þingforseti lýsti tillögu um að ræðutími framsögumanna yrði 20
mín., en 10 mín. hjá öðrum ræðumönnum, svohljóðandi:
„Þingið samþykkir, að allar framsöguræður verði takmarkaðar við
20 mínútur, en ræðutími að öðru leyti við 10 mínútur."
Var tillagan samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu.
Pétur Sigurðsson, frá Sjómannafélagi Reykjavíkur, taldi það eðli-
legt, að ræðumenn fengju að taka oftar til máls en sinu sinni eða
tvisvar. ,
Inntökubeiðnir.
Þá voru teknar fyrir og afgreiddar inntökubeiðnir í Alþýðusam-
band íslands. Gaf þingforseti formanni skipulagsnefndar ASÍ, Þóri
Daníelssyni, orðið.
Þórir lýsti inntökubeiðni Félags leiðsögumanna. Sagði hann, að
félagið uppfyllti nú öll skilyrði til inngöngu í ASÍ, og að skipulags-
nefnd mælti eindregið með því að hún yrði samþykkt. Inntöku-
beiðnin var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu.
Þá bar Þórir Daníelsson fram inntökubeiðni Múrarasambands
Islands. Þórir lýsti því, að skipulagsnefnd væri eindregið á móti
64