Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 53
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 51 Fræðigrein Saga dansmeðferðar fyrir einstaklinga með PS má rekja til ársins 2001, en þá voru hannaðir sérstakir danstímar í Bandaríkjunum sem kölluðust ,,Dansað fyrir Parkinson“ (e. Dance for Parkinson’s Disease), þar sem einstaklingum með PS og aðstandendum þeirra var boðið að taka þátt. Tímarnir voru þróaðir í samvinnu danskennara, Parkinsonssamtakanna í Brooklyn og hinum fræga Mark Morris-danshóp (sjá dæmi um slíka danskennslu á eftirfarandi krækju: https://youtu. be/ENu51imonmU ). Kennsluaðferðunum var lýst þannig að danskennari gaf munnlegar leiðbeiningar og þátttakendur áttu að einbeita sér að því að endurtaka taktfastar hreyfingar við tónlist (Westheimer o.fl., 2015). Einstaklingarnir höfðu ekki dansfélaga og voru með þokkalega hreyfigetu. Síðan þá hafa þróast margar mismunandi dansmeðferðir sem jafnvel eru sniðnar að einstaklingum með mikla hreyfiskerðingu. Í þeim tilvikum er dansmeðferðin framkvæmd með hjálpartækjum eða jafnvel á meðan einstaklingur er sitjandi (sjá dæmi á eftirfarandi krækju: https://youtu.be/5utV1ERgbs8). Áhrif dansmeðferðar á hreyfieinkenni Ljóst er að dansmeðferð skilar góðum árangri við PS. Í dansmeðferðinni er unnið markvisst að því að efla hreyfifærni, meðal annars með því að fá þátttakendur til að teygja á vöðvum, taka skref og halda jafnvægi (Hashimoto o.fl., 2015; McNeely o.fl., 2015). Mörg dansform þykja vinsæl í þessum tilgangi. Þar má til dæmis nefna tangó, en sá dans er mjög taktfastur og felur í sér örvun á hreyfingum líkt og að snúa sér, taka skref aftur á bak og framkvæma hreyfingar á mismunandi hraða. En það eru einmitt þær hreyfingar sem reynast einstaklingum með PS sérstaklega erfiðar (McNeely o.fl., 2015). Auk ofannefnds ávinnings bætir tangó einnig jafnvægi, stöðugleika og þar af leiðandi göngulag (Pereira o.fl., 2019; Raje o.fl., 2019) (sjá má dæmi um tangó dansmeðferð á eftirfarandi krækju: https://youtu.be/EajsKP-ARIE). Hjúkrunarfræðingar sem vinna með einstaklingum með PS þurfa að geta upplýst þá um ýmis meðferðarúrræði. Ljóst er að dansmeðferð hefur marga kosti en frekari vitneskju vantar hins vegar um mikilvæga þætti sem þarf að taka tillit til þegar dansmeðferð er skipulögð. Til dæmis hvaða upplýsingar þarf að veita sjúklingum og aðstandendum þeirra ásamt því að varpa ljósi á þætti sem hafa áhrif á þátttöku og öryggi. BAKGRUNNUR – Saga og notkun dansmeðferðar við Parkinsonssjúkdómi Framkvæmd var fræðileg samantekt á ritrýndum greinum, birtar 2017-2021. Leit að gögnum: Upphaflega var gerð frjáls textaleit þar sem mismunandi samsetningar af leitarorðum voru notaðar til að finna næm leitarorð, sjá leitarorð í töflu 1 ásamt inntöku- og útilokunar skilyrðum. Við lokaleitina voru notuð tvö næmustu MeSH-leitarorðin ,,Dance therapy“ og „Parkinson’s disease“. Skoðaðar voru kerfisbundnar samantektir birtar um efnið og gerð afturvirk snjóboltaleit á heimildalistum þeirra. AÐFERÐAFRÆÐI Greining og framsetning niðurstaðna: Átján rannsóknar- greinar stóðust inntökuviðmiðin, sjá yfirlit yfir heimildaleit á mynd 1. Upplýsingar um hverja og eina rannsókn voru settar fram í töflum, sjá fylgirit í vefútgáfu tímaritsins á hjukrun.is. Síðan voru töflurnar notaðar til að taka saman helstu niður-stöður með orðum. Tafla 1. Leitarorð P Einstaklingar með Parkinson´s, aðstandendur þeirra, heilbrigðisstarfsfólk, dansþjálfarar og sjálfboðaliðar (Parkinson‘s disease, relatives, healthcare professionals, volunteers) I Dansmeðferð (Dans, theraphy, treatment, protocol) C Hefðbundin meðferð eða önnur sálfélagsleg- eða líkams- ræktarúrræði O Hreyfigeta, ekki-hreyfieinkenni, sálfélagsleg líðan, vitræn geta T Allir tímapunktar í sjúkdómsferlinu óháð framgangi sjúkdómsins S Eigindlegar og megindlegar rannsóknargreinar auk fýsi- leikarannsókna (Quantitative studies, qualitative studies, experience, feasibility studies) Gagnagrunnur: Leitað var í rafræna gagnagrunninum PubMed við öflun gagna fyrir niðurstöðukaflann. Dagsetning leitar: Þar sem áætlað var að horfa á nýjusta þróun í dans- meðferð var ákveðið að miða við fjögurra ára tímaramma eða greinar sem voru birtar frá 2017 til 2021. Þátttakendur: Einstaklingar með PS óháð sjúkdómslengd, makar eða nánir aðstandendur, dansþjálfarar, sjúkraþjálfarar, heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar tóku þátt í dans- meðferð. Tími í sjúkdómsferli og staðsetning sjúklings: Allar rannsóknir sem fjölluðu um dansmeðferð voru teknar með óháð alvarleika sjúkdómsins og staðsetningu sjúklinga. Tegundir rannsókna: Allar tegundir rannsóknagreina birtar í ritrýndum tíma- ritum, sem uppfylltu inntökuskilyrði og voru byggð upp samkvæmt Introduction, Method, Results and Discussion - IMRAD viðmiðunum, voru teknar með. Tungumál: Greinar sem voru skrifaðar á ensku eða íslensku. Greinar á öðrum tungumálum voru útilokaðar. Leit samkvæmt PICOTS Inntöku- og útilokunarskilyrði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.