Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 69
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 67 Vanlíðan kvenna vegna kvíða og þunglyndis er algeng og rannsóknir sýna að 9-20% kvenna finna fyrir einkennum þunglyndis og margar konur finna einnig fyrir kvíða (NICE, 2014). Margir þættir geta haft áhrif á algengi kvíða og fjölmargar rannsóknir sýna að aukið álag eins og að vera barnshafandi, verða foreldri eða vera heilbrigðisstarfsmaður á tímum COVID-19 hefur aukið tíðni kvíða (Gao o.fl., 2020; Liu o.fl., 2021; Sahebi, 2021). Hugræn atferlismeðferð (HAM) er samtalsmeðferð þar sem kenndar eru aðferðir sem hjálpa viðkomandi að átta sig á eigin hugsunum, tilfinningum, líkamlegum viðbrögðum, hegðun og hvernig hægt er að breyta mynstri neikvæðra hugsana. Ýmsar aðferðir eru kynntar til að hafa áhrif á hugsanir og líðan til dæmis hugsanaskrá, að spegla sig í reynslu annarra og gera ánægjulista. Niðurstöður rannsókna sýna að HAM getur verið árangursrík meðferð og gagnast vel við kvíða og fæðingarþunglyndi (Pétur Tyrfingsson og Agnes Agnarsdóttir, 2011; Magnús Sighvatsson o.fl., 2011; Westbrook o.fl., 2011) og NICE-leiðbeiningarnar mæla líka með HAM (NICE, 2014). Niðurstöður yfirlitsgreinar sýndu að jákvæður árangur af HAM eftir lok meðferðar og hópmeðferð getur verið jafnárangursrík og einstaklingsmeðferð. Vísbendingar eru um að þegar horft er til langtímaáhrifa sé HAM árangursríkari en aðrar sálfræðimeðferðir fyrir suma sjúklingahópa (Magnús B. Sighvatsson o.fl., 2011). Komið hefur í ljós í rannsóknum að HAM veitir jafngóða meðferð og lyfjameðferð og reyndar áhrifaríkari sex mánuðum seinna (Borza, 2017; Magnús B. Sighvatsson o.fl., 2011). Einnig hefur verið gerður samanburður á því að veita HAM á hefðbundnum námskeiðum eða í gegnum Internetið, en niðurstöður rannsóknar Lindegaard o.fl., (2020) sýndu að ekki var munur á árangri HAM eftir því hvernig meðferðin var veitt. Það átti hvortveggja við varðandi líðan strax að loknu námskeiði og sex mánuðum seinna. Persónuleiki fólks getur hins vegar haft áhrif á árangur og einstaklingar með persónuleikaröskun eru ólíklegri til þess að hafa gagn af HAM en þeir sem ekki glíma við persónuleikaröskun (Mars o.fl. 2021). Rannsóknir benda einnig til þess að fjölbreytt meðferðarform ásamt HAM, svo sem ráðgjöf varðandi hreyfingu og næringu, auki líkur á bata þeirra sem glíma við kvíða og þunglyndi (Clemente-Suárez, 2021). Í rannsókn Hadjistavropoulos o.fl., (2020) þar sem rannsökuð voru áhrif stuðnings fyrir fagaðila sem veita HAM, kom fram að stuðningur í formi fjögurra viðtala á eins árs tímabili jók gæði meðferðanna. Landlæknisembættið birti árið 2020 niðurstöður úr könnun meðal tíu þúsund fullorðinna Íslendinga og í ljós kom að 30% kvenna mátu andlega heilsu sína ekki góða. Hlutfallið var hæst (46%) meðal 18-24 ára kvenna (Sigrún Daníelsdóttir o.fl., 2021). Í íslenskri rannsókn voru 2.523 barnshafandi konur skimaðar fyrir andlegri vanlíðan (þunglyndi, kvíða og streitu) með EPDS (Edinborgarþunglyndislistanum) og DASS (þunglyndis-, kvíða- og streitulistar). Alls skimuðust 632 (25,95%) með andlega vanlíðan á meðgöngu (Jonsdottir, 2019). Í sérstöku geðgreiningarviðtali meðal þeirra sem skimuðust yfir mörkum á 16. viku kom í ljós að 153 ÞÓRUNN ERLA ÓMARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins SIGFRÍÐUR INGA KARLSDÓTTIR prófessor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri SIGRÍÐUR SÍA JÓNSDÓTTIR dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólinn á Akureyri Að ná tökum á kvíðanum: reynsla kvenna með andlega vanlíðan af áhrifum hugrænnar atferlismeðferðar sem veitt er á heilsugæslu Ritrýnd grein | Peer review Höfundar INNGANGUR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.