Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 20
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Gunnar Pétursson hjúkrunarfræðingur á bráðadeild í Ástralíu Gunnar Pétursson er 36 ára hjúkrunarfræðingur sem starfar á bráðadeild á St Vincent’s Hospital í Sydney. Sjúkrahúsið skiptist í almennings- og einkasjúkrahús og á bráðadeildinni þar sem hann starfar eru um það bil 50.000-60.000 komur á ári en um 350 rúm eru á sjúkrahúsinu í heildina. Gunnar er giftur Biöncu sem er lögfræðingur og eiga þau hjónin fimm ára gamla tvíbura sem heita Björn Tómas og Chiara Ingibjörg. Blaðamaður heyrði í Gunnari og lífið virðist vera nokkuð gott þarna hinum megin á hnettinum. Hitastigið um 20 gráður í nóvember og starfsfólkið á spítalanum þar sem Gunnar vinnur almennt ekki að keyra sig út með aukavöktum. Launin segir hann vera aðeins lægri en starfsánægjan meiri því farið sé eftir mönnunarviðmiðum. Hann mælir hiklaust með því að hjúkrunarfræðingar með útþrá láti verða af því að flytja og prófa eitthvað nýtt því reynslan skili sér svo inn í heilbrigðiskerfið heima á Íslandi þegar fólk kemur til baka. Texti: Sigríður Elín Ásmundsdóttir „Ég útskrifaðist árið 2010 með BSc-gráðu frá Háskóla Íslands og árið 2014 með Master of Emergency Nursing frá University of Sydney,“ segir Gunnar en hver er maðurinn í einni setningu? „Ég spurði kollega minn og hennar svar var: „Oh you mean that mad Icelander? Rough as a rock on the surface, but once you get to know him he´s a big old softie on the inside,“ svarar hann og hlær og bætir við að hann sé fyrst og fremst pabbi, eiginmaður, bróðir og sonur. Og ef við yfirfærum þessa setningu kollega hans gróflega yfir á íslensku myndi hún hljóma einhvern veginn svona: Ertu að tala um þennan ,,reiða“ Íslending? Grjótharður á yfirborðinu en þegar þú kynnist honum er hann algjört ljúfmenni. ,,Hjúkrun er fyrir mér skemmtilegt áhugamál sem ég fæ borgað fyrir,“ segir hann glaður í bragði en hvers vegna ákvað hann að fara í hjúrkunarfræðinám frekar en eitthvað annað? „Ég man eftir því að hafa horft á þætti eins og Bráðavaktina (ER) og aðra svipaða þætti og bráðaumhverfið heillaði mig mjög. Öll þessi spenna og adrenalín, en samt var líka tími fyrir mannlega þáttinn. Ég hóf svo störf á bráðamóttöku árið 2010 og þá var ekki aftur snúið, bráðahjúkrun varð fyrir valinu. Í starfi á bráðadeild sér maður fólk á oft verstu stundum lífs síns og fær að vera með því gegnum ferlið, frá komu til útskriftar eða innlagnar. Ég fæ smátíma með hverjum og einum sjúklingi sem ég sinni og fegurðin við bráðahjúkrun finnst mér felast í því að gera sem mest úr þeim stutta tíma sem maður fær með hverjum og einum. Þegar sjúklingur kemur inn um dyrnar þarf ég sem bráðahjúkrunarfræðingur að reiða mig á þá faglegu þekkingu sem ég hef aflað mér, reynsluna sem kennir mér að greina milli bráðra veikinda og veikinda sem eru ekki eins bráð og hvað ég geri við þessar upplýsingar til að gera ferli sjúklingsins í gegnum bráðaumhverfið sem öruggast, skilvirkast og þægilegast,“ segir Gunnar. Allt njörvað niður í reglur og tékklista Er vinnuumhverfið á sjúkrahúsinu þar sem þú starfar ólíkt því sem þú þekkir frá á Íslandi? ,,Já, á vissan hátt þurfti ég að læra margt upp á nýtt þegar ég kom hingað fyrir rúmum þremur árum. Það sem sló mig mest er hvað allt hérna er njörvað niður í reglur og tékklista. Sama hversu reyndur starfsmaðurinn er og hversu mikla faglega færni hann hefur öðlast Viðtal

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.