Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Page 78
Kjör forystumanna ASÍ.
Benedikt Davíðsson lýsti störfum kjörnefndar. Hann lýsti tillögu
nefndarinnar um forseta, Björn Jónsson. Fleiri tillögur komu ekki
fram og var hún samþykkt með lófaklappi. Síðan lýsti hann tillögu
nefndarinnar um varaforseta, Snorra Jónsson.
Fram kom tillaga frá Margréti Auðunsdóttur um Aðalheiði Bjarn-
freðsdóttur.
Kosningar fóru fram um þau Snorra Jónsson og Aðalheiði Bjarn-
freðsdóttur. Urslit urðu þau, að Snorri Jónsson hlaut 34.250 atkv.
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir hlaut 10.225 atkvæði. Auðir seðlar voru
250, ógildir 125. Snorri Jónsson var því réttkjörinn varaforseti ASl
næsta kjörtímabil.
Þá lýsti Benedikt Davíðsson tillögum meirihluta kjörnefndar um
miðstjórn, þingskj. 90.
Þá lýsti Sverrir Garðarsson tillögu minnihluta kjörnefndar um
þrjá fulltrúa í miðstjórn, þingskj. 91.
Þá var einnig stungið upp á: Guðmundi Þ. Jónssyni, varaform.
Iðju, Reykjavík, Baldri Óskarssyni, V. R., Björgvin Sigurðssyni,
form. Alþýðusambands Suðurlands. Fleiri uppástungur bárust ekki.
Þá var gengið til kosninga og náðu eftirtaldir kjöri í miðstjórn:
Eðvarð Sigurðsson hlaut 41.925 atkv.
Einar Ögmundsson - 40.475 -
Jón Snorri Þorleifsson - 42.000 -
Bjarnfríður Leósdóttir - 35.800 -
Óskar Vigfússon - 42.525 -
Jón Helgason - 42.075 -
Guðríður Elíasdóttir - 42.250 -
Þórunn Valdimarsdóttir - 41.325 -
Jón Agnar Eggertsson - 41.100 -
Hermann Guðmundsson - 42.600 -
Björn Þórhallsson - 28.075 -
Magnús Geirsson - 25.975 -
Guðmundur Þ. Jónsson - 27.800 -
Auk þess hlutu þeir Pétur Sigurðsson 22.000 -
Baldur Óskarsson 21.075 -
Björgvin Sigurðsson 20.375 -
74