Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Síða 107
rannsókna, svo og að tryggt verði, að vinnustaðir verði lausir
við öll slík efni, eftir því sem framast er hægt og sett verði
samnorræn löggjöf um skilgreiningu á mengun og um upplýs-
inga- og skráningarmiðstöð allra efna, sem á markaðinn koma.
Innflytjenclum og innlendum framleiðendum verði gert skylt
að allar upplýsingar um meðferð og innihald slíkra efna verði
á íslensku.
13. Að komið verði á alhliða læknisskoðun, a. m. k. einu sinni á
ári, þar sem tekið verði tillit til starfs og vinnustaðar og á vinnu-
stöðum, þar sem hætta er á, að einhæfni starfa valdi atvinnu-
sjúkdómum, verði ákveðnum tíma daglega varið til líkamsæf-
inga. Komið verði á fót nægilega mörgum og fullkomnum
endurhæfingarstöðvum, er hafi þann tvíþætta tilgang: að koma
í veg fyrir atvinnusjúkdóma, og að veita þeim lækningu, sem
bilast hafa vegna slíkra sjúkdóma eða slysa.
14. Að vinnutímastyttingin, sem sett var í lög 24. des. 1971, verði
gerð virk með því að samið verði um enn frekari takmarkanir
á yfirvinnu, lengri lágmarkshvíld, svo og stefnt að því að fá
fram í áföngum afnám eftir- og næturvinnu. Að sett verði
reglugerð í samráði við verkalýðssamtökin um lágmarkshvíld-
artíma verkamanna (samanber 5. kafla 30. gr. laga um öryggis-
ráðstafanir á vinnustöðum).
15. Að kennt verði í skólum áður en nemendur fara út í atvinnu-
lífið, hvers virði heilsa og vinnuumhverfi er hverjum manni.
16. Að þau lög og reglugerðir, sem til eru hverju sinni um vinnu-
vernd og öryggi á vinnustöðum séu haldin.
33. þing ASÍ telur að frumvarp til laga um vinnvernd, sem samið
var að tilhlutan félagsmálaráðherra 1973, hafi stefnt til bóta í vinnu-
verndarmálum, einkum vegna þess, að þar er gert ráð fyrir að öll
lög varðandi vinnuvernd, væru felld í einn lagabálk og sett undir
eitt ráðuneyti. Frumvarpið er að nokkru leyti sniðið eftir norskri
vinnuverndarlöggjöf. En svo var einnig um frumvarp um vinnu-
vernd, er samið var af svonefndri vinnutímanefnd, er skipuð var
samkv. þingsályktun Alþingis á árinu 1965, en hlaut ekki verð-
skuldaða athugun og var aldrei lagt fyrir Alþingi.
Síðan frumvarpið var samið, hefur margt breyst í þessum efnum,
103