Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 36
34 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Hjúkrunarfræðineminn
HJÚKRU
N
AR
FR
Æ
ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM
Arney Þyrí Guðjónsdóttir
?
Ljósmæðurnar á fæðingardeildinni á
Akranesi miklar fyrirmyndir
Aldur: 27 ára.
Hvers vegna valdir þú hjúkrunarfræði?
Ég hef unnið við umönnunarstörf síðan ég fór á vinnumarkaðinn sem
unglingur. Áhugi minn hefur alltaf verið að vinna með fólki en ég var ekki
viss hvort mig langaði meira að fara í hjúkrunarfræði eða þroskaþjálfann
fyrr en ég fór að eignast börn sjálf, þá gerðist eitthvað og það var ekki
spurning lengur hvað ég vildi læra.
Skemmtilegasta fagið?
Þessa önnina er það hjúkrunarfræðiáfanginn, það er auðvitað alltaf
skemmtilegast að fá að vera í verklegu námi. Annars fannst mér vefja- og
frumulíffærafræði mjög skemmtileg fyrstu önnina í skólanum.
Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu?
Það var ekkert þannig sem kom mér á óvart, en ef ég á að nefna eitthvað
þá var það helst að nemendur eru öllum aldri. Ég hugsaði með mér þegar
ég skráði mig í hjúkrunarfræði í HA að ég hlyti að vera með þeim eldri
sem væri að fara í klásus, en raunin var allt önnur sem var alveg ótrúlega
skemmtilegt. Ekki bara vegna þess að ég telst vera nokkuð ung í þessum
árgangi heldur er líka bara svo gaman að sjá að það er aldrei of seint að
hefja nýjan starfsferil eða elta drauma sína. Hvort sem fólk er 40, 50 eða
jafnvel 60 ára.
Hvað, ef eitthvað, finnst þér vanta í námið?
Stundum langar mig að segja skipulag, en það er ekki alltaf. Ég er svona
týpa sem vil helst hafa allt á hreinu og sem lengstan fyrirvara til að geta
skipulagt mig, sumir kennarar eru ekki alveg á sama máli.
Eftirminnilegasti kennarinn?
Ég hef kannski ekki verið nógu lengi í skólanum til að kynnast öllum
kennurunum en ég á alveg marga uppáhaldskennara. Börkur er ótrúlega
skemmtilegur í kennslu og lætur mann fá áhuga á efninu, en hann er
líka svo agalega klár að hann getur komið með nokkuð
svakalegar spurningar á prófi. Kennararnir okkar í
verklegu kennslunni eru líka allar mjög skemmtilegar.
Ég gæti talið upp marga í viðbót, en í rauninni eru
allir kennarar sem hafa þennann rosalega áhuga á
námsefninu og tala til manns og í kringum efnið
þannig að maður fær líka áhuga, þeir eru allir
eiginlega eftirminnilegastir og skemmtilegastir.
Önnur menntun, lærðir þú eitthvað annað
áður en þú ákvaðst að fara í hjúkrun?
Ég er ekki mjög menntuð kona, en ég kláraði
stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði
og fór í Landbúnaðarháskóla Íslands
og lærði þar búfræði án þess að klára
það nám. Hef samt tekið alls konar
námskeið sem tengjast umönnun
og er með skotvopnaleyfi og litlu
vinnuvélaréttindin.
Fyrirmyndir í lífinu og/eða
hjúkrun?
Þær eru margar, en tengt mínu
námi verð ég að segja að þær
ljósmæður sem ég hef kynnst á
fæðingardeildinni á Akranesi,
og þá sérstaklega þær sem voru
með mér í mínum fæðingum
og í mæðravernd, eru
algjörar fyrirmyndir fyrir mér.
Umhyggjan, fagmennskan
og öryggið sem þær sýna er
ótrúlegt. Móðir mín er líka
stór fyrirmynd í mínu lífi. Hún
byrjaði seint í menntaskóla og í háskóla, eða eftir að hún var byrjuð að
eignast börn en hún rúllaði upp sínu námi með miklum metnað og áhuga.
Það var alveg dásamlegt að heyra hana tuða yfir einkunum sem voru undir
8,5-9. Þannig ég hef reynt að smita mig af þeim metnað sem hún hafði
gagnvart sínu námi og hefur gagnvart sinni atvinnu núna.
Draumastarfið?
Einn daginn ætla ég mér að verða ljósmóðir, það er draumurinn,
toppurinn.
Hvað heillar þig mest við hjúkrunarfræði?
Að vinna með fólk og hjálpa því, ég elska að vera í kringum fólk og að geta
fengið að hjálpa því.
Mælirðu með þessu námi?
Ég held ég geti alveg fullyrt það að þetta er alveg frábært nám, þvílíkt sem
maður lærir fyrir utan hvað maður kynnist skemmtilegu fólki.
Besta nestið?
Eldfjallaskyrið frá MS og sviðasultusneið er gott kombó, en annars er ég
líka mikil kjúklingasalats týpa.
Hvernig slakar þú á eftir erfiðan dag?
Set eitthvað skemmtilegt í sjónvarpið og tek upp prjónana, það er held ég
ekkert sem getur látið mig slaka eins vel á eins og að prjóna, hvað þá ef
maður er með eitt glas af rauðvíni með því.
Uppáhaldshreyfingin?
Ég væri að ljúga heldur harkalega ef ég segðist vera einhver íþróttaálfur og
gæti ekki valið á milli æfinga. Góður göngutúr er besta hreyfingin að mínu
mati.
Þrjú stærstu afrek þín í lífinu hingað til?
Drengirnir mínir tveir að sjálfsögðu, að komast í gegnum klausus er líka
stórt afrek og fasteignakaup, þetta er svona það sem mér dettur fyrst í hug.
Hvað gerir þú fyrir umhverfið? Ég reyni eins vel og ég get að flokka rusl
og ég kaupi mikið notað, bæði hluti og föt, í stað þess að kaupa nýtt.
Hvað gleður þig mest?
Það þarf frekar lítið til að gleðja mig. Falleg augnablik, samvera með vinum
og fjölskyldum þeirra og þegar vinkonur og vinir senda mér myndir af
börnunum sínum, það gleður mig sérstaklega að fá myndir af þeim í fötum
sem ég hef prjónað. Ég elska þegar fjölskyldan mín nær að koma öll saman,
það gerist orðið svo sjaldan. Þegar strákarnir mínir leika fallega saman án
þess að rífast og sína hvor öðrum umhyggju og sanngirni. Góðar einkunnir
eftir mikla vinnu gleðja mig líka og svo margt, margt, annað.
Hvað hryggir þig helst?
Óréttlæti og vanvirðing í garð náungans, lélegt heilbrigðiskerfi og
ósanngjörn laun leikskólakennara, kennara og svo margra aðra sem sinna
mikilvægum störfum í samfélaginu.
Uppáhaldsveitingastaður?
Tjöruhúsið á Ísafirði, steiktu gellurnar, steinbíturinn og fiskisúpan hans
Magga Hauks er eitt mesta sælgæti sem hægt er að fá.
Fallegasta borg sem þú hefur heimsótt?
Ég hef ekki ferðast mjög víða en Les Sable d´Olonne í Frakkalandi er mjög
falleg.
Besti bar fyrir hamingjustundir? Það er enginn bar þar sem ég bý og ég
fer skammarlega sjaldan á bari. Ætli ég færi ekki á bar á Akureyri ef ég væri í
lotu í skólanum ef ég ætlaði að fara á happy hour.
Dýrmætasti hlutur sem þú átt? Held ég að ég verði að segja flestir
kjólarnir mínir, ég er með kjólablæti og get ekki lýst því með orðum hvað ég
held mikið upp á kjólana mína.
Ef ekki hjúkrunarfræðingur hvað þá? Ég hugsa að ég hefði farið í
þroskaþjálfann ef ég hefði ekki farið í hjúkrunarfræði.
Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Ég brosmild og jákvæð
og ég er góður bakari og elska að hafa sem mest að fólki í kringum mig og
helst að hafa alla í mat eða kaffi.