Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 30
28 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Laugavegshlaupið Sjúkragæsla í Þórsmörk Laugavegshlaupið var haldið þann 17. júlí í sumar en hlaupið er um 55 kílómetrar þar sem þátttakendur hlaupa úr Landmannalaugum í Þórsmörk. Leiðin er krefjandi, hlaupið er í snjó, yfir ár, í gegnum hraun og sanda með tilheyrandi brekkum. Í ár var bæði mótvindur, sól og talsverður hiti sem gerði mörgum hlaupurum erfiðara fyrir. Fjórir hjúkrunarfræðingar og einn læknir sinntu sjúkragæslu í Þórsmörk og einn hjúkrunarfræðingur var við Emstrur en alls kláruðu um 450 hlauparar hlaupið í ár. Við endamarkið í Þórsmörk var reist sjúkratjald sem allir hlauparar fóru í gegnum. Tjaldið var tvískipt þar sem frískir hlauparar sátu í stólum en fyrir þá sem þurftu meiri aðhlynningu voru legubekkir. Helstu verkefnin í sjúkratjaldinu fólust í því að sjá til þess að hlaupararnir fengju næringu og drykki en einnig þurfti að búa um sár og hrufl. Nokkrir þátttakendur þurftu að fá æðalegg og vökva í æð og vöðvakrampar og verkir hér og þar hrjáðu nokkuð marga hlaupara eftir þessa hrjóstrugu og löngu leið. Texti: Sölvi Sveinsson / Myndir: Sölvi Sveinsson og Hulda Gísladóttir Skemmtileg áskorun að vinna í sjúkratjaldi fjarri mannabyggðum Það var áberandi hversu miklar tilfinningar hlaupararnir upplifðu þegar þeir komu í mark, bæði gleði og sorg. Líkt og gengur og gerist náðu sumir markmiði sínu en aðrir ekki. Í sjúkratjaldinu skapaðist skemmtileg stemning þar sem hlauparar deildu upplifun sinni af hlaupinu hver með öðrum. Að fá að taka þátt í sjúkragæslu fjarri mannabyggðum var áhugavert og hollt fyrir mig sem hjúkrunarfræðing. Að stíga fyrir utan hið hefðbundna sjúkrahúsumhverfi og þurfa að bjarga sér var áskorun því starfsaðstæðurnar voru svo gjörólíkar því sem ég þekki úr mínu starfi á Landspítala. Dagurinn var annasamur og langur en að sama skapi skemmtilegt ævintýri. Ég gæti vel hugsað mér að sinna fleiri svona verkefnum í framtíðinni og læt nokkrar svipmyndir úr sjúkragæslunni í Þórsmörk í sumar fylgja með svo lesendur fái betri innsýn í stemninguna og aðstæður á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.