Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 50
48 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Hjúkrunarmeðferð
Mikilvægasta meðferðin er að aflétta þrýstingi.
Meðferð er einstaklingsmiðuð og byggist á teymisvinnu
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og
lækna.
Hver íbúi í áhættuhópi fær vandlega unnið hjúkrunarferli þar
sem viðeigandi hjúkrunargreining og meðferð er sett fram.
Þrýstingssár af stigi eitt og tvö munu í flestum tilfellum
gróa vel ef hugsað er vandlega um þau. Stig þrjú og fjögur
eru erfiðari viðfangs og getur tekið langan tíma að græða
(MedlinePlus, 2016).
Mælt er með að sjúklingur liggi á þrýstingsdreifandi undirlagi,
loftskiptadýnum (ef <12 á Bradenkvarða) og sé á snúningstöflu
(ef <18 á Bradenkvarða), eftir þörfum. Einnig er mælt með
að varast að hreyfa sjúkling þannig í rúmi að húðin dragist
eftir yfirborðinu. Gott getur verið að púðra létt yfir lakið, það
dregur úr núningi (MedlinePlus, 2016).
Sjálfráðar og ósjálfráðar hreyfingar geta leitt til áverka vegna
núnings, sérstaklega á hælum og olnbogum. Með því að nota
hjálparbúnað, svo sem spelkur á fætur, má draga úr snertingu
við undirlag og þannig flýta gróanda, til dæmis á hælum.
Forðast skal að nudda viðkvæma staði yfir beinum vegna
minnkaðs blóðflæðis til húðar (MedlinePlus, 2016).
Mælt er með að notaður sé hjálparbúnaður til að auðvelda
sjúklingi að hagræða sér, lyfta sér og færa á milli staða, svo
sem gálga og rúmgrindur. Einnig er mælt með að skipta um
stellingar á tveggja tíma fresti eða eftir þörfum og að fólk sitji
ekki í stól lengur en 15 mínútur án þess að hreyfa sig örlítið
(Mayo Clinic, 2014). Iðjuþjálfar útvega hjólastólasessur við
hæfi hvers og eins.
Þegar hagrætt er í rúmi er mælt með að nota kodda við bak
og á milli fóta til að forðast að útstæð bein núist saman.
Svampfleyga má nota undir dýnur til að breyta álagspunktum
í rúmi. Einnig er gott að lágmarka álag á mjaðmir með því
að rétta ekki of mikið úr fótum. Markmiðið með hagræðingu
og snúningi rúmliggjandi sjúklinga og þeirra sem háðir eru
hjólastól er að draga úr þrýstingi á þeim stöðum sem mest
mæðir á og tryggja þannig nægilegt blóðflæði til vefja. Ráðlagt
er að nota ekki leguhringi því þeir geta valdið þrýstingi á
öðrum svæðum (Mayo Clinic, 2014).
Tryggja ætti næga vökvaneyslu til að viðhalda raka
húðarinnar. Þurr húð hefur minni teygjanleika og þannig
getur hætta á afrifum aukist. Góð næring er alltaf mikilvæg,
ekki síst til að fyrirbyggja og græða þrýstingssár (Anna
Birna Jensdóttir, 1990). Allt hrumt eða veikt eldra fólk ætti
að fá orku- og prótínþétt fæði. Rannsóknir hafa sýnt að
viðbótarnæring bætir næringarástand hjá veikum öldruðum
(Landspítali, 2008; RHLÖ, 2018). Næringardrykkir og prótínduft
geta bætt næringarástand þeirra.
Húð þarf að halda hreinni með mildri sápu og baði eftir
þörfum. Raka er viðhaldið með því að bera á húðina rakakrem.
Mælt er með að nota rakadrægar umbúðir, bleiur og
undirbreiðslur þegar þess er þörf. Hreinsa á húð varlega eftir
þvag- og hægðalosun með hreinsiefnum og mjúkum klútum.
Rakri húð er hætt við ertingu, afrifum og sýkingum. Skipta
ætti um bleiur þegar þær eru orðnar blautar fremur en að bíða
þangað til þær eru mettaðar hjá viðkvæmum einstaklingum
(MedlinePlus, 2016).
Handhreinsun er þýðingarmesta einstaka
atriði til að hindra dreifingu sýkla. Rétt
framkvæmdur handþvottur fjarlægir mestan
hluta þeirra flökkusýkla sem koma á hendur
við ýmis störf. Handskart kemur í veg fyrir
fullnægjandi handþvott og skal því fólk, sem
sinnir sjúkum, ekki bera slíkt við störf sín. Íbúar,
ættingjar og gestir eru jafnframt hvattir til að
spritta hendur.
Sáramynd eru af hæl. Þetta sár á hæl tókst að græða á innan við 10
vikum með því að nota rennandi volgt kranavatn og milda sápu, oftast
gert í sturtunni. Það var þerrað og látið lofta um það í 30 til 60 mínútur.
Síðan var borið á sárið „intrasite“-gel (rakagel), Biatain ag (silfur), Allevyn
(svampur sílíkon snertilagi), fest með vafningi og silkiplástri. Þetta var gert
annan hvern dag eða oftar eftir þörfum. Spelka var notuð til að halda hæl
á lofti.
Gæta þarf þess að loft leiki um húð, eftir hreinsun og þerrun
sára og hjá þeim sem nota umbúðir og bleiur að staðaldri.
Sjúkraþjálfarar geta veitt meðferð með leysigeislum sem
örva blóðstreymi til sárasvæðis. Sérstaklega þarf að huga að
samspili verkjameðferðar við legu- og setstöður hjá íbúum
með verki.
Mikilvægur þáttur í sárameðferð er að vernda sárið fyrir hvers
kyns hnjaski. Gæta þarf að því að búa þannig um sárið að
umbúðir þrengi ekki að eða festist ofan í sárinu.
Meðferð sára beinist að þremur þáttum: hemja bakteríuvöxt,
hreinsa burt óæskilegan vef úr sári og tempra raka (Guðbjörg
Pálsdóttir, 2010) þannig að sárið sé rakt án þess að vera baðað
Þrýstingssár