Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Page 90
33. þing ASt. Þingskjal nr. 83.
Frá Öryggis- og vinnuverndarnefnd.
Ályktun um lífeyrismál
33. þing ASÍ telur að meðal mikilvægustu réttinda, sem verka-
lýðshreyfingin hefur áunnið sér á síðustu árum séu lífeyrisréttindin.
En þrátt fyrir mikilsverðan áfanga á þessu sviði, skortir mjög á, að
lífeyrisréttindi hins almenna tryggingakerfis og lífeyrissjóðanna veiti
viðunandi elli- og örorkulífeyri. Þörf er skjótra breytinga til hins
betra. Leggur þingið því áherslu á, að endurskipulagningu lífeyris-
kerfisins verði hraðað svo sem kostur er, eins og ákveðið var með
kjarasamningunum í febrúar 1976.
Þingið telur, að meginmarkmið endurskipulagningarinnar skuli
vera þessi:
Að samfellt lífeyriskerfi taki til allra landsmanna.
Að stefna beri að því, að lífeyrisþegar fái sem jafnastar greiðslur.
Að verkafólk öðlist rétt til verðtryggðs lífeyris, er fullnægi þörf-
um lífeyrisþega á hverjum tíma.
Að full eftirlaun og ellilífeyrir miðist við 65 ára aldur.
Að hlutur einhleypinga í hinu almenna tryggingakerfi verði bætt-
ur sérstaldega frá því sem nú er, svo og að hlutur ekkna látinna fé-
lagsmanna í stéttarfélögum, er létust fyrir 1970, verði bættur sér-
staklega.
Að skerðingarákvæði verði ekki beitt á tekjutryggingu vegna
þeirra lífeyrisgreiðslna, sem eftirlaun aldraðra og lífeyrissjóðir verka-
lýðsfélaganna greiða.
33. þing ASÍ. Þingskjal nr. 84.
Frá Öryggis- og vinnuverndarnefnd
33. þing ASÍ, haldið 29. nóvember til 3. desember 1976, hvetur
stjórnir lífeyrissjóða verkalýðshreyfingarinnar til að kanna, hvort
ekki sé grundvöllur fyrir því, að sjóðirnir fjármagni beint á grund-
velli hestu útlánakjara byggingu dvalarheimila fyrir aldrað fólk.
Með því yrði brotið blað í þróun þessara mála og hinum öldruðu
tryggt betur en nú er húsnæði, er hentar betur breyttum aðstæðum.
86