Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 52
INNGANGUR Parkinsonssjúkdómur (PS) er langvinnur taugasjúkdómur sem skerðir hreyfigetu og vellíðan. Ófyrirsjáanleiki einkenna gerir það að verkum að einstaklingar með PS eiga það til að draga sig í hlé og taka síður þátt í félagslegum athöfnum. Dansmeðferð getur verið bæði gagnlegt og skemmtilegt meðferðarúrræði til að spyrna á móti sálfélagslegum afleiðingum sjúkdómsins og til að viðhalda hreyfigetu. Í þessari grein verður niðurstöðum fræðilegrar samantektar 18 rannsóknargreina með mismunandi rannsóknarsniði lýst; eigindlegu (n=3), megindlegu (n=9) og fýsileikarannsóknir (n=6) þar sem skoðaður er ávinningur og útfærsla dansmeðferðar til að bæta hreyfigetu og líðan hjá einstaklingum með PS. Auk þess ætlum við að draga fram þætti sem þarf að hafa í huga þegar dansmeðferð er skipulögð til þess að hún sé fýsileg, örugg og skili sem mestum ávinningi. Parkinsonssjúkdómur og dans sem einkennameðferð Parkinsonssjúkdómnum (PS) fylgja ýmis einkenni svo sem hægar hreyfingar, stirðleiki, hvíldarskjálfti og óstöðugleiki og önnur einkenni sem eru ekki eins sýnileg s.s. verkir, hægðatregða, vitsmuna- og hegðunarbreytingar og svefntruflanir (Tysnes og Storstein, 2017). Með framþróun sjúkdómsins upplifa einstaklingar með PS sívaxandi erfiðleika við að sinna athöfnum daglegs lífs og standa andspænis sálfélagslegum áskorunum (Lee o.fl., 2015). Enn þann dag í dag er ekki til lækning við PS en notast er við einkennameðferð þar sem áhersla er lögð á að auka vellíðan (Lee og Gilbert, 2016). Dansmeðferð hefur jákvæð áhrif á hreyfigetu auk þess að leiða til bættrar vitrænnar getu og sálfélagslegrar líðanar (Aguiar o.fl., 2016; Bek o.fl., 2020; Hidalgo-Agudo o.fl., 2020, Raje o.fl., 2019). Enn fremur gerir dansmeðferð nánustu aðstandendum og einstaklingum með PS kleift að stunda sameiginleg áhugamál sem eykur nánd, samheldni og ánægju (Shanahan o.fl., 2015). Dansmeðferð til að efla hreyfingu, vitræna færni og sálfélagslega líðan hjá einstaklingum með Parkinsonssjúkdóm: fræðileg samantekt MARIANNE ELISABETH KLINKE dósent í Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga, LSH. JÓNAS DAÐI DAGBJARTARSON hjúkrunarfræðingur, Taugalækningadeild B2, LSH. SIGNÝ BERGSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur mótttökugeðdeild 33A/C, LSH. SNÆDÍS JÓNSDÓTTIR Parkinsonsshjúkrunarfræðingur í námi til sérfræðingsviðurkenningar, Göngudeild taugasjúkdóma, Taugalækningadeild B2, LSH. JÓNÍNA H. HAFLIÐADÓTTIR Sérfræðingur í hjúkrun einstaklinga með taugasjúkdóma með áherslu á Parkinsonssjúkdóm, Göngudeild taugasjúkdóma, Taugalækningadeild B2, LSH. Höfundar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.