Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 55
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 53 Fræðigrein Almennt um megindlegu rannsóknirnar Þátttakendur voru búsettir í heimahúsi og boðin þátttaka ýmist í gegnum göngudeild, spítalaþjónustu, hjálparsamtök fyrir einstaklinga með PS, taugasérfræðing eða með því að auglýsa námskeiðin í blöðum og á víðavangi. Sjö rannsóknir voru með samanburðarhóp þar sem samtals 168 einstaklingar með PS tóku þátt í íhlutunarhópi (spönn 9-84, meðaltal 24) og 98 einstaklingar í samanburðarhópi (spönn 7-26, meðaltal 14). Tvær rannsóknir voru með fyrir og eftir snið og tóku til samtals 27 einstaklinga með PS (7+20). Íhlutanir notuðust við mismunandi danstegundir, en vinsælast var að notast við tangó einan og sér (Natale o.fl., 2017; Poier o.fl., 2019; Rawson o.fl., 2019; Zafar o.fl., 2017) eða tangó í sambland við aðra dansa (Hulbert o.fl., 2017). Í sumum rannsóknum var notast við margar mismunandi danstegundir (Kalyani o.fl., 2019). Ein rannsókn notaðist við Qigong sem er kínverskt dansform (Lee o.fl., 2018), önnur vann með sardiníska þjóðardansinn, Ballu Sardu (Solla o.fl., 2019). Í einni rannsókn var dansformið ekki nánar skilgreint en lögð var áhersla á taktfastar danshreyfingar, bæði sitjandi og standandi með eða án stuðnings (Clifford o.fl., 2017). Rannsóknir með samanburðarhóp Heildartími dansmeðferðar sem veitt var í samanburðar- rannsóknunum voru 143 klukkustundir (spönn 10-36, meðaltal 21,4). Í rannsókn Solla og félaga (2019) var byrjað á upphitun og við tók síðan æfing með þjóðardansinum Ballu Sardu. Um var að ræða 90 mínútna danstíma tvisvar í viku. Í upphafi tímans var byrjað á einföldum takti sem varð flóknari eftir því sem leið á tímann. Samanburðarhópurinn hlaut hefðbundna meðferð. Eftir samtals 36 klukkustunda dansmeðferð sýndi íhlutunarhópurinn marktækt betri getu til að standa upp úr stól og jókst gönguhraði hjá 72,4% skjólstæðinga. Samræmi var á milli þessara niðurstaðna og rannsóknar Natale og félaga (2017) sem hafði leitt í ljós að marktæk stytting (20,45%) varð á þeim tíma sem það tók einstakling með PS að standa upp úr stól eftir dansmeðferð ásamt því að gönguhraði jókst marktækt (16,7%). Jákvæð áhrif voru enn þá til staðar átta vikum eftir að dansmeðferðinni lauk. Auk líkamlegs ávinnings varð vitræn færni marktækt betri hjá um helming þátttakenda (46,6%). Tangónámskeið Rawson og félaga (2019) hafði líka marktækan jákvæðan árangur á gönguhraða. Í þeirri rannsókn fengu einstaklingar með PS danskennslu tvisvar í viku, í samtals 24 klukkustundir. Hópurinn var borinn saman við tvo viðmiðunarhópa þar sem einstaklingar með PS gerðu ýmist teygjuæfingar eða æfingar á göngubretti. Þótt tangóhópurinn hafi sýnt fram á mestu framfarirnar í gönguhraða, minnkaði sá ávinningur hvað mest við eftirfylgni. Rannsókn Hulbert og félaga (2017) þar sem dansaðir voru samkvæmisdansar sýndi fram á að þátttakendur höfðu marktækt betri stjórn á höfuðhreyfingum og líkama, einkum snúningi um lendar eftir að hafa sótt danstíma í samtals 20 klukkustundir tvisvar í viku, borið saman við hóp sem hlaut hefðbundna meðferð. Ofannefndar rannsóknir sýndu allar ávinning af dansmeðferð á hreyfigetu. Í þversögn við þessar niðurstöður varð ekki jákvæður árangur á hreyfigetu í kjölfar dansmeðferðar í rannsókn Poier og félaga (2017). Í þeirri rannsókn fengu þátttakendur samtals 10 klukkustunda dansmeðferð með argentínskum tangó, eina klukkustund í senn. Hópurinn var borinn saman við samanburðarhóp sem fékk Tai Chi-æfingar. Inngripið bar ekki árangur hvað hreyfigetu varðaði, en þess má geta að rannsóknin var stöðvuð áður en hámarksstyrk var náð vegna álags á þátttakendur, skorts á dansfélögum og ótta við byltur. Þrátt fyrir að þátttakendur hafi verið fáir kom í ljós marktækt betri andleg líðan hjá tangó hópnum samanborið við Tai Chi-hópinn. Niðurstöður Kalyani og félaga (2019) sýndu marktæka bætingu á vitrænni getu, vinnsluminni, lífsgæðum og minni kvíða og þunglyndi. Auk þess kom fram aukin færni við athafnir daglegs lífs og betri almenn líðan. Dansform voru margs konar, til að mynda ballett, nútímadans, flamenco og steppdans. Samanburðarhópur hlaut einungis hefðbundna meðferð. Meðferðin fór þannig fram að einstaklingar með PS gátu mætt sjálfir með dansfélaga eða dansað við sjálfboðaliða sem voru á staðnum. Þeir sem voru með lélegt jafnvægi fengu í öllum tilvikum dansfélaga sem var sérþjálfaður í jafnvægisvandamálum, auk þess voru danskennarar með sérþekkingu á PS. Hver danstími var ein klukkustund í senn, tvisvar í viku, samtals 24 klukkustundir. Hjá Lee og félögum (2018) snerust danstímar um að efla flæði eða svokallaði „qi“ í líkamanum en það fylgir fornri kínverskri speki og felur í sér mjúkar danshreyfingar samhliða djúpri öndun og slökun. Tímarnir voru tvisvar í viku, klukkustund í senn, samtals 16 klukkustundir. Samanburðarhópur sem tók þátt fékk hefðbundna meðferð. Dansspor voru aðlöguð að PS og sýndi meðferðarhópurinn marktækt minni hreyfitruflanir, bætta getu við athafnir daglegs lífs, betri félagslega virkni og aukin lífsgæði eftir íhlutanirnar. Fyrir og eftir rannsóknir Tvær rannsóknir notuðust við fyrir og eftir rannsóknarsnið. Önnur rannsóknanna sem féll undir þennan flokk fól í sér taktfastar hreyfingar samhliða tónlist, annaðhvort sitjandi eða standandi miðað við getu þátttakenda (Clifford o.fl., 2017). Tímarnir voru 1,5 klukkustund í senn, samtals 9 klukkustundir. Eftir dansmeðferðina gekk þátttakendunum marktækt betur að ná eigin markmiðum, auk þess að þeir lýstu jákvæðri upplifun af meðferðinni. Zafar og félagar (2017) voru með danstíma, 1,5 klukkustund í senn og áttu þátttakendur að klára 30 klukkustunda dans samanlagt. Þeir byrjuðu á 20 mínútna upphitun og eftir það voru dansfélagar paraðir saman og gerðar voru taktfastar æfingar. Næst var þeim kennd ný skref og þau samtvinnuð við gömul skref. Hverjum þátttakanda var gert bæði að leiða dansinn og að fylgja honum. Marktækur ávinningur var á sjálfstæði í daglegu lífi og upplifðum félagslegum stuðningi eftir meðferðina. Áhrifin höfðu aukist enn fremur við þriggja mánaða eftirfylgd. NIÐURSTÖÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.