Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 24
22 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Hvers vegna ákvaðst þú að flytja frá Íslandi? Og hvers vegna Svíþjóð? Mig hefur alltaf langað til að prófa að búa erlendis, stækka sjóndeildarhringinn og læra nýtt tungumál. Svíþjóð er í hæfilegri fjarlægð frá Íslandi, tungumálið og menningin mjög lík en samt aðeins ólík. Svo er Stokkhólmur mjög falleg og skemmtileg borg. Það er gaman að prófa að búa í stórborg og vinna á hátæknisjúkrahúsi. Hvernig gekk að sækja um vinnu erlendis, var það flókið ferli? Nei, það var alls ekki flókið ferli. Ég byrjaði að leita á Netinu og fann þá atvinnuumsókn hjá deildinni sem ég vinn á í dag. Áður en ég var ráðin fór ég í nokkur atvinnuviðtöl, þar á meðal eitt á sænsku en á þeim tíma var sænskukunnátta mín takmörkuð en ég fékk samt að lokum vinnuna. Hvers vegna valdir þú nýburagjörgæslu? Ég vann á gjörgæslu heima á Íslandi, bæði með námi og eftir útskrift. Mér finnst gjörgæsluumhverfið mjög spennandi en mig hefur líka alltaf langað til að verða ljósmóðir. Eins og hjá svo mörgum var það ástæðan fyrir því að ég valdi hjúkrun. Ég hef alltaf verið heilluð af nýburahjúkrun. Mig langaði að prófa og sjá hvort að þetta væri sú hjúkrun sem ég vildi vinna við, ég var með þessu eiginlega Ásta María starfar á nýburagjörgæsludeild Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi Ásta María Ásgrímsdóttir er íslenskur hjúkrunarfræðingur sem býr og starfar í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hún útskrifaðist árið 2019, starfaði í eitt ár á gjörgæsludeild og ákvað svo að freista gæfunnar og flytja erlendis. Í dag starfar Ásta á nýburagjörgæsludeild á Karólínska sjúkrahúsinu. Hún býr með kærasta sínum í höfuðborginni og nýlega stækkaði litla fjölskyldan þegar sænsk-danski garðhundurinn Bilbó bættist við hana. Ásta María var til í að svara nokkrum spurningum um lífið í Svíþjóð þegar blaðamaður hafði samband við hana á dögunum. Texti: Sölvi Sveinsson | Myndir: Úr einkasafni Viðtal

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.