Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 104
og telur það forsendu þess, að ritið þjóni þeim tilgangi, sem því er
ætlað.
Að síðustu vill 33. þing ASÍ taka undir eftirfarandi orð úr stefnu-
yfirlýsingu MFA-samtakanna á Norðurlöndum:
„Námsstarfið á að styrkja samtök alþýðunnar í baráttu hennar
fyrir breyttum þjóðfélagsháttum, er samræmist stefnu hennar og
viðhorfum. Með námsstarfinu vilja alþýðusamtökin stuðla að því,
að auka almenna menntun og skapa raunhæfar forsendur fyrir þátt-
töku þeirra fjölmennu þjóðfélagshópa í menningarmálum, sem lítillar
fræðslu hafa notið.“
33. þing ASÍ. Þingskjal nr. 68.
Frá öryggis- og vinnuverndarnefnd:
Alyktun um vinnuvernd.
Einkennandi fyrir íslenskt atvinnulíf er hinn langi vinnutími
verkafólks.
Sú skoðun, að verkafólk selji heilsu sína um leið og vinnuafl sitt
til atvinnurekenda, ætti að vera löngu úreltur hugsunarháttur.
Vinnustaðir eru um margt ólíkir. Vinnuumhverfið mótast af starf-
seminni, þ. e. húsnæði, tækjum og búnaði vinnustaðarins og svo af
fólkinu, sem þar vinnur. Vinnustaðimir eru fyrst og fremst gerðir
til þess að mæta kröfum framleiðslunnar, en öryggi, aðbúnaður og
heilbrigði verkafólks aukaatriði.
Það er staðreynd, að afar mismunandi er búið að fólki á vinnu-
markaðinum. Þegar gerður er samanburður á aðbúnaði þeirra, sem
vinna annars vegar hjá opinberum stofnunum og stærri fyrirtækjum,
við skrifstofu- og stjórnunarstörf, er miklu verr búið að þeim, sem
vinna framleiðslustörfin. Þessum mismun verður að breyta með
stórbættu vinnuumhverfi verkafólks.
Þrátt fyrir samninga, lög og reglugerðir, sem tryggja eiga öryggi
og heilbrigði verkafólks, er fjöldi vinnuslysa og atvinnusjúkdóma
uggvænlegur, það sýna áþreifanleg dæmi í þessum efnum.
Oryggiseftirlit ríkisins hefur eftirlit með framkvæmd laga og
reglugerða um öryggisráðstafanir á vinnustöðum. Reynslan hefur
sýnt, að sú stofnun veldur ekki verkefninu, sem henni er ætlað sam-
100