Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Síða 75
Lagabreytingar.
Nokkrar umræður urðu um lagabreytingar, þingskjal 82. Fram-
sögumaður var Þórir Daníelsson. Hreinn Erlendsson, Jósef Kristjáns-
son og Eðvarð Sigurðsson tóku einnig til máls.
Aðalbreytingar áttu samkvæmt þingskjali 82 að verða „við 13.
gr.“ og „við 41. gr.“ Fyrri tillagan hljóðar svo:
„Lög þeirra félaga, sem aðild eiga að landssamböndum, öðlast
ekki gildi fyrr en stjórn hlutaðeigandi landssambanda og miðstjóm
ASf hafa staðfest þau. Sama gildir um breytingar á lögum og inn-
tökubeiðnir félaga í landssambönd."
En hljóðaði áður: „Lög þeirra félaga, sem aðild eiga að landssam-
böndum, öðlast ekki gildi fyrr en stjórn hlutaðeigandi landssam-
bands hefur staðfest þau. Sama gildir um breytingar á lögum.“
Síðari tillagan hljóðar svo:
„Um landsfélög skal þó gilda sú regla, að hafi ekki verið stofnað
landssamband, sem það hefði rétt til að skipa sér í, og starfssvæði
félagsins er landið allt, skal um skattgreiðslur þess fara svo sem
um landssamband væri að ræða. Verði ágreiningur um framkvæmd
þessarar mgr., skal sambandsstjórn skera úr þeim ágreiningi, að
fengu áliti Skipulagsmálanefndar."
Hér er um viðbót að ræða í lögum ASÍ, og var lagt til, að þessi
mgr. yrði mgr. 5, en að núverandi mgr. 5 verði mgr. 6.
Fyrri breytingartillagan var samþykkt af þorra fundarmanna gegn
3. Síðari breytingin var samþykkt samhljóða.
Lífeyrismál.
Eðvarð Sigurðsson hafði framsögu um lífeyrismál. Talaði hann
um mikilvægi þess, að lífeyrismálin í heild yrðu endurskipulögð, og
að meginmarkmið þeirrar skipulagningar ætti að vera samfellt líf-
eyriskerfi yfir allt landið, að lífeyrisþegar fái sem jafnastar greiðslur,
og að lífeyrir verði verðtryggður. Sömuleiðis var lagt til, að ellilífeyrir
miðist við 65 ára aldur.
Sex þingfulltrúar tóku til máls um lífeyrismálin við fyrstu um-
ræðu. Við aðra umræðu hafði Hermann Guðmundsson framsögu
um lífeyrismál af hálfu nefndar. Sagði Hermann, að samstaða hefði
ekki náðst i nefndinni.
71