Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 14
12 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Viðtal Hinsegin heilbrigði Sigurður Ýmir Sigurjónsson útskrifaðist vorið 2020 sem hjúkrunarfræðingur, hann starfar sem ráðgefandi hjúkrunarfræðingur hjá Samtökunum 78 og er einnig aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann hefur auk þess sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Sigurður Ýmir heldur fyrirlestra um hinsegin heilbrigði og segir mikilvægt að kveðja niður fordóma því fordómar komi niður á þjónustu gagnvart hinsegin einstaklingum og gerir það að verkum að þessi hópur veigrar sér við að leita aðstoðar. Hvað er hinsegin heilbrigði? „Það er mjög erfitt að útskýra svona vítt hugtak í stuttu máli þar sem hinsegin hópurinn er svo ótrúlega fjölbreyttur. Hinsegin heilbrigði snýr að samfélagslegri samþykkt gagnvart hinsegin flórunni, og áhuga hjá heilbrigðisþjónustu að sinna þessum hópi. Hinsegin heilbrigði snýr að miklu leyti að aðgengi að heilbrigðisþjónustu og að samfélagslegri stöðu hinsegin einstaklinga,“ segir Sigurður og tekur fram að þetta sé einföld útskýring á mjög víðu hugtaki. Hvernig kviknaði áhugi þinn á „stöðu“ hinsegin fólks innan heilbrigðiskerfisins? „Ég er frekar nýr af nálinni sem hjúkrunarfræðingur en ég hef starfað innan heilbrigðiskerfisins í að verða áratug. Á þeim tíma hef ég starfað innan fjölmargra deilda, ég hef séð ótrúlega fjölbreyttan hóp einstaklinga og rætt við margt starfsfólk innan heilbrigðiskerfisins. Ég, sem hinsegin einstaklingur sjálfur, hef verið að fylgjast með orðræðunni meðal starfsmanna og séð framkomu gagnvart sjúklingum sem hefur því miður verið fordómafull og ekki kerfinu til sóma. Þegar ég var í mínu námi þá heyrði ég bara talað um hinsegin einstaklinga sem sjúkdómsvædda – þá samkynhneigða menn í tengslum við HIV, trans fólk og intersex einstaklinga í tengslum við skurðaðgerðir o.s.frv. Það er aldrei rætt um fjölbreytileika hópsins og hvernig skal nálgast hópinn á viðeigandi og fagmannlegan máta. Þar fann ég mér smáverkefni eftir að ég útskrifaðist og hafði fljótt samband við Samtökin 78 og spurði hvort þau hefðu áhuga á því að hafa hjúkrunarfræðing á sínum snærum sem var raunin.“ Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir | Mynd: úr einkasafni Sigurður Ýmir hjúkrunarfræðingur segir að fræðsla sé sterkasta vopnið gegn fordómum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.